Vikan - 17.07.1986, Page 18
ASTFANGIN [TVENNUM SKILNINGI
Rsett við Þóru Kristínu Johansen semballeikara
Tala við mig.. .um hvað? Ég hef ekki frá
neinu að segja. Það er Þóra Kristín Johansen
semballeikari sem hefur orðið þegar ég falast
eftir viðtali við hana.
Ég minni hana hæversklega á að ég þekki
hana að öðru en hún eigi erfítt með að tjá sig.
Þóra hlær hvellum hlátri eins og henni er svo
eiginlegt og segir: „Já, það er satt, ég hef löng-
um verið í vandræðum með munninn á mér.
En ég er þrælupptekin á morgun því börnin
mín eiga með mér morgundaginn. Komdu bara
eftir sjö, við getum spjallað yfir kínamat."
Kvöldið eftir erum við Valdís ljósmyndari
því mættar við dyr merktar no. 37 við Nova
Semblastraad og hringjum dyrabjöllunni. Að
innan heyrum við hávær orðaskipti á hollensku
og erum ekki í vafa um að við séum á réttum
stað. í því sviptir Þóra upp hurðinni og býður
okkur inn. „Ég var að koma börnunum í rúm-
ið, engin smáátök því þau eru enn æst eftir
daginn," segir hún. „Við erum búin að vera í
bænum í allan dag, tókum þátt í þessu hol-
lenska fyrirbrigði, „drottningardeginum“.
Börnin hreinsuðu geymsluna og seldu drasl
fyrir 69 gyllini niðri á Leitzerplan,“ heldur hún
áfram.
Við Valdís komum okkur fyrir í stofunni sem
tæplega er hægt að segja að líkist þessum hefð-
bundnu íslensku stofum. En við kunnum strax
vel við andrúmsloftið. í stofunni er aðeins stórt
furuborð ásamt stólum, sjónvarpsskermur og
listaverk eftir Sigurð Guðmundsson og aðra
viðurkennda listamenn í Hollandi. Að sjálf-
sögðu skipar „dýrgripurinn“ hennar Þóru,
sembalinn, verðugan sess í stofunni. Það sakar
heldur ekki að nefna að hinn sterki persónu-
leiki Þóru hefur líka notaleg áhrif.
„Hollendingar leggja ekki svo mikla áherslu
á húsbúnað og húsakynni," segir Þóra. „Hol-
lendingar kjósa að nota peningana sína til að
ferðast og njóta lífsins. fslendingar gætu mikið
lært af Hollendingum, þó ekki nema að vera
ekki eilíft að eltast við náungann í lífsgæða-
kapphlaupinu.“
Þóra heldur langa tölu um muninn á þessum
tveim þjóðum, sem þó eru kannski ekki svo
ólíkar þegar grannt er skoðað. Við hefðum trú-
lega getað talað um eyðslusemina í íslendingum
og aðhaldssemina í Hollendingum langt fram á
nótt en ég var komin til að forvitnast um mann-
eskjuna og listakonuna Þóru.
Þóra Kristín Johansen hefur búið í Hollandi
í 15 ár og er gift hollenskum myndlistarmanni,
Keer Van Gelder. Þau eiga tvö börn, frisi sex
ára og Hákon átta ára. Keer, eiginmaður Þóru,
rekur gallerí sem gengur prýðilega, að vísu
kvartar Þóra yfir ferðalögunum sem fylgja slík-
um rekstri en eigi að síður hafa þau komið sér
vel fyrir í Amsterdam. En hvað varð til að
Þóra settist að í Hollandi?
„Það er ósköp einfalt mál,“ segir hún, „ég
varð hreinlega ástfangin í tvennum skilningi,
ástfangin af manninum mínum og sembalnum.
Ég kom hingað eftir að ég útskrifaðist frá Tón-
listarskólanum heima og ætlunin var að dvelja
hér í eitt ár við framhaldsnám í píanóleik, en
á miðju tímabili í náminu kynntist ég sembaln-
um. Síðan hef ég varla snert píanó, að vísu
kenni ég átta stundir á viku en ég spila ekki á
píanó.“
Kostaði það ekki heilmikið viðbótamám að
skipta úm hljóðfæri?
