Vikan - 17.07.1986, Blaðsíða 22
V I D
MYND VIKUNNAR
Klassískur
þriller
★ ★ ★ ★
Maðurinn sem vissi of mikið
(The Man Who Knew Too Much).
Leikstjóri: Alfred Hitchcock.
Aðalleikarar: James Stewart og Doris Day.
Sýningartími: 115 mín.
Þótt Maðurinn sem vissi of mikið sé ekki
meðal allra frægustu mynda hryllingsmeistar-
ans Alfreds Hitchcock er hún samt meistara-
verk á sviði sakamálamynda og hefur lítið
tapað gildi sínu á þeim þrjátíu árum sem liðin
eru frá því hún var gerð.
A þessum árum var James Stewart sá leikari
sem Hitchcock notaði oftast og í þeim fjórum
myndum, sem Laugarásbíó hefur gefið út af
eldri myndum Hitchcocks, leikur hann aðal-
hlutverkið. í Maðurinn sem vissi of mikið leikur
hann lækni sem er á ferðalagi í Marokkó ásamt
konu sinni og syni.
Af tilviljun hittir hann franskan mann sem
eiginkonan telur strax grunsamlegan. Takast
kynni með þeim og það leiðir svo til kynna við
eldri hjón sem eru einnig á ferðalagi. Leikurinn
fer að æsast þegar þau verða vitni að því er
Fransmaðurinn er drepinn.
Læknirinn fer á lögreglustöðina en drengur-
inn er skilinn eftir hjá eldri hjónunum. Þegar
svo á hótelið er komið komast þau að því að
drengnum hefur verið rænt, bersýnilega af
hjónunum sem þau stofnuðu til kunningsskap-
ar við.
Þau geta ekki gert sér grein fyrir af hverju
drengnum þeirra var rænt. Samt halda þau til
London en líkur eru taldar á að hann sé þar í
haldi. Læknirinn neitar aðstoð lögreglunnar
og vill frekar sjálfur fara eftir upplýsingum sem
hann hefur undir höndum. Upplýsingarnar
leiða hann á slóð hjónanna er hafa barn hans
í haldi. Hefst nú langt og æsispennandi lokaat-
riði sem fer að mestu fram í Albert Hall...
Maðurinn sem vissi of mikið er gott dæmi
um fáguð og vönduð vinnubrögð meistara Hitc-
hcocks. Smáatriðin fá að njóta sín vel og
spennan, sem er í fyrstu í lágmarki, magnast
smám saman þangað til hún nær hámarki í
atriðinu í Albert Hall sem er frábærlega vel
gert og heillandi.
James Stewart er traustur að vanda. Doris
Day leikur sjálfsagt hér sitt besta hlutverk og
það skiptir máli fyrir myndina að hún er ágæt
söngkona. Maðurinn sem vissi of mikið er
mynd sem óhætt er að mæla með fyrir alla sem
vilja sjá góðar sakamálamyndir.
uEssential
IllTCHCOCK
THE MAN WHO
KNEW TOO MUCH
A little knowlcdge is a
dangerous thing.
/SLE/VSKUfí TEXTI
csc
LEYNIFARMURINN
(SKY PIRATES)
★ ★
Leikstjóri: Colin Eggleston.
Aðalleikarar: John Hargreaves, Meredith
Phillips og Max Phipps.
Sýningartími: 96 mín.
BEVERLY HILLS
CONNECTION
★
Leikstjóri: Corey Allen.
Aðalleikarar: James Brolin, Amanda Rider og
David Hemmings.
Sýningartími: 91 mín.
Leynifarmurinn er um Harris flugforingja
s_em er nokkurs konar Indiana Jones þeirra
Ástralíumanna. Og það má hafa nokkurt gaman
af svaðilförum Harris. Gallinn er bara sá að
við gerð allra tæknibrellna hefur söguþráður-
inn orðið útundan svo úr verður samsuða sem
erfitt er að fá botn í.
Myndin gerist við lok síðari heimsstyrjaldar-
innar. Harris er að flytja farm sem hann veit
ekki að er stórhættulegur mönnum. Er hér
ekki um jarðneskan farm að ræða heldur óbeisl-
aðan kraft frá öðrum heimi í formi steinplötu
einnar. Platan er brotin og trúin er að sá sem
finnur hinn helminginn muni um síðir stjórna
heiminum. Það eru því nokkrir þrjótar sem
ræna plötunni og fara með hana til Páskaeyja
en þar mun hinn helmingurinn vera...
Það er mikill hraði í myndinni og nokkur
atriði ágætlega gerð en í heild er hún nokkuð
langt frá fyrirmyndinni.
Það ættu allir að vera farnir að þekkja Jam-
es Brolin, hann leikur aðalhlutverkið i Hótel,
hótelstjórann sem aldrei breytir um svip. Hér
leikur hann lögregluþjón í Beverly Hills. Sá fær
það verkefni að fylgja og leiðbeina öðrum lög-
regluþjóni sem er ung stúlka, komin til
Hollywood til að rannsaka morð á vinkonu
sinni. Lögreglukonan, sem heldur i sakleysi
sínu að vinkonan hafi lifað heiðarlegu lífi,
kemst fljótt á aðra skoðun. Þau skötuhjúin
lenda í ýmsum ævintýrum áður en botn fæst í
morðmálið. Þar fer saman hinn klassíski elt-
ingaleikur, byssubardagi og fleira sem einkenn-
ir slíkar myndir.
Beverly Hills Connection er í þynnra lagi.
Allt sem hér sést hefur verið gert margoft áður
og tónlistarhöfundurinn hefur greinilega hlust-
að oft á tónlistina úr Beverly Hills Cop. Beverly
Hills Connection er sæmileg afþreying en ekk-
ert meir.
22 VIKAN 29. TBL