Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 16
Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Kristbjarnarsonar, Jó- hanns Ágústs Guðmundssonar, Leifs Bárðar- sonar, Ottars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við spurningum lesenda. Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf en utanáskriftin er: Læknisvitjun Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. Pósthólf 5380 125 Reykjavík. VORTUR SPURNING: Ég er 1 6 ára og búin að hafa vörtur á höndunum í eitt ár. Þrátt fyrir alls konar tilraunir til þess að ná þeim af hafa þær ekki farið ennþá. Hvað er hægt að gera í þessu? SVAR: Til eru ýmsar tegundir af vörtum og mun algengastar eru vörtur á fingrum og fótum sem orsakast af vírus. Virus þessi tekur sér ból- festu í efstu lögum húðarinnar. Eins og flestum er kunnugt eru til óteljandi aðferðir og húsráð til þess að ná af sér vörtum og eru sumir sannfærðir um ágæti þeirra. Má þar nefna ráð eins og að sleikja vörtuna á hverjum morgni, nudda hrárri kartöflu á vörtuna og svo framvegis. Ekki verður hér tekin afstaða til þessara góðu húsráða en rannsóknir hafa sýnt að 70% af vörtum hverfa sjálfkrafa innan 2ja ára frá því að þær mynduðust fyrst. MEÐFERÐ Til eru ýmsar læknisaðferðir til þess að ná af sér vörtum. Einfald- ast er að nota svonefnt vörtueitur sem borið er á vörtuna og oft nægir þessi meðferð. Ef þessi meðferð reynist ekki bera árangur er oft gripið til annarra aðferða. Áður fyrr voru vörtur oft skornar af eða brenndar. Nú þykir það óhentugt þar eð við það geta myndast ör sem þá geta valdið óþægindum það sem eftir er ævinnar. Á siðari árum hefur frysting á vörtum með fljótandi köfnunar- efni verið vinsæl aðferð, sérstak- lega i heimilislækningum. Margir heimilislæknar og húðlæknar hafa nú komið sér upp aðstöðu til þess að frysta vörtur á þennan hátt. Hér er um að ræða fljótandi vökva sem er -196 stig á C og lagður á vört- una og við það frystist hún og efsta lag húðarinnar drepst og vartan dettursiðan af eftir 2-3 vik- ur. Árangur af þessari meðferð er talinn nokkuð góður sé um vörtur á höndum að ræða og má þá bú- ast við að um 70% þeirra sem fá slíka meðferð hafi losnað við vört- ur innan eins mánaðar. ILVÖRTUR Vörtur á iljunum eru mun erfið- ari viðureignar þar eð vartan sjálf hefur oftast gengið inn í holdið og er rótin því2-5 mm inni í fætin - um. Frysting með köfnunarefni hefur gefið frekar slæman árangur i slíkum tilvikum og mælt er með vörtueitri eða líkþornaplástri til þess að losa upp hornlagið. Laus húð ersiðan skröpuð burtu. Þann- ig er haldið áfram i 2-4 vikur þar til rótin á vörtunni nálgast yfir- borðið en þá er hægt að beita sömu aðferð og að ofan getur sé þess þörf. Er þetta vont? Já. Við frystinguna myndast blaðra undir vörtunni, svipað og við bruna. Þessu fylg/r einhver sárs- auki en þess má geta að þetta er yfirleitt gert án deyfingar. Ágætt er að taka einhverjar verkjatöflur fyrir meðferðina eða á eftir. Þess má geta að frystar hafa verið í einni lotu 60 vörtur á hönd- um 8 ára gamals drengs án þess að hann kveinkaði sér. NJÁLGUR SPURNING: Sonur minn, 3ja ára, er á dag- heimili. Hann hefur einu sinni fengið njálg og mér hefur þrisvar sinnum verið tilkynnt að njálgur sé á dagheimilinu. Er óhætt að gefa krökkunum alltaf aftur og aftur þessi meðul? SVAR: Njálgur er lítill ormur, um 1-1 'A cm að lengd, hvítleitur á lit og að gildleika á við tvinnaspotta. Njálg- urinn lifir aðallega i neðri hluta þarmanna i mönnum og æviskeið hanserum 1-2 mánuðir. Kvendýr- ið verpir eggjum við endaþarms- opið og við það fær viðkomandi oftast kláða. Hér er þó aðallega um börn að ræða. Talið er að fjöldi fólks geti verið með njálg án þess að finna fyrir því. Eggin geta síðan geymst í nærfötum, sængurfatn- aði, handklæðum og öðrum fatnaði i margar vikur. Þegareggin koma siðan upp i sama einstakling eða einhvern annan berast þau niður meltingarveginn og verða að nýjum njálgsbörnum sem siðan byrja að fjölga sér á sama hátt. Viða I Evrópu eru um 80% barna alltaf með njálg. MEÐFERÐ Smit verður sérstaklega frá börnum og er því skiljanlegt að börn, sem eru á dagheimilum, séu oft með njálg. Oftast verður að meðhöndla alla fjölskylduna hjá því barni sem hefur njálg. Ef barn er á dagheimili, þar sem njálgur er alltaf að skjóta upp kollinum, gæti verið nauðsynlegt að með- höndla öll börnin sem eru á sömu deild en þó er ekki nauðsynlegt að meðhöndla foreldra einkenna- lausu barnanna. Þar eð minnst 2-8 vikur líða frá þvi að njálgseggið kemst upp i viðkomandi og þar til það fer að valda kláða og óþægindum við endaþarm getur þurft að með- höndla sum börn eða jafnvel fjölskyldur á mánaðar fresti i 2-4 skipti til þess að losna endanlega við þetta sníkjudýr. GREINING Öruggasta greiningin er að sjá orminn með berum augum. Einnig er hægt að leita eftir eggjum með því að setja límband við enda- þarminn og skoða siðan I smásjá. Margar mæður telja það vera ein- kenni um njálg þegar börn þeirra gnista tönnum. Þetta einkenni hefur þó sennilega ekkert með njálg að gera. 16 VI KAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.