Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 27
Höfundur við matarborðið: ,,Milli rétta var borin fram smáklípa af ís, svona til að hreinsa bragðið af undan- gengnu kryddi á bragðlauk- unum, og á meðan hlupu drengirnir milli borðanna og hreinsuðu af dúknum með litl- um silfurburstum og rúllum." kvöldiö og hlupu til með munnþurrkur, eldspýtur, drykkjarföng og hvaðeina á ótrúlegum hraða. Yfir þeim vöktu svo yfirþjónar, vinmeistarar og brytar og einhverjir fleiri ábúðarfullir yfir- menn staðarins sem sáu til þess að allt gengi fyrir sig eins og samrýmdist þeim kröfum og þeim staðli sem gest- urinn borgaði fyrir. Mér fundust þess- ir drengstaular skemmtilega tauga- veiklaðir og ákafir að gera sitt besta i byrjun en þegar til lengdar lét fannst mér þeir ærið hjákátlegir og undir lok- in var yfirmáta fágað og kurteislegt yfirbragðið farið að fara í mínar fín- ustu taugar. Þeir voru eins og einu sinni var sagt um góðan lækni, hann var of þægilegur. Á Lúðvik XIII. pönt- uðum við i forrétt innbakaðan humar í ravioli með mintusósu. I aðalrétt fengum við okkur annars vegar kálfa- bris (konanl og hins vegar villiönd og dúfu. i eftirrétt fengum við ostabakka með hnetubrauði og kaffi og rjóma- karamellur á eftir. Þetta var ótrúlega gott, hver einasti réttur var skemmti- lega fram borinn, hver diskur upplifun fyrir augað enda öllu raðað saman eftir litum og formi. Réttirnir voru í anda nýja franska eldhússins, engar þungar og feitar sósur, lítið um kartöflur en þeim mun meira af fersku og léttsoðnu grænmeti. Allur matur var ákaflega lítið saltaður. Aðalkokkur á þessum stað er ungur maður sem heitir Manuel Martines og mun hann vera einn yngsti meistara- kokkur Parísar, aðeins 29 ára gamall. Smáklípa af ís milli rétta Milli rétta var borin fram smáklípa af is svona til að hreinsa bragðið af undangengnu kryddi á bragðlaukun- um og á meðan hlupu drengirnir milli borðanna og hreinsuðu af dúknum með litlum silfurburstum og rúllum. Þegar upp var staðið kom yfirþjónn- inn með reikninginn i leðurslegnum kistli svona til að minna á andrúms- loftið við hirð Lúðviks XIII. sem staðurinn heitir eftir. Við greiddum það sem upp var sett fyrir þetta kvöld og héldum á braut sammátn um að þennan mat hefðum við ekki getað gert betur heima þó við hefðum lagt okkur öll fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.