„Jú, ég þurfti að byrja alveg upp á nýtt, þetta
eru svo ólík hljóðfæri, og í rauninni þurfti ég
að hefja sembalnámið eins og ég hefði aldrei
lært á píanó, það tók mig sex ár, þrjú ár í
Amsterdam og önnur þrjú í Groningen.“
Hvað tók við eftir allt þetta nám?
„Ég fór að kenna bæði á sembal og píanó
því það var einlægur ásetningur minn að halda
mig við kennslu en það hefur svo sannarlega
breyst því síðastliðin sex ár hef ég eingöngu
verið í að halda konserta."
Hvað varð þess valdandi að þú umsnerist?
„Skólinn, sem ég starfaði við eftir námið, er
ákaflega skemmtilegur. Skólastjórinn þar er
mikill áhugamaður um nútímatónlist, yndisleg-
ur og skemmtilegur maður. Hann hafði þá reglu
að kennararnir voru skyldaðir til að halda tvo
konserta á ári. Ég gat að sjálfsögðu ekki skor-
ast undan og það varð mér til happs að við
skólann starfaði gítarleikari, Wim Hoogwerf,
mjög fær maður. Hann var einmitt nýlega að
halda tónleika heima á vegum Musica Nova.
Hann hafði sem sagt samband við mig og spurði
hvort ég væri til í spila með sér Boccorini sem
er strengjaverk útfært fyrir sembal og gítar.
Jú, ég var til í það, var dauðfegin að þurfa
ekki að spila sóló. Þetta var því byrjunin á
konsertferli mínum.“
Hvað tók svo við?
„Við Wim héldum síðan áfram að spila sam-
an, héldum konserta hér í Amsterdam og í
framhaldi af því fóru okkur að berast boð um
að halda konserta í Frakklandi, Þýskalandi og
víðar. En það er erfitt að halda út með verk
sem eingöngu eru samin fyrir sembal og gítar.
Stöðugt þarf að leita að tónskáldum til að semja
því vanalega er samið sérstaklega fyrir ákveðin
hljóðfæri og jafnvel fyrir hljóðfæraleikarana
sem slíka.“
Leikur ykkar Wim stóð þó yfir í nokkur ár,
ekki satt?
„Jú, við spiluðum saman í tvö þrjú ár en eins
og ég nefndi áður er úr svo litlu að spila því
að það eru svo fáir kompónistar sem semja fyr-
ir sembal og gítar. Við vorum því komin í þrot
með kompónista en fundum einn sænskan sem
samdi fyrir okkur verk og þar bættist synt-
hesizer við. Þá kynntist ég synthesizer og finnst
æðislegt að hafa hann með. Lárus Grímsson
samdi svo verk fyrir okkur Wim, dásamlegt
verk, og þá festist endanlega í mér synthesizer-
bakterían.“
Hefur þú ekki spilað með fleirum en Wim?
„Jú, við Martin Vander Valk slaghörpuleik-
ari, einn sá færasti hér, tókum okkur saman
og höfum haldið nokkra tónleika. En það er
það sama með slaghörpuna og sembalinn, fáir
semja nútímatónlist fyrir þessi hljóðfæri.”
Hvað er Þóra Kristín Johansen að fást við
þessa dagana?
„Núna er ég að æfa og æfa öllum stundum,
yndislegt verk sem Lárus er að semja fyrir mig.
Þetta verk verður frumflutt á samnorrænni
listahátíð sem mér skilst að sé á vegum afmælis-
hátíðar Reykjavíkurborgar. Ég veit ekki mikið
um þetta annað en að mínir tónleikar verða
20. júlí, haldnir í stóru tjaldi á gamla Melavell-
inum. Ég ligg því hér á gólfinu með Jane Fonda
á snældu því ég verð að vera komin í gott líkam-
legt form í júlí. Verkið hans Lárusar er einleiks-
verk fyrir sembal og synthesizer, stórkostlegt
verk. Og ég er með synthesizer uppi á sembaln-
um, er ekki enn búin að finna bestu stellinguna,
hvort ég á að standa eða sitja, þó tekur þetta
ekki nema tólf mínútur í flutningi.“
Þóra heldur áfram að tala um hjartans
áhugamálið, sembalinn og nútímatónlist. En
nú tek ég af skarið og spyr hana hvað sé með
gömlu meistarana, hvort hún spili aldrei neitt
kassískt því af nógu sé að taka þar.
