Vikan


Vikan - 17.07.1986, Page 27

Vikan - 17.07.1986, Page 27
Hornsteinn að Herkastalanum var lagður 11. maí 1916. Á leið frá útisamkomu árið 1945. tekið að sér hjúkrunarstörf á heimilum þar sem öll fjölskyldan lá kannski í farsótt eins og taugaveiki, þegar læknar og hjúkrunarkonur höfðu reynst ófáanleg til að koma þar nærri. Einnig stóð herinn fyrir matarútbýtingum á ísafirði þegar illt var í ári, eins og til dæmis frostaveturinn mikla 1918. Þá saumuðu herkon- ur föt á bágstadda, gjarnan upp úr gömlum flíkum. Börnum og unglingum stóð til boða félagsskapur þar sem fram fór tungumála- kennsla, kennsla í hannyrðum, söng og æfíngar í hljóðfæraslætti. ÁHRIF Á TÓNLISTARLÍFIÐ Hefur Hjálpræðisherinn án efa haft áhrif á tónlistarlíf í landinu enda erfitt að ímynda sér að hljóðfærin, sem hann kom með, hafi verið algeng hér um síðustu aldamót. Mun til dæmis Sigvaldi Kaldalóns hafa stigið sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni hjá hernum, þó svo hann hafi aldrei gerst félagi. Móðir hans, frú Sess- elja Sigvaldadóttir, var hins vegar hermanna- leiðtogi og einhverju sinni, er Sigvaldi spilaði á samkomu, heyrði hann gauragang úti við dyr og voru þá óróaseggir á góðri leið með að slá móður hans niður þar sem hún var við dyra- vörslu. Það var reyndar ekki óalgengt að herinn yrði fyrir aðkasti á fyrstu árunum hér. Einhvern tíma var herkonu á Akureyri stungið í poka og átti að fara með hana niður í flæðar- mál. Einnig kom íyrir að reynt var að trufla samkomur, rúður brotnar og öryggin tekin úr sambandi þannig að kveikja varð á kertum og syngja í hálfgerðu myrkri. Þá hafa líka ýmsir 29. TBL VIKAN 27' L

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.