Vikan


Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 27

Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 27
minna en fulla athygli og aö vera númer eitt. Ef þau finna sér heppi- legan maka sem sættir sig viö þetta veröur hjónaband þeirra sérlega hamingjusamt, einkum ef þau gæta þess að gefa jafnmikið og þau kref jast í ást og athygli. Heilsufarið Tilfinningarnar og einstakt næmi eru helstu áhrifavaldar í heilsufari fólks þessa dags. Það fær líkamleg einkenni við andlegt álag og hættir til að vera veikt fyrir í maga. Það ætti aö gæta þess að magasýrurnar séu í sæmi- legu lagi. 24. ÁGÚST Skapferlið Styrkur afmælisbarna þessa dags er fjölhæfni, viðskiptavit og sérlega þroskuö dómgreind. Þau hafa hárfínan smekk og eru af- skaplega nákvæm. Þau eiga létt með að tjá sig og þar af leiðandi létt með að eignast vini og kunn- ingja, eru heiðarleg í eöli sínu og vönd aö viröingu sinni og kemur það fram í vinavali og framkomu. Lífsstarfið Fólk dagsins hefur ágætt viðskiptavit og fer oft í störf þar sem það nýtist vel. Það hefur stundum listgáfu, einkum á sviði tónlistar þar sem nákvæmni þess og fjölhæfni nýtist hvað best. Það nær yfirleitt góöu valdi á því sem það tekur sér fyrir hendur en ætti þó að varast störf sem því eru ekki að skapi. Ástalífið Ástir afmælisbarna dagsins þró- ast oft upp úr vináttu. Þau eru gef- in fyrir að eiga trausta og góða vini sem eru hlýlegir í viömóti og á þeim grunni lætur þeim best að eignast ástvini. Þau hafa ekki áhuga á mikilli tilbreytni í ástum, sækjast frekar eftir festu, og þeg- ar sú festa er fengin er eins og þau öðlist kjark og áhuga á tilbreyt- ingu í daglega lífinu. I góðu hjóna- bandi geta þau vel hugsað sér að flækjast milli landa eða staða og reyna eitthvað nýtt og framandi. Heilsufarið Eina heilsufarsvandamálið, sem afmælisbörn þessa daga eiga að jafnaði við aö glíma, er aö þau eru veik fyrir álagi og gjörn á að taka meira að sér en líkami þeirra og andlegur kraftur þolir. Þetta getur í versta falli orðið svo slæmt aö góð hvíld einu sinni um ævina að minnsta kosti geri kraftaverk. 25. ÁGÚST Skapferlið Afmælisbörn þessa dags eru fædd á mörkum tveggja mjög skapríkra merkja og einþykkni er þeim í blóð borin. Þau hafa kraft og kjark til að gera nánast hvað sem er en láta skynsemina yfir- leitt hafa yfirhöndina yfir ævin- týraþránni. Þau eru afkastamikil og uppskera oft ríkulega vegna þess að þau hafa mikil áhrif á um- hverfi sitt og það er þeim sérlega ljúft. Þau geta verið nokkuö dóm- hörð og miskunnarlaus á köflum. Lífsstarfið Oftar en ekki kjósa afmælisbörn dagsins að ganga menntaveginn standi hann þeim opinn. Þau eru gefin fyrir viröingu og velja sér oft starf er býöur upp á slíkt, emb- ættisstörf, viö menningarmál eða þar sem virðing, auður og völd mætast, sé það mögulegt. Þau koma vel fyrir, eru alls staöar mjög frambærileg og leggja tals- vert á sig til að njóta álits út á viö. Angi af þessari tilhneigingu kem- ur fram ef afmælisbörn dagsins velja sér kennslu sem lífsstarf, þá er þeim gjarnara að leika hinn al- vitra fræðara en að fá nemendur til að vinna í hópstarfi. Ástalífið Fólk dagsins er mjög gætið í ást- um sem öðru. Það myndi aldrei bindast neinum nema að vandlega hugsuðu máli og þá velta fyrir sér stétt og stöðu og framkomu ást- vinarins meir en margur annar. Inni brenna þó heitar tilfinningar og þaö kann aö elska heitt og gildir það jafnt í vináttu, venslum og ástum. Heilsufarið Yfirleitt er fólk dagsins heilsu- gott og sýnir sömu skynsemi í varðveislu heilsunnar og öðru. Helst getur háð því aö þaö er við- kvæmt fyrir umtali og nokkuð spé- hrætt, jafnvel svo aö taugarnar gjaldi fyrir. 