Vikan


Vikan - 29.05.1986, Page 12

Vikan - 29.05.1986, Page 12
AUGLÝSINGAR Árlega er haldin sýning hér á íslandi á erlendum auglýsinga- kvikmyndum sem hafa þótt skara fram úr. Á sýninguna er boðið fólki sem starfar við fjöl- miðlun, auglýsingar og listir ýmiss konar. Auglýsingin, sem hlotið hafði æðstu verðlaun, var frá Pepsi og var einhvern veginn svona: Það er komið árið 2300 og nokkrir krakkar elta kennara sinn í fornleifafræði. Einn krakkinn er að drekka úr pepsi- dollu (sem merkilegt nokk hefur ekkert breyst). Kennarinn finn- ur rafmagnsgítar sem kominn er til ára sinna og útskýrir fyrir krökkunum hvernig hann hafi verið notaður til að framleiða ótrúlegan hávaða í fortíðinni. Einn krakkinn rekst á torkenni- legan hlut og spyr kennarann hvað þetta muni vera. Gamli fornleifafræðingurinn setur hlutinn 1 einhvers konar meðferð til að hreinsa hann og í ljós kem- ur að þetta er kókflaska. Enn spyr eitt barnanna: Hvað er þetta? Kennarinn svarar: Élg hef bara ekki minnstu hugmynd um það. Fjórtán tvö fyrir Pepsi. Skyldi Sigurður Sigurjónsson ekki geta fiindið eins og eina k veikj u að skemmtiatriði á sýningu margra smellinna auglýsingakvikmynda? Til vinstri við Sigurð má sjá Árna Ibsen. Hægra megin stendur Stefán Baldursson leikhús- stjóri. Sigurgeir Sigurjónsson Ijós- myndari. Helga Björnssyni leikara virðist þónokkuð niðri fyrir af handahreyfingunum að dæma. Tómas Jónsson auglýsinga- hönnuður var á sýningunni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.