Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 56

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 56
u Pósturinn Á Hækrakkar! Hœ, hœ, krakkar! Eigid þid plaköt med Wham!, Duran Duran eda Madonnu en langar meira ad eiga plaköt med ein- hverjum öðrum, til dtemis Nenu, Nick Kershaw eða Frankie Goes to Holly- wood? Skrifiðþá og spyrjið mig hvort ég eigi plaköt, til dœmis með Paul Young (ef ykkur langar til að eiga plaköt með honum) og efég á skal ég senda ykkur plaköt með honum og þið sendið mér jafnstórt plakat með Whaml, Duran Duran eða Madonnu. Þannig er það nú. Bless. Lilja Bjarklind Kjartansdóttir, Hvolsvegi 30, 860 Hvolsvelli. Fótbolta- klúbbar Þaö hefur nokkuð verið spurt um utanáskrift aðdáendaklúbba breskra fótboltaliða. Pósturinn er bláfátækur af þessu og biður lesendur að senda sér línu ef þeir eiga heimilisföng í fórum sínum. Snyrtifræðinámiö er nú mjög í deiglunni og breytingar í vænd- um. Þannig er að snyrtifræði telst nú vera löggild iðngrein og námið því iðnnám. Námiö mun því taka fjögur ár og vera bæði bóklegt og verklegt. Bóklegi hlutinn fer fram í f jölbrautaskól- um. Menntamálaráðuneytið á að geta gefið nánari upplýsingar um málið (sími 92-25000). Auglýsingateiknun er listnám og tekur fjögur ár. Nemendur þurfa að þreyta inntökupróf inn í Myndlista- og handíðaskólann. Ef þeir standast það tekur við tveggja ára almennt myndlist- arnám sem allir stunda en síðan tveggja ára sérnám í auglýs- ingateiknun. Atvinnumöguleikar í báðum þessum greinum eru allgóðir. Hvar fæ ég pekinghund? Kœri Póstur. Mér datt í hug að athuga hvort þú gœtir gefið mér upplýsingar í máli sem skiptir mig miklu. Eru pekinghundar á íslandi? Mig langar svo mikið í þannig hund og ef þeir eru til þá vildi ég gjarna vita hvert ég get snúið mér til að finnaþá. Langar að kynnast honum en hann er langt í burtu Kœri Póstur. Við erum hérna tvœr í miklum erfiðleikum. Þann- ig er mál með vexti að önnur okkar er mjög feimin og þorir ekki að tala við stráka. Hvað getur hún gert? Svo er það þannig að við erum báðar skotnar í strák á Eiðum, en við erum á Akranesi. Önnur okkar þekkir hann svolítið, en okkur langar báðar að kynnast honum. Hvað eigum við að gera? Nokkrar spurningar: 1. Hvað kemur poppblaðið Smellur út mörgum sinnum á ári? 2. Er ekki hœgt að stœkka Vikuna til að fleiri bréf komist að ? 3. Hvað er hœgt að gera til að bréfið verði örugglega birt? 4. Hvenœr var hljómsveitin Dire Straits stofnuð ? 5. Eigum við að senda bréf til eins stráks sem á heima hér ástaðnum? Snyrtifræði og auglýsinga- teiknun Hæ Póstur! Mig langar til þess að fá upplýsingar um snyrtinám og auglýsingateiknun (lengd náms, tekjur, at- vinnumöguleika og svo framvegis) og datt í hug hvortþú gœtir hjálpað. Asta. Með fyrirfram þökk. 71552 Pósturinn hafði samband við Hundaræktarfélag Islands og fékk þær upplýsingar að eitt- hvað væri til af peking- eða pek- ingesehundum hér á landi en sárafáir sem engir væru alveg hreinræktaðir og ekki vitað til þess að þeir hafi átt nein afkvæmi undanfarin ár. En þó er á skrá hjá ættbók hundavina- félagsins ein pekingesetík og upplýsingar um nafn hennar og eiganda ættu að fást hjá ættbók- inni, síma 99-1627. Takk fyrir birtinguna. Tvœr að austan. Sú ykkar sem feimin er við strákana verður að reyna að herða upp hugann og hrista það af sér. Hún verður að reyna að byggja upp sjálfstraust sitt, læra að meta persónuleika sinn, hæfi- leika, framkomu og útlit. Hún ætti að skoða sjálfa sig vel í spegli, lyfta höfðinu hátt og brosa. Þá verður henni ljóst að hún er ekki vitund verri en aðrir og hefur því ekki minnstu ástæðu til að skammast sín fyrir sjálfa sig og vera feimin. En auðvitað gerist þetta ekki í hvelli heldur smám saman. I 48. tbl. Vikunnar 1985 (með Ladda á for- síðunni) var ítarleg grein um feimni sem þið ættuð báðar að lesa. Hvernig væri að biðja strákinn á Eiðum að skrifast á við ykkur? Það er allra besta leiðin til að kynnast honum úr fjarlægð. Síðan kemur hann kannski ein- hvern tíma aftur heim í ykkar bæ og þá.... En þið eruð tvær, hann einn. Hvernig ætlið þið að skipta honum á milli ykkar? Pósturinn veit því miður ekk- ert um poppblaðið Smell en heldur að það hafi þegar komið út tvisvar eða þrisvar. Þið ættuð að kíkja í blaðið næst þegar þið sjáið það. Það getur verið aö það standi í blaðinu hve oft það á að koma út eða í það minnsta hver gefur það út og þá getið þiö bara hringt þangað og spurt. Það er þetta með Póstinn og plássið. Vikan verður tæplega stækkuð til að fá meira pláss fyrir Póstinn en hitt er annað mál hvort hægt er að fá meira pláss í blaðinu. En er þetta ekki bara alveg ágætt eins og það er? Það er ekkert pottþétt ráð til að fá bréf örugglega birt. Pósturinn reynir að taka sem flest mál fyrir og bréf sem Pósturinn heldur að geti komiö fleiri unglingum að gagni eru gjarnan birt, einnig bréf sem eru með aðkallandi vandamálum, skemmtileg bréf, óvenjuleg bréf og svo framvegis. Sem sagt eng- ar stífar reglur og allir eiga möguleika. Pósturinn hefur leitað dyrum og dyngjum að aðdáendaklúbbi Dire Straits en ekki fundið. Þið getið þó skrifað plötuútgáfunni: Dire Straits, c/o Warner Bros. Records, 3rd East 54th Street, New York, N.Y.10022 U.S.A. Ef einhver veit utanáskrift aðdáendaklúbbsins er hann vinsamlega beðinn að senda Póstinum línu. Skrifið þið stráksa bara ef þiö þorið ekki að hringja, sem er þó eðlilegast. 56 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.