Vikan


Vikan - 29.05.1986, Page 51

Vikan - 29.05.1986, Page 51
BROÐIR Elsku besti Póstur! Ég skrifa þér vegna þess að ég er í miklum vanda sem er alveg að gera mig vitlausa, en ég veit ekki hvað ég get gert svo mér datt í hug að skrifa og biðja um álit Póstsins. Ég á bróður sem er þremur árum eldri en ég. Mér hefur alltaf þótt vænt um hann og litið upp til hans en ég held að hann þoli mig ekki. Hann er alltaf að stríða mér og gera lítið úr mér, alltaf að tala um hvað ég sé vit- laus og finnst allt asnalegt sem ég geri, hvernig ég klæði mig, tónlistin sem ég held upp á og svo framvegis. Mér finnst þetta mjög óréttlátt, sérstaklega af því að mamma heldur alltaf með honum. Mamma þolir ekki suma vini mína og er alltaf að segja mér að ég eigi nú heldur að vera með þessari og þessari. Mér finnst eins og mamma og bróð- ir minn séu farin að leggja mig í einelti. Eitt sem mér sárnar alveg sérstaklega er að bróð- ir minn á vin sem er jafngamall honum og ég er svolítið hrifin af. Hann kemur oft heim og ég held að hann sé líka dálítið hrifinn af mér. En bróðir minn spillir öllu. Hann rek- ur mig alltaf út úr herberginu sínu eða stofunni ef við erum ein heima og strákar koma til hans. Hann talar alltaf við mig fyrir framan vini sína eins og ég sé smábarn. Ég veit eða held að bróður mínum sé samt ekki illa við mig. Hann er oft góður við mig og hjálpar mér að læra heima og svoleiðis - og getur verið ágætur ef við erum ein. Hann hefur samt alltaf strítt mér frá því að ég var lítil. En hvað á ég að gera til að láta hann hætta að koma alltaf fram við.mig eins og smábarn? Gefðu mér nú gott ráð, elsku Póst- ur. Systir. Stríðni og erjur á milli systkina er nokkuð sem flestir ef ekki allir þekkja í einhverri mynd. Þú ert nokkrum árum yngri en bróðir þinn og vera má að hann hafi alla tið fund- ið til smáafbrýðisemi gagnvart þér, eins og svo algengt er með börn. Bróðir þinn er að verða fullorðinn og vill fá að vera sjálfstæð- ur og i friði með sina vini. Honum finnst þú enn vera litla systir og getur þess vegna ekki tekið þig inn í sinn vinahóp. En stríðni hans og aðfinnslur benda til þess að hann sé ekki allt of öruggur með sig óg þó hann þykist ekkert vilja með þig hafa að sumu leyti þá vill hann ráða yfir þér og hafa áhrif á þig. Þú ert líka að öðlast meira sjálfstæði. velur þér vini og áhugamál upp á eigin spýt- ur. Það getur oft verið erfitt fyrir foreldrana að finna að börnin eru smátt og smátt að fjarlægjast þá og skapa sér sjálfstæðar skoð- anir, vilja og lífsmáta. Pósturinn er viss um að það er ekkert samsæri i gangi milli mömmu þinnar og bróður. Þau eru ekki al- veg búin að átta sig á þvi að litla stelpan þeirra er að verða stór og vill fá að ráða sér að einhverju leyti sjálf. Það er mjög mikil- vægt að foreldrar og eldri systkini virði þennan rétt og geri ekki litið úr þessu sjálf- stæðisbrölti því það getur haft mjög skaðleg og unynnyar musti a toreldra sina og taki skynsamlegum ráðleggingum þeirra. Þær eru byggðar á þroska og reynslu þeirra og umhyggju fyrir barninu. Þennan milliveg verða allir foreldra og börn og unglingar að reyna að feta ef komast á klakklaust i gegn- um unglingsárin erfiðu. Pósturinn ráðleggurþérað taka aðf/nnslur mömmu þinnar og bróður þíns ekki allt of a/varlega og láta þau finna að þetta séu þin- ar skoðanir, áhugamál, smekkur og svo framvegis. Hins vegar getur þú ekki búist við að bróðir þinn sé tilbúinn að taka þig umsvifalaust inn i vinahóp sinn. Hann verð- ur að ráða þvi. Þú skalt þvi ekkert vera að troða þér neitt. Verðu bara blátt áfram þegar hann og vinirnir eru annars vegar og forð- astu allan óhemjuskap og barnalæti. Smám saman ætti bróðir þinn að átta sig á því að þú ert ekki sama smábarnið og hann hefur haldið. Þá gætir þú orðið gjaldgeng í hópn- um og farið að spá í vininn. Þú gætir svo hugsanlega farið einhverja aðra leið að hon- um en gegnum bróðurþinn, en það er önnur saga. FLATLÚS Elsku Póstur! Mig langar að spyrja þig nokkurra spurn- inga. 1. Hvað erflatlús? 