„Já, það er rétt, það hafa verið samin í gegn-
um aldirnar klassísk verk fyrir sembal en ég
ánetjaðist nútímatónlistinni svo snemma að
það hefur einfaldlega ekki komið til að ég spili
barokk. Hér í Hollandi eru hundruð sembal-
leikara sem spila barokk og gera það miklu
betur en ég. Ég er þó ekki að segja að ég hafi
ekki gaman af gamla, góða Bach og Cubori,
spila þá stundum mér til yndis og ánægju.“
Hvað með píanóið? Nú kennirðu á píanó.
„Já, já, ég kenni líka á sembal, peningarnir,
kona, maður verður að eiga fyrir brauði. Það
eru nú samt breytingar í vændum í sambandi
við kennsluna. Hollendingar eru með herferð
í gangi að leita uppi útlendinga sem vinna hér
ólöglega. Ég kenni við skóla á vegum hins opin-
bera og þar byrja þeir. í Hollandi má maður
kenna ef maður hefur próf frá hollenskum
skóla. Heima á íslandi útskrifaðist ég sem
píanókennari og það dugar þeim ekki. Til að
halda áfram að kenna á píanóið verð ég að
taka próf, alveg pínþungt sem mér dettur ekki
í hug að fara að taka, ég hef varla snert píanó
í fimmtán ár. Þannig er þetta eiginlega lán í
óláni því peninganna vegna hefði ég ekki hætt
en þarna fæ ég gott færi á að hætta píanó-
kennslunni án samviskubits."
Ertu endanlega sest að í Amsterdam eða eig-
um við von á að fá þig heim?
„Ég held að ekki komi til greina að flytjast
heim. Fjölskyldan er hollensk og ég finn heil-
mikinn Hollending í mér sjálfri, að minnsta
kosti er ég orðin hagsýn og það hlýtur að vera
hollenskt. En ég er ekki að leyna því að eftir
því sem árin líða finn ég alltaf meiri og sterk-
ari þörf fyrir að komast heim til íslands. Mér
finnst stundum að ég nái ekki andanum hér
og þá veit ég að ég verð að komast heim minnst
tvisvar á ári.“
Hvað er það sem þér finnst þú fá við að koma
heim?
„Stressið (þessu fylgir mikill og hár hlátur).
Nei, ég held að það séu fjölskyldutengslin sem
ég sakna. Hér í Hollandi er varla að börnin
þekki ömmu sina og afa, ég tala nú ekki um
föðursystkini. Mig langar líka að börnin mín
læri íslenskuna almennilega, það er ekki af því
ég hafi ekki lagt mig fram. Við Hákon, eldra
barnið mitt, töluðum alltaf íslensku fyrstu fimm
árin en eftir að hann fór að umgangast hol-
lensk börn og byrjaði í skólanum vildi hann
ekki tala meira við mig, svaraði mér ævinlega
á hollensku þó ég talaði til hans á íslensku.
Það endaði með því að hann sagðist ekkert
vilja tala þetta ,,asnalega“ mál og auðvitað
hafði það áhrif á írisi, hún skilur varla orð, en
Hákon skilur þó hann vilji ekki tala. Ég er að
hugsa um að leysa þetta málavandamál með
því að koma þeim í sveit eða sumarbúðir heima
á Islandi. Ekki er hægt að þvinga þau til að
tala íslensku."
Við erum farnar að geispa og Valdís búin
að mynda Þóru í bak og fyrir, erum því farnar
að hugsa um rúmin okkar. Þóra tekur það ekki
í mál, segir að við séum ekki á hverjum degi í
Amsterdam, hún hafi verið að spjalla við Lárus
Grímsson í síma rétt áðan og hann vilji endi-
lega fá okkur með út á lífið. Það varð því úr
að við gengum út í heita nóttina, ekki hægt
að fá leigubíl. Þóra stjórnaði ferðinni og við
höfum ekki fleiri orð um það.