Vikan - 17.07.1986, Page 38
TEXTI: HÓLMFRÍÐOfí BENEDIKTSDÓTTIR MYNDIR: VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
m r
í sumar fara margir krakkar, sem
búa í bænum, í sveit þar sem þeir
dvelja langan eða skamman tíma.
Við hittum einn strák í sumarbústað
í Laugardalnum. Strákurinn heitir
Benedikt, kallaður Benni, og er
bráðum 7 ára gamall. Við spurðum
Benna hvað hann hefði fyrir stafni
í sumarbústaðnum. „Ég er að reyta
lúpínu fyrir hann afa minn.“ „Af
hverju ertu að reyta túpínuna?“ „Af
því hún kæfir hin blómin.“ „Ertu
mjög duglegur að vinna?“ „Ekki allt-
af, bara stundum. Stundum geri ég
þetta í rólegheitum og stundum eins
hratt og ég get.“ „En hvað er það
skemmtilegasta sem þú gerir?“ „Að
spila Olsen Ólsen og norska vist við
ömmu mína og að spila fótbolta.“
„Ferðu stundum eitthvað í burtu
héðan?“ „Já, ég fór áðan í Hvera-
gerði og var svolítið lengi. Ég spilaði
í spilakössunum en fór ekki í Tívolí.
Ég hef farið einu sinni í Tívolí en
það var ekkert rosalega skemmti-
legt.“ „Af hverju var ekki skemmti-
legt?“ „Maður var bara skíthræddur
í kolkrabbanum og svo fór ég í flug-
vél og það var ágætt. En ég fékk
mikið af gotteríi." „Borðar þú mikið
gotterí?“ „Stundum, núna borða ég
bara gotterí á laugardögum. Þá er
sælgætisveisla á kvöldin, það er mest
gaman að borða gott á kvöldin."
„Hvað kom fyrir þig áðan, þú varst
allur blautur?" „Ég datt í lækinn,
ég var á gúmmíbát að sigla og bátur-
inn snerist bara á hvolf. Ég dett
stundum ofan í, svona átta sinnum,
en þetta er ekkert djúpt, nær svolítið
meira en upp á hné.“ Lækurinn, sem
Benni datt ofan í, rennur í gegnum
sumarbústaðarlóðina. Við báðum
Benna að lýsa umhverfinu fyrir okk-
38 VIKAN 29. TBL