Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 29.05.1986, Qupperneq 28

Vikan - 29.05.1986, Qupperneq 28
Múla, fæddist. Jón gamli í Múla átti einn son og þrjár dætur. Elst var Sólveig og hún var fyrsta kona á Islandi sem kosin var í bæjar- stjórn. Það var á Seyðisfirði, 1908. Áður hafði hún gifst Jóni Filippseyjakappa svokölluðum, en hann hafði barist með könum á Filippseyjum í frelsisstríðinu á móti Spánverjum. Jón hafði drepið nokkra eyjarskeggja og það þótti slík hetjudáð að hann hét eftir það Filippseyja- kappi hér á landi. Sólveig og hann fóru til Ameríku og ekki þótti nógu gott að heita Stef- ánsson þar í landi og elsti sonur Filippseyja- kappans var því skírður Jón Múli. Hann fórst ungur í slysi og þá var nafninu skellt á mig. Kanar kalla mig reyndar alltaf mister Mule - einkum Louis Armstrong og svoleiðis snill- ingar- og þeir hafa leyfi til þess þar sem nafnið er amerískt.“ - Hverjir eru uppáhaldsdjassistarnir þínir? „Þessari spurningu er ekki hægt að svara. Ég verð alltaf jafngáttaður þegar ég stend frammi fyrir þeim sem ég kalla fína, bæði ung- um og gömlum. Negrar eiga ekki margra kosta völ svo öll svarta músíktalentan í Bandaríkjunum fer út í djassmúsík - þeir hafa hingað til ekki verið ráðnir til að spila i sinfóníuhljómsveitum eða kammersveitum en þykja liðtækir í djassbönd- um. En það mun raskast með tímanum því samkvæmt mínum útreikningum þá eru ekki nema 150 ár þangað til Bandaríkjamenn verða allir orðnir negrar - „coloured“, því allir eru „coloured" sem hafa einhvern negrablóðdropa í æðum. Hér heima hefur margt skemmtilegt gerst í djassmúsík og á þeim slóðum á undanförnum árum og margt gott dægurlagið og dansinn hafa sungið sig inn í brjóst landsmanna. Sumum er það betur gefið en öðrum að búa til lög - til dæmis mönnum eins og Sigfúsi Halldórssyni, Magnúsi Eiríkssyni og Gunnari Þórðarsyni. Þetta eru strákar með sérgáfu á þessu sviði og þeir þurfa ekkert að hugsa, þetta bunar bara út úr þeim. Eyþór Gunnarsson er helvíti góður - hann er sonur Ragnheiðar svo ég þekki hann vel - hann hefur þessa sérgáfu lika. Ég veit reyndar ekki hvað þessi gáfa er. Mamma Ell- ingtons hélt því fram að þetta væri náðargáfa og guðsgjöf og sagði að strákurinn sinn væri „blessed". Mín kenning er sú - bara til að sleppa við frekari spekúlasjónir - að í upphafi, þegar Guð skapaði himin og jörð, hafi hann skapað allt hitt í leiðinni. Alla músík og allt sem við höfúm. Svo þegar hann er að velta fyrir sér hvað hann eigi að gera við þetta þá verða fyrir honum piltar eins og Schubert eða Prokoféff eða Fúsi Halldórs. Þarna er sniðugur strákur, best að láta hann hafa þetta, hugsar Guð - og þá fá þeir þessi lög sem eru vísast miklu meira virði en allt annað.“ ■ 28 VIKAN 22 TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.