Vikan

Útgáva

Vikan - 09.01.1986, Síða 43

Vikan - 09.01.1986, Síða 43
Samtvinnuð orlog KANE& ABEL Leikstjóri: Buzz Kulik. Aðalhlutverk: Peter Strauss, Sam Neill og Veronica Hammel. Sýningartimi: 5 klst. og 30 min. (3 spólur). Kane & Abel er saga tveggja einstaklinga sem alast upp á ólíkan hátt. Atvikin haga því svo aö þeir hittast og verða svarnir fjendur alla ævi. Þeir fæddust sama dag. Albert Rosnovski (Peter Strauss) fæöist í Póllandi, laungetinn sonur aðals- manns, elst upp í fátækt og veröur að hafa fyrir lífinu. Pólland er hernum- iö. Hann er tekinn til fanga og sendur til Síberíu í fangabúðir. Abel getur flúiö þaöan og fer sem innflytjandi til Bandaríkjanna. William Lowell Kane (Sam Neill) er aftur á móti fæddur inn í ríka bankafjölskyldu, með gullskeið í munninum eins og sagt er. Framtíð hans er ákveðin. Hann á að taka við bankaveldi föður síns. Kane verður til þess aö segja Aþel að þanki hans geti ekki bjargað vinnuveitanda hans í kreppunni miklu og fremur vinnveitandinn sjálfsmorð. Þetta verður til þess að Abel leggur mikið hatur á Kane þótt í raun hafi Kane verið meðmæltur fjárveitingunni. Vegir þessara tveggja manna liggja síöan saman á margan og óvæntan máta og verður úr mikil ör- lagasaga sem of langt mál væri að segja frá hér. Kane & Abel hefur flest það að bjóða sem spennandi mínisería á að vera gædd. Söguþráðurinn er spenn- andi og þrátt fyrir mikla lengd verður myndin aldrei langdregin. Petar Strauss og Sam Neill eru góðir í hlutverkum sínum, þótt Strauss geri að mínu mati of mikið úr því aö vera með erlendan hreim. Kjaftfor lögga THE BEVERLY HILLS COP Leikstjóri: Martin Brest. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Lisa Eilbacker og Judge Reinhold. Sýningartimi: 94 min. Nýjasta stórstjarnan í kvikmynda- heiminum, Eddie Murphy, fer á kostum í The Beverly Hills Cop, mynd sem bersýniiega er gerð til þess að hann geti notið sín. Allt í myndinni beinist að því aö hann njóti sín sem best. Eddie Murphy leikur löggu í Detroit sem þrátt fyrir góðan árangur í starfi skapar enn fleiri vandamál fyrir yfirmenn sína en hann leysir. Vinur hans frá Kali- forníu kemur í heimsókn til hans og er drepinn í dyragættinni hjá honum. Axel Foley, en svo nefnist löggan, tekur sér frí og fer til Kaliforníu, nánar tiltekið Beverly Hills, til að rannsaka dauða vinar síns. Fljótlega kemst Foley í kast við lögregluna í Beverly Hills sem lítt er gefið um þennan ærslafulla lögreglu- mann sem lítt fer eftir reglum og fylgja honum alltaf tveir lögreglu- menn sem Foley tekur fljótt í vina tölu, lögreglumönnunum til lítillar skemmtunar. Sannast að segja angr- ar hann lögregluna það mikið aö það á að vísa honum úr borginni. En lög- reglumaðurinn, sem fengið hefur það verkefni að fylgja Foley að borgarmörkum, hefur vingast við hann og gefur honum einn séns að sanna mál sitt... Eins og áður segir fer Eddie Murphy á kostum í hlutverki sínu og gaman er að fylgjast meö honum við hinar ýmsu kringumstæður, hvort sem er í samskiptum við gallharða glæpamenn eða lögreglumenn sem að vísu virðast nokkuö einfaldir. Það má búast við að löggan í Beverly