Vikan


Vikan - 22.08.1985, Síða 52

Vikan - 22.08.1985, Síða 52
Skot sru alvörulaus, þeim fylgir ekkert vesan og eru algjörlega nauösynleg, segja breskir sér- frœðingar. Hversu oft eöa hve mikið einhver verður skotinn fer ekkert eftir því hve gott og innilegt samband hans er við maka hans eða einhvern þriðja aðila, nema ástin sé svo ofboðslega heit að allar aðrar manneskjur blikni við hlið þess eða þeirrar heitt- elskuðu. Sömuleiðis er enginn vandi að verða skotinn í manneskju sem manni myndi aldrei láta sér detta í hug að vera með, hvað þá giftast. Dúddi, sem vinnur í gjaldeyrisaf- greiðslunni í bankanum sem Bogga vinnur í, er í rauninni glataður gæi að hennar mati, í svartri skyrtu, frá- hnepptri niður á maga með bringu- hárin upp úr og ömurlega gull- keðju um hálsinn. En hann hefur æðisleg augu og þegar hann horfir á hana yfir afgreiðsluborðið þá kiknar hún í hnjáliðunum og sendir honum sitt fegursta bros. Þegar rauða kollinn á Lóu Jóns ber við blikandi tölvuskjáinn fer allt- af fiðringur um Sigtrygg í tjóna- deildinni, þó að hann sé hamingjusamlega giftur þriggja barna faðir. Bresku sérfræðingarnir fullyrða að allir geti lent í þessu — meira að segja eigi Margaret Thatcher leynd- armál sem hún hafi ekkert verið að segja Denis frá. Og þetta læknast Það er hollt að verða skotinn Flestir hafa sjálfsagt einhvern tíma orðið skotnir í einhverjum eða einhverri. Að vera skotinn þýðir að maður fær hraðari hjartslátt við að sjá þann sem hrifningin beinist að og sá hinn sami virðist merkilegri og meira aðlaðandi en allir aðrir þá stundina. Skot eru alvörulaus, rista grunnt, þeim fylgir ekkert vesen og þau eru algjörlega nauðsynleg, segja breskir sérfræðingar í svona málum. Skot eru ekki einnar nætur ævintýri, framhjáhald, ástar- ævintýri eða djúp vinátta. Skot getur hugsanlega breyst í eitthvað annað og meira en slík tilfelli eru ekki til umræðu. Skot er til dæmis það þeg- ar strætóbílstjórinn á leið fimm verður á gráum rigningarmorgnum eins og goðum líkur kvikmynda- leikari við stýrið og stelpan í sjoppunni á horninu kitlandi ásjáleg. Bíllinn er oftar skilinn eftir heima en áður og sjoppuferðum fjölgar. víst ekkert með aldrinum. Menn út- skrifast víst ekki frá þessu um leið og 9. bekk lýkur. Bresku sér- fræðingarnir segja að ef einhver telji að það eigi að vera aldursmörk á þessu þá ætti sá hinn sami bara að fara að pakka saman og drífa sig í kör. Þroski og aldur eigi ekki að hindra fólk í að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og gera sér sak- laust gaman. Skotin eru ekkert annað en það. 52 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.