Vikan

Útgáva

Vikan - 09.01.1986, Síða 27

Vikan - 09.01.1986, Síða 27
Höfundur við matarborðið: ,,Milli rétta var borin fram smáklípa af ís, svona til að hreinsa bragðið af undan- gengnu kryddi á bragðlauk- unum, og á meðan hlupu drengirnir milli borðanna og hreinsuðu af dúknum með litl- um silfurburstum og rúllum." kvöldiö og hlupu til með munnþurrkur, eldspýtur, drykkjarföng og hvaðeina á ótrúlegum hraða. Yfir þeim vöktu svo yfirþjónar, vinmeistarar og brytar og einhverjir fleiri ábúðarfullir yfir- menn staðarins sem sáu til þess að allt gengi fyrir sig eins og samrýmdist þeim kröfum og þeim staðli sem gest- urinn borgaði fyrir. Mér fundust þess- ir drengstaular skemmtilega tauga- veiklaðir og ákafir að gera sitt besta i byrjun en þegar til lengdar lét fannst mér þeir ærið hjákátlegir og undir lok- in var yfirmáta fágað og kurteislegt yfirbragðið farið að fara í mínar fín- ustu taugar. Þeir voru eins og einu sinni var sagt um góðan lækni, hann var of þægilegur. Á Lúðvik XIII. pönt- uðum við i forrétt innbakaðan humar í ravioli með mintusósu. I aðalrétt fengum við okkur annars vegar kálfa- bris (konanl og hins vegar villiönd og dúfu. i eftirrétt fengum við ostabakka með hnetubrauði og kaffi og rjóma- karamellur á eftir. Þetta var ótrúlega gott, hver einasti réttur var skemmti- lega fram borinn, hver diskur upplifun fyrir augað enda öllu raðað saman eftir litum og formi. Réttirnir voru í anda nýja franska eldhússins, engar þungar og feitar sósur, lítið um kartöflur en þeim mun meira af fersku og léttsoðnu grænmeti. Allur matur var ákaflega lítið saltaður. Aðalkokkur á þessum stað er ungur maður sem heitir Manuel Martines og mun hann vera einn yngsti meistara- kokkur Parísar, aðeins 29 ára gamall. Smáklípa af ís milli rétta Milli rétta var borin fram smáklípa af is svona til að hreinsa bragðið af undangengnu kryddi á bragðlaukun- um og á meðan hlupu drengirnir milli borðanna og hreinsuðu af dúknum með litlum silfurburstum og rúllum. Þegar upp var staðið kom yfirþjónn- inn með reikninginn i leðurslegnum kistli svona til að minna á andrúms- loftið við hirð Lúðviks XIII. sem staðurinn heitir eftir. Við greiddum það sem upp var sett fyrir þetta kvöld og héldum á braut sammátn um að þennan mat hefðum við ekki getað gert betur heima þó við hefðum lagt okkur öll fram.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.