Vikan


Vikan - 17.07.1986, Page 6

Vikan - 17.07.1986, Page 6
Sumarsnyrting Fatatískan í sumar er mjög fjölbreytt, mörgum litum blandað saman og allt leyfilegt. Það á einnig við um andlitsförðunina. Varalitir og maskarar fást í miklu litaúrvali, til dæmis grænir og bláir varalitir og gulir maskarar. Þó að allt sé leyfilegt er nauðsynlegt að nota snyrtivörurnar rétt. Til að leiðbeina okkur fengum við Kristínu Stefánsdóttur á snyrti- stofunni NN, Laugavegi 27. Þar fást snyrtivör- ur frá No Name og Star Gazer. Þessar vörur fást eingöngu á snyrtistofunni NN. Módelið er Valentína Björnsdóttir. Athugið að við skammstöfum No Name NN og Star Gazer SG. Áhöldin, sem notuð eru við snyrtinguna, eru, talið frá vinstri, snyrtipinnar, pappírsþurrkur, svampur og púðurkvasti fyrir meik, púður- bursti, kinnalitarbursti, augnháragreiða, augnstrikabursti, augnskuggabursti með hár- um og annar með svampi og síðast er varalitar- pensill. Augnskuggabursti með hárum dreifir litnum betur en sá með svampinum. Púður- kvastinn er fyrir laust púður. Áður en andlitið er farðað er húðin hreinsuð með andlitsvatni og gott rakakrem borið á. Biðið svolitla stund eftir að kremið er borið á svo að rakinn fari vel inn í húðina. Farði fer ekki illa með húðina ef hún er hreinsuð vel á eftir. I mörgum tilfellum verndar farðinn húð- ina, til dæmis gegn kulda. Baugahyljari hylur bauga, bólur, æðaslit og roða. Berið hann á ef þess þarf. Hér er notað Cover up nr. 1 en þrír misdökkir litir eru til. 6 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.