2. Hvernig lýsir hún sér? 3. Geturmaðurséðhana? 4. Hvert á að leita ef maður telur sig vera með flatlús? Elsku Póstur, viltu vera svo góður að birta þetta bréf. Bless. bless Ein í vanda. Flatlúsin ersmáóværa sem heldursig í hárum við kynfæri fólks. Hún ersjáanleg með berum augum ef vel ergáð og veldur kláða. Hafieinhvergrun um að hann sé með flatlús ætti hann að leita til heimilis- læknis eða á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar i Reykjavik. ALDURPÁFA- GAUKA Kæri Póstur! Ég á tvo páfagauka og mig langar til að spyrja þig hvort þú vitir hvað þeir geta orðið gamlir. Ég er búin að eiga þá í þrjú ár en ég fékk þá gefins þegar þeir voru ungar. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Páfagaukakerlingin. Samkvæmt upplýsingum Póstsins verða páfagaukar að meðaltali um IO-12ára. Þín- ir gaukar eru þvi enn á unglingsaldri og eiga lífið framundan. DEPECHE MODE Kæri Póstur! Við erum tveir Depeche Mode og Alpa- ville aðdáendur og viljum gjarnan fá að vita heimilisföng aðdáendaklúbba þessara hljómsveita. Ef þú gætir krafsað upp þessa aðdáendaklúbba fyrir okkur og fleiri þá væri það alveg æði. G & H. Póstinum tókst ekki að finna utanáskrift aðdáendaklúbbs hljómsveitarinnarAlpaville, en hér fáið þið heimilisfang Depeche Mode klúbbsins. Depeche Mode c/o Jo, 42 Hillway Billericay Essex England Það er rétt að geta þess. af þvi að það er oft spurt að því, að til þess að ganga i að- dáendaklúbb er best að byrja á því að skrifa og biðja um upplýsingar og senda með umslag með nafni sínu og alþjóðlegum svar- merkjum. Þau fást á pósthúsum og jafngi/da frimerkjum. Siðan er rétt að bíða eftir svari I nokkrar vikur, en efekkert gerist þá er bara að skrifa aftur. Þegar þið síðan sendið pen- inga til að ganga í k/úbbinn skuluð þið senda ávisun en alls ekki reiðufé. Ef Pósturinn rekst á Alpaville- klúbbinn skal hann umsvifalaust birta utanáskriftina. Eins mega hinir hjálpsömu lesendur, sem þekktir eru að þvi að bregðast skjótt við, senda inn línu efþeirluma á heimilisfanginu. ÞJALFARA- RÉTTINDI Kæri Póstur! Ég vona alveg innilega að þú birtir þetta bréf. Mér bráðliggur á svari því ég get ekki leitað neitt annað. Þá kemur spurningin: Hvar í veröldinni er hægt að fara á nám- skeið þar sem maður öðlast þjálfararéttindi? Ég veit að þetta er ekki hægt hér á landi. Með fyrirfram þökk. Ein að norðan. Það fylgir ekki sögunni hvaða íþróttagrein (Pósturinn getur sér þess til að þú eigir við þjálfararéttindi I íþróttagrein) þú ertað hugsa um. í sumum iþróttagreinum eru haldin námskeið hér fyrir þá sem vilja verða þjálfar- ar í sinni grein. Oftast eru þeir sem verða þjálfarar fyrrverandi keppnismenn í greininni en það er ekki algilt. Til þess að fá sem best- ar upplýsingar um hvernig þessu er háttað í þeirri grein sem þú ert með I huga skaltu hringja til skrifstofu iþróttasambands ís- lands, íþróttamiðstöðinni í Laugardat, en símanúmerin þar eru I simaskránni. H TBL VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.