Hills komi fram aftur í annarri mynd, slíkar óhemjuvinsældir hefur þessimyndhlotið. Óperu- og kvik- myndaform sameinað CARMEN Leikstjóri: Francesco Rosi. Aðalhlutverk Placido Domingo, Julia Migenós-Johnson og Rugg- ero Rammondi. Sýningartimi: 126 min. Það er erfitt verk að koma þekktri óperu í kvikmyndaform svo bæði list- formin fái að njóta sín. Þetta hefur ítalska snillingnum Francesco Rosi tekist í kvikmyndagerð sinni af óper- unni Carmen. Allur sá innri kraftur sem býr í óperunni og tónlistinni kemst vel til skila. Um leið er kvikmyndaformiö nýtt til fulls með frábærri kvikmyndatöku og leik- stjórn. Það er óþarft verk að rekja efnis- þráðinn hér, svo þekktur er sögu- þráðurinn um verksmiöjustúlkuna Carmen sem heillar liðþjálfa úr hemum svo mikið að hann gefur allt annað upp á bátinn, aðeins til að verða fórnarlamb ástríöna sinna. Það eru engir smásöngvarar sem fara með aðalhlutverkin. Placido Domingo og Julia Migenés-Johnson fara með aðalhlutverkin. Enginn efast um sönghæfileika þeirra. Þau koma aftur á móti á óvart með ágætum kvikmyndaleik þegar viö á. Francesco Rosi, sem er einn mesti snillingur ítalskrar kvikmyndagerð- ar, þótt ekki sé hann eins frægur og landar hans Fellini og Antonioni, er ekki ókunnugur því að filma á Spáni meö nautaat sem bakgrunn. Ein besta mynd hans fjallar einmitt um líf nautabana og var tekin á sömu slóðum og Carmen er gerð. Þaö er óhætt aö mæla með Carmen, bæði fyrir óperuaödáendur og kvikmyndaaödáendur. Einn maður, tvær persónur JECKYL AND HYDE TOGETHER AGAIN Leikstjóri: Jerry Belson. Aðalhlutverk: Mark Blankfield, Bess Armstrong og Krista Errick- son. Sýningartimi: 87 min. Nýlega var fjallað um gaman- myndina The Nutty Professor í þessum dálki. Þar lék Jerry Lewis tvöfaldan persónuleika sem byggöur var á skáldsagnapersónunni dr. Jeckyl, öðru nafni mr. Hyde. Tókst Jerry Lewis vel upp í hlutverkinu. Ekki er hægt að segja þaö sama um Mark Blankfield sem hér gerir til- raun viö þessa frægu persónu í Jeckyl and Hyde Together Again. Þetta er ærslamynd. Dr. Jeckyl er helsti skurölæknir við sjúkrahús eitt. Hann tilkynnir að hann muni hætta skurðlækningum og snúa sér að tilraunastörfum. Þetta kemur sér afar illa fyrir eiganda sjúkrahússins sem einnig er tilvon- andi tengdafaðir dr. Jeckyl. Hann hefur nefnilega lofaö ríkasta manni heims, Hubert Hows, aö skipta um öll líffæri í honum og á dr. Jeckyl að sjá um aögeröina. Á tilraunastofu sinni tekur dr. Jeckyl óvart lyf sem hann er að gera tilraunir með og það er ekki að sökum að spyrja, hann breytist á augabragði í kynóðan, kókaínsjúkan brjálæðing sem kallar sig Hyde. Eftir nokkrar klukkustundir breytist læknirinn aftur í sitt rétta líkams- gervi. Hann er ákveðinn í að eyði- leggja efniö en getur ekki aö því gert að hann hafði nautn af öllu brjálæð- inu. Fer svo að lokum að mr. Hyde fær yfirhöndina. Það er mikið um alls konar ærsla- læti í myndinni en því miöur virka þau ekki á mann eins og ætlast var til og Mark Blankfield þarf að gera betur ef hann á aö komast í hóp þekktra gamanleikara. Vikan 2. tbl. 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.