Vikan

Útgáva

Vikan - 17.07.1986, Síða 8

Vikan - 17.07.1986, Síða 8
Mótið varirnar með varalitarblýanti. Varalit- urinn rennur síður út ef blýanturinn er notaður. Blýanturinn er hafður dekkri en varaliturinn. Hér er notaður brúnn blýantur, Coffee frá NN. Appelsínugulur varalitur nr. 92 frá NN er bor- inn á með varalitarpensli til að fá jafna áferð. KVÖLDSNYRTING: Snyrtingin er að öllu leyti unnin eins og dag- snyrtingin en litirnir eru hafðir sterkari. I sumar eru margir litir notaðir í kringum aug- un, allt upp í fimm litir í einu. Ljós litur er settur í augnkrókinn, dökkur yst og millilitur á mitt augnalok. En hér notum við bara einn lit á allt augnalokið, mildan fjólubláan lit, Grape frá SG. Augnstrik eru komin í tísku aft- ur. Blautur litur til að gera þau fæst í mörgum litum, hér er notaður svartur. Notið pensil og dragið örmjóar línur sem breikka út. Það er vandasamt en æfingin skapar meistarann. Und- ir augað er settur rauðbleikur litur, sami litur og notaður er á kinnarnar. Inn í hvarmana er settur hvítur blýantur, það stækkar augun. Svartur maskari er settur á augnhárin og íjólu- blár maskari á augabrúnirnar. Kinnaliturinn og varaliturinn mega vera áberandi í kvöld- snyrtingunni. Kinnaliturinn er rauðbleikur eins og áður kom fram og á varirnar er notað- ur fjólublár blýantur, fjólublár varalitur nr. 24 og örlítið af blóðrauðum lit nr. 16. Báðir eru frá NN.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.