Vikan


Vikan - 17.07.1986, Page 45

Vikan - 17.07.1986, Page 45
/ Fólki hættir stundum til að dæma fyrirfram, það gerði ég þegar ég heyrði fyrst minnst á Svarthvítan draum. En stuttu seinna sannaðist fyrir mér hve rangt það er að dæma eitthvað áður en maður hefur kynnst því. Það var á tón- leikum Einstiirzende Neubauten, þar sem Svarthvítur draumur var upphitunarband. Tón- listin var hrá og skemmtileg en minnti helst til mikið á Birthday Party. Sviðsframkoman var lifandi og kveiktu þeir í fólkinu og fyrir mitt leyti gat ég ekki með góðu móti staðið kyrr. Eg setti mig í samband við strákana í Svart- hvítum draumi og demdi yfir þá spurningum. Svarthvítan draum skipa þeir Gunnar Hjálmars- son, bassi og rödd, Steini Birgisson, gítar, og Biggi Baldursson er trommarinn. Hljómsveitin hefur starfað síðan '82 undir þessu nafni, með lítilsháttar trommaraskiptum. Strákarnir hafa spilað samhliða skólanum en þeir voru að næla sér í stúdentshúfu. Þið gáfuð út plötu fyrir stuttu, Bensínskrímsl- ið öskrar. Hvernig hefur gengið að selja hana? Platan kom út í febrúar og hefur gengið svona eins og við bjuggumst við, ekkert of vel. En við gefumst ekkert upp. Það má vel vera að við gerum fleiri plötur, töpurn peningum. Getið þið skilgreint tónlistina sem þið spiiið? Tónlistin okkar krefst þess að gera eitthvað við hana, hreyfa sig en ekki liggja bara á bakinu og pæla. Hins vegar reynum við að spila margs konar tónlist, ekki bara eitthvað „one way“. Það er samt erfitt að skilgreina tónlistina eitt- hvað betur. Við viljum ekki útjöskuð nöfn eins og „new wave“ eða „rock“. - Nú fannst mér tónlistin greinilegt pönk. Ja, við vorum að vaxa úr grasi þegar pönk- bylgjan skall á. Við erum eiginlega mjög heppnir að hafa ekki fæðst seinna, þá værum við að hlusta á rusl eins og U2 og þess háttar. Ein spurning sem ég held mikið upp á, ís- lenskir áheyrendur? Við höfum spilað oft opinberlega og áheyr- endur eru svona upp og ofan. Maður lendir í tvenns konar „situation“, annaðhvort er fólkið dautt eða brjálað. Tíska? Við erum náttúrlega ekki tískufrík. Fólk er ekki föt. Hvernig er að vera hljómsveit á íslandi í dag? Við erum listamenn almennt. En við erum hundleiðir á þessum Islandshroka - Eurovision og handbolti og hálf þjóðin liggur fyrir framan sjónvarpið og runkar sér, ísland, Island. Þjóð- ernismúgsefj unarhroki! Pólitískt band? Við viljum ekki móta neinn en getum tekið undir það sem Fræbbblarnir sögðu í sjónvarpi árið ’79 að 99% íslensku þjóðarinnar væru fávit- ar. Að lokum... .. .viljum við benda fólki á plötuna okkar, það er ekkert of seint að næla sér í eintak. Svo erum við með sérstök skilaboð til ungs fólks: HENDIÐ VÍDEÓTÆKJUNUM OG FARIÐ AÐ SPILA ROKK. 29. TBL VIKAN 45 L

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.