Vikan


Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 31

Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 31
Hér kemur svo stigagjöfin: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 ♦ b c b c c c b c a b c Cá a a b * a a a-c b a a c a b-c a a b b b c A c b a b b a b - c b c c c a Gerðu hring utan um þau svör sem eiga við þig og sjáðu hvaða lit þú færð oftast. Þá sérðu hver er ríkjandi þáttur þinn í ástar- málum. Tígull merkir ást veitta af örlæti, lauf er kröfuhörð ást og í spaðanum er blanda af hvoru tveggja. TIGULL Hin fullvaxta ást, jákvæð, veitt af örlæti í samskiptum þínum við hitt kynið, hún getur blómgast í ró, trausti og jafnrétti, þróast og þroskast. Það skiptir þig miklu máli að geta gefið og þú kannt líka að þiggja. Þú vilt elska og vera elskaður (elskuð) með virðingu og blíðu. Þú veltir sífellt fyrir þér einlægni eigin tilfinninga. Þú hafnar lygi og yfirborðsmennsku í ástarsamböndum þínum og telur aö slíkt geti skemmt þau. Þú vilt hreinskilni og heiðarleik, hreinar línur. Þú ert vitanlega að leita að manneskju með svipaöa lífssýn og þú sjálf(ur). Ef þú lendir á ein- hverjum ráðríkum og afbrýðisöm- um er vitaö mál að þaö verður aldrei gott samband. LAUF I upphafi ástarsambands hefurðu tilhneigingu til að horfa á ástvin þinn gegnum rósrauð gleraugu. Þú sérð allt í fari hans (hennar) sem þér finnst göfugast og best í mannlegu eðli. Það merkir að samband ykkar er byggt á fölskum grunni og getur einn góðan veðurdag hrunið og brotnað í þúsund mola. Þú ert tor- tryggin(n) og afbrýðisamur(- söm) að eðlisfari og hefur tilhneig- ingu til að reyna að geyma fólk, sem þér er kært, í búri, þér er umhugað að vera alltaf miðpunktur athyglinnar. Þú myndir aldrei sætta þig við að vera skilin(n) eftir þegar þinn eða þín heittelskaða ætlaöi út á kappleik eða í saumaklúbb með vinunum. En fólk með þetta skap- ferli á yfirleitt jafnmikið af erfiðum stundum i sambúð og gleðistundum. Og því hlýtur það að spyrja sjálft sig: Er það þess virði? Hvers vegna að vera að gera ástarsamband að sársauka- fullri baráttu — ástin ætti að vera að gefa og þiggja — eitthvað gott og ánægjulegt. Þeir sem teljast til þessa hóps ættu að doka við og hugsa sinn gang, ræöa við ást- vininn, athuga hverjir ásteyting- arsteinarnir eru í sambandinu. Einlægni og traust eru grund- vallaratriði ef samband á aö geta orðið varanlegt óg gott. SPAÐI Ölík öfl togast á í þér. Þú vilt sjálf(ur) njóta frelsis en þolir ást- vini þínum ekki það sama. Þetta getur táknað að þú sért á þroska- skeiði, frá vanþroska og barna- legri ást í fyllri og þroskaðri, og þess vegna séu þessar mótsagnir í hugsun þinni og framkomu. Einnig gæti hugsast að ást- vinurinn orsakaði þessar mót- sagnir sem væri að fara í gegnum þetta breytingaskeið eða að ýta þér í gegnum það. Svo gæti hugs- ast að þú værir á varðbergi gagnvart ástinni. Það gæti verið að þú værir uggandi yfir því að horfast í augu við að vera í föstu sambandi en ef þú ert orðin(n) ástfangin(n) á annað borð er engin ástæða til aö óttast til- finningar sínar. Slakaðu á og mundu: Ástin er eðlilegur hluti tilverunnar. 34. tbl. Vikan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.