Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.07.1986, Side 4

Vikan - 17.07.1986, Side 4
TEXTl OG MYNDIFt: SIGURÐUR HREIÐAR Bílaprófun Vikunnar: Menn eru ábúðarmiklir, vitrir á svipinn og alvöruþrungnir, þegar þeir eru komnir til fram- andi landa að skoða og prófa nýjar gerðir af bílum, gera sér far um að vera harðir naglar (eða neglur því stöku kvenmenn sjást innan um) og strax og fyrsta færi gefst er gefið harka- lega í - kannski svipt fyrir beygju með nauð- hemlun innan nokkurra metra - svo vælir í dekkjum og vélamar stynja. Því sá sem prófar bíla á að fínna bæði sterku hliðarnar og veiku punktana til að geta kveðið upp dóm sem ekki skeikar og frætt góðfúsa (og líka meinfúsa) les- endur um hvort viðkomandi bíll stendur fyrir sínu eður ei. Nú er aldarfjórðungur síðan ég byrjaði að prófa bíla fyrir blöð. Vissulega hafa komið hlé í þessa iðju og satt að segja er ég ekki sami dellukarlinn og þegar ég byrjaði. Þá vissi ég allt um alla bíla. Nú veit ég bara sumt um suma. Samt hef ég enn ótrúlega gaman af að aka bíl- um - alls konar bílum, stórum og smáum. Sumum bílafríkum kemur það mjög á óvart að ég fmn þeim öllum til ágætis nokkuð. Jafnvel fábrotnir bílar og frumstæðir eiga að vissu marki vin í mér - ég hef þá gaman af þeim fyr- ir það hve frumstæðir þeir eru og fábrotnir. Það er heldur ekki hægt að leggja einn mælikvarða á alla bíla. Þeir eru gerðir með mismunandi kröfur í huga og mismunandi þarf- ir. Einn er kannski aðeins gerður með það fyrir augum að koma ekli sínum og farþegum frá staðnum A til staðarins B. Annar er gerður til að gera það með sæmilegum þægindum og kannski hafa dálítið dót með líka. Sá þriðji gæti svo verið gerður til þess að inna þetta hlutverk af hendi með hámarks þægindum fyr- ir íseta sína, hámarks akstursöryggi og unaði fyrir ökumanninn. Og svo eru náttúrlega þeir sem eru einkum til þess gerðir að koma svo og svo mörgum tonnum af flutningi frá A til B. En alltaf er jafngaman að finna bíl með mikla og vel útfærða vélarorku, þægilega innréttingu og mikla aksturshæfni. Þetta gerðist nú í vor þegar mér gafst færi á að prófa Lancia Delta suður á Sardiníu. Og það var þetta tækifæri sem ég skírskotaði til hér í upphafi. Því það er satt að segja dálítið spaugilegt að sjá alla þessa kunnáttumenn búa sig undir bílaprófun, fámælta og fráneyga, sem allir reyna að líta svo út í augum hinna að þeir séu sá eini sem raun- verulega kunni til þessara verka. Á eftir hleypa menn í brýrnar og eru jafnfámæltir sem fyrr til þess að opna ekki leyndardóma alvisku sinnar fyrir hinum sem minna (allt niður í lít- ið) kunna fyrir sér. Ég ætla ekki að fara hér út í nákvæma tækni- lýsingu á Lancia Delta, bara að segja ykkur svolítið frá honum eins og hann kom neytand- anum fyrir sjónir. Enda er ég viss um að minn fráneygi alvarleiki í Sardiníusól var sem hjóm eitt hjá þeim sem stöðugasta reynslu hafa að baki og segja lesendum sínum með sannfæringu að megingalli á tilteknum bíl sé sá að stýris- stöngin liggi í 180 gráður í staðinn fyrir beint - eða eitthvað annað álíka. Nýtt kram í gömlu boddíi Lancia Delta er nýr framhjóladrifinn bíll í sjö ára gömlu boddíi. Þegar ég segi nýr meina ég að allt kramið í honum er nýtt. Boddíið á nýjum bíl er að sjálfsögðu nýtt líka (ég segi þetta bara til öryggis), þetta með sjö ára aldur- inn táknar það eitt að bílar með nákvæmlega þessu útliti hafa fengist í sjö ár. Þetta útlit er svo sem ekkert alveg spes, þokkalegt og gilt en vekur enga sérstaka athygli. En hönnunin er praktísk og hefur líkað vel. Og þeir Lancia- menn segja: Þetta er þrauthugsað og þrautreynt útlit sem selst vel. Af hverju ættum við að breyta því, aðeins breytinganna vegna, og standa svo uppi með bíl sem væri dýrari en hann þyrfti að vera? - Út af fyrir sig er þetta ágætis svar. Við prófuðum þrjár útfærslur af Deltunni, þær þrjár sem líklegastar eru til að verða sölu- bílar hér á íslandi, nú þegar Bílaborg er farin að flytja inn handa okkur Lanciabíla. Ódýrasta útfærslan var Lancia Delta GT i.e., bíll sem hér kemur til með að kosta eitthvað um 450 þúsund krónur. Næst í verðröðinni var L.D.HF túrbó, sem hér verður á ca 535 þúsund, og dýrust var L.D.HF 4WD, skruggukerra með sídrifi, sem hér kemur til með að kosta um 680 þúsund. Verðið, sem hér er nefnt, sýnist mér að sé vel samkeppnisfært við þá bíla sem helst má telja keppinauta Lancia Delta á íslenskum markaði. Sem fyrr segir eru þessir bílar allir eins í útliti. Þeir eru frekar í minni brúninni hvað stærðina snertir, tæpir fjórir metrar á lengd, allir með hlera að aftan og möguleika á að leggja aftursætin niður, að hálfu eða öllu. Fjór- ar hurðir hefur bíllinn þar fyrir utan og tekur fimm í sæti. Vel rúmt er um alla sem i honum sitja. Þó er ekki fjarska hátt undir loft fyrir þá sem sitja aftur í í GT i.e. eða 4WD. Áklæði var gott á dýrari gerðunum, rúskinnslíki (alc- antara) sem auðvelt er að þvo, með notalegu taui í milli. Hins vegar var það vont á GT i.e. 4 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.