Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.01.1986, Qupperneq 11

Vikan - 09.01.1986, Qupperneq 11
Prófessorar, prinsar og prinsessur Gleymnir prófessorar, fagrar prinsessur og hugrakkir prinsar eru góðkunningjar flestra læsra Islendinga þó fæstir þekki slíkt fólk persónulega. Kunnugleg nöfn eins og Philip prins og Henry Higgins prófessor hringja einhverjum bjöllum í huga manns, en hér er smáminnislisti fyrir þá sem vilja ekki láta hanka sig á einföldum smáatrið- um: Prófessor Henry Higgins Sérfræðingur í hljóðfræði sem kenndi blómasölustúlkunni Elísu Doolittle að hegða sér eins og hefðarmær. Kom fyrst fyrir í leikriti George Bernard Shaw, Pygmalion, og síðan í söngleik Lerner Og Lowe, My Fair Lady. Eftir söngleiknum var gerð kvikmynd (1964) með Rex: Harrison í hlutverki prófessors- ins. Prófessor Ludwig von Drake Skoskur ættingi Andrésar andar og Jóakims aöalandar. Hann er afskaplega gleyminn að prófessorasið. Sló í gegn í kvik- mynd Walt Disneys, Wonderful World of Color (1961). Röddina lagði Paul nokkur Frees honum til. Prófessor Moriarty Erkióvinur Sherlock Holmes. Lesið sögurnar. Prins Valiant Myndasagnahetja, meintur vikingur sem Hal Foster hefur teiknað. Kom fyrst fram á sjónarsviðið 13. febrúar 1937 og var fastur gestur í Vikunni í mörg ár (til 1980). Kvikmynd eftir myndasögunni var gerð 1954 meö Robert Wagner í titilhlut- verkinu. Viö prinsinn er ákveðin ' klipping kennd, stundum einnig nefnd kommaklipping. Philip prins Ekki sá sem þið haldið og er ^ giftur Elísabetu Englands- drottningu. Þessi Filippus er prinsinn sem vakti Þyrnirós upp af 100 ára svefninum. Hins vegar hefur Filippus í Englandi áreiðanlega komið nálægt prinsessukossum í eina tíð. Rétt er að geta þess að hvorugur prinsanna heitir í höfuðið á hin- um. Litli prinsinn Söguhetja frá annarri stjörnu. Höfundur Antoine de Saint-Exupery. Karl Bretaprins Prinsinn afWales. Díana prinsessa Kona hans. Fyrrum starfs- stúlka á dagheimili, dóttir Spencer jarls í Englandi. Áróra prinsessa öðru nafni Þyrnirós. Prinsessan á bauninni Lygin prinsessa úr ævintýri eftir H.C. Andersen. Tveir brandarar Jón forstjóri var að ná sér i samloku i sjálfsalanum og þurfti að fá hundraðkalli skipt. Hann kom auga á Gunna sendil. — Gunni, geturðu skipt fyrir mig hundraðkalli í tikalla? — Jessörl sagði Gunni. — Hvað á þetta að þýða, svona mannasiðirl Þú átt að kalla mig tilhlýðilegum titlil Jæja, Gunnar, geturðu skipt fyrir mig hundrað- kalli? — Nei, herra forstjóri. — Ó, ó, ó, kveinaði Solli sæti utan í konunni sinni. — Ef þér væri eitthvað annt um mig þá hefðirðu aldrei látið mig giftast svona endemis kvenvargi. ffíffl í&ðfl 1» Vonlausar völvur (erlendar) Það er gott að vera spá- maður, sérstaklega eftir á. Nú ætti að vera óhætt að spá fyrir árið 1985 og það hefur raunar verið gert. Gallinn var bara sá að það var gert fyrirfram. Völva Vikunnar stóð sig að vísu furðu vel en spámenn allra landa féllu á prófinu. Lítum á nokkra spá- dóma þeirra fyrir árið 1985: — Komið verður á 4 daga vinnudegi, 32 stunda vinnuviku, um allan hinn vestræna heim. — Salerni sem framleiða líf- rænan áburð verða komin á flest heimili. — Stjórn Bandaríkjanna þjóð- nýtir allar bensínstöðvar. — Bilar, sem ganga fyrir alkóhóli, verða búnir að víkja öðrum bílum af markaðnum. Og loks einn réttur: — Farþegi, sem ekki er vís- indamaöur, fer í geimferð. Vikan 2. tbl. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.