26. ÁGÚST Skapferlið Mótsagnir og f jölþættir hæfileik- ar togast á um afmælisbörn dags- ins. Oftast eru þau rólynd og íhugul en í þeim er þó til harka og nokkuð sviptingakenndur hugur. Stundum geta brennandi hugsjón- ir dregið þau ansi langt frá mörk- um skynseminnar en góðlyndi, vinátta og hollusta við réttlætið valda því oftast að þau rata nokkuð vel færa leiö ef þau hella sér út í trú á ákveðinn málstað. Þau eru starfsöm og dugleg og hafa gaman af að hafa nóg fyrir stafni. Þau eru oft talsvert menningarleg í umgengni. Lifsstarfið Fólki dagsins lætur vel að fást við kennslu, leiðsögn eða jafnvel aö predika og það velur sér oft starf þar sem þaö á kost á því. Það aflar sér oft menntunar og og fjöl- hæfni þess nýtur sín og mótsagn- irnar koma ekki svo aö sök. Það fer líka stundum út á listabrautina en hún getur orðið því erfið. Ástalífið Mótsagnirnar koma fram í ásta- lífinu eins og öðru hjá fólki dags- ins. Ef það kynnist ekki hinum rétta eða hinni réttu snemma á ævinni getur hjónaband komiö mjög seint á ævinni eða alls ekki. Það leitar að andstæðu sinni í skapgerð og slík hjónabönd verða aldrei vandamálalaus. Hins vegar á fólk dagsins mikiö að gefa og ró- legu þættirnir í skapgerð þess stuðla aö því að hjónaband þess geti orðið mjög traust þrátt fyrir ólík sjónarmið innan þess. Heilsufarið Afmælisbarn dagsins nýtur góðrar heilsu mestan hluta ævinn- ar. Mataræðið verður þó að vera undir smásjánni, meltingarfærin eru oft veik fyrir og þola ekki mik- ið álag. 27. ÁGÚST Skapferlið Oft fá afmælisbörn þessa dags það orð á sig að þau séu kaldlynd og skaphörð. Það er nokkuð til í því oft á tíðum. Þau eru mjög ná- kvæm í eðli sínu og ekkert sérlega umburðarlynd, gera miklar^cröf- ur til sjálfra sín og annarra og standa alltaf fast á sínu. Þau eru mjög skapmikil undir niðri og þaö getur blossað upp þegar minnst varir. Lífsstarfið Fólk þessa dags lendir í ýmsum störfum. Því hentar ekki vel aö vera í störfum þar sem mannleg samskipti eru viökvæm og ætti frekar að velja sér störf þar sem góöir eiginleikar þess njóta sín best, þar sem einbeitni, atorku og viljafestu er þörf. Ástalífið í ástum kemur skapgerð af- mælisbarna dagsins þeim bæði aö gagni og getur orðið til trafala. Það eru litlar líkur á aö þau endi með maka sem á illa viö þau. Þau geta oft náð í þá sem þau vilja fá og linna ekki látunum fyrr en þau fá það sem þau vilja í ástum sem öðru. Hins vegar veröa þau aö gæta þess að vera nógu tilfinn- ingaheit og ástrík við maka sinn. Heilsufarið Heilsufar fólks dagsins er að jafnaði mjög traust eins og annaö í fari þess en skapferliö getur þú reynt á höfuöið og einnig þolir þaö illa sveiflur í veöurfari og getur jafnvel fengið háan hita af litlu til- efni. 28. ÁGÚST Reglusemi, iðni og nákvæmni eru helstu kostir afmælisbarna dagsins. Þau eru afskaplega þrifin og hreinleg í öllu sínu og þola illa alla óreiðu. Þau hafa talsveröa hæfileika til að vinna nákvæmnis- verk sem öðrum reynast erfið og una því vel að lúra yfir smáat- riðum sem aðrir nenna ekki eöa geta ekki fundið neitt út úr. Lífsstarfið Stjórnunarstörf, vísindi, versl- unarstörf í þágu hins opinbera, einkum í skrifstofubákni, láta fólki dagsins best. Það getur náö langt á mörgum sviðum og þar sem stundum gætir nokkurrar vand- fýsi og alvöru í starfsvali þess er ekki óalgengt að það fari út í guðfræði eða önnur trúarleg vísindi. Ástalífið Varkárni í ástamálum einkenn- ir afmælisbörn dagsins. Þau þora sjaldan að láta tilfinningar sínar uppi fyrr en þau eru alveg viss um tilfinningar þess sem þeim er kær. Stundum getur þetta orðið til þess aö bið verði á að þau festi ráö sitt eða geri það jafnvel ekki. Heilsufarið Þótt afmælisbörn dagsins séu yfirleitt yfirmáta skynsöm þá ber það við að þau geti orðið ansi rell- in og óraunsæ þegar komiö er aö heilsunni. Þau eru sótthrædd og vorkenna sér talsvert er þau fá smákvilla. 34. tbl. Vikan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.