Vikan - 17.07.1986, Qupperneq 20
UMSJÚN: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
E L D H Ú S
Á
SUMARDAGAR
ERU
SALATDAGAR..
MATARMIKIÐ SALAT SEM AÐALMÁLTÍÐ
'á haus ísbergsalat, bitað
'A agúrka, niðursneidd
4 tómatar, í bátum
1 lítil paprika, gul
1 lítil paprika, rauð
3 stönglar sellerí, bitaðir
50 g ostur, skorinn í teninga
2 egg, harðsoðin og skorin í báta
4 sneiðar álegg (bragðmikið)
4 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga
1 geiri hvítlaukur, smátt saxaður
fleira grænmeti má bæta við, svo sem nýjum sveppum,
blómkáli, hreðkum og fleira
Salati, agúrku, helmingi tómatanna, parikum og sell-
eríi er blandað saman í stórri skál. Þar ofan á er raðað
ostinum, eggjabátum, áleggi og tómatbátum. Brauð-
teningunum stráð yfir. Salatið borðað eitt sér eða með
grófu brauði.
SALATSÓSA
1 bolli sykur
1 tsk. sellerísalt
2 geirar hvítlaukur, saxaðir eða
'/« tsk. hvítlauksduft
'á bolli sítrónusafi
'á bolli edik
20 VI KAN 29. TBL
Öllu blandað saman og hellt yfir salatið.
KRYDDAÐIR BRAUÐTENINGAR
Skorpan skorin utan af brauðsneiðunum og þær skorn-
ar í teninga.
2 msk. af matarolíu hitaðar á pönnu. Smátt saxaður
hvítlaukurinn settur á pönnuna ásamt brauðteningun-
um og brúnað þar til brauðið er ljósbrúnt. Brauðið
tekið af pönnunni og feitin látin síga af teningunum
á pappír.
ÁVAXTASALAT MEÐ OSTASÓSU
2 stórar appelsínur, hlutaðar í báta
2 stórir bananar, sneiddir
2 epli, bituð
fleiri ávextir ef vill
OSTASÓSA
2 litlar öskjur af ananasrjómaosti
'á dós kurlaður ananas
1-2 msk. mjólk eða rjómi
Öllu blandað vel saman. Ávöxtunum og sósunni er
blandað saman í skál. Skreytt með ristuðum möndlum
og kókosmjöli. Þetta er mjög ferskt og svalandi salat
á hlýjum sumardegi.