Vikan

Útgáva

Vikan - 17.07.1986, Síða 52

Vikan - 17.07.1986, Síða 52
RÁÐGÁTAN UM MORÐIN Það var vordagur árið 1984. Leiðindadagur vegna öskugrárra skýjanna sem þöktu himininn og gerðu það að verkum að haust- blser var yfir þessum laugardegi í marsmánuði. Vindsveipir feyktu trjákrónunum til svo að engu var líkara en að þær væru í taktföst- um dansi. Regndropamir féllu óreglulega til jarðar, en hellirign- ing gat skollið á þá og þegar. Maður með regnhlíf í annarri hendi gekk hægum skrefum eftir fáfömum veginum í Bormerange í Luxemburg og virtist annars hugar. Klukkan var að nálgast fjögur þegar sólargeislarnir bmtust fram úr dökkum skýjabólstrunum og veittu birtu og yl yfir sveitina. Meðfram veginum var skógur og autt svæði myndaðist á milli hans og vegarins. Við þessa skyndilegu birtu tók maðurinn eftir ólögu- legri hrúgu, dökkri að lit, á auða svæðinu. Hrúga þessi líktist lauf- bing eða msli sem vindurinn hafði feykt saman. Maðurinn gat ekki greint það rétt vel vegna fjarlægðarinnar, en hann hafði ekkert annað að gera en að leggja lykkju á leið sína og athuga málið. Hann greikkaði sporið og skömmu seinna varð hann sem lamaður af skelfingu og viðbjóði. Það sem honum hafði sýnst vera laufhrúga reyndist vera manns- líkami, hálfbrunninn mannslík- ami og sneri andlitið upp. Vesalings maðurinn flýtti sér burt og hljóp eins hratt og fætumir gátu borið hann. Hann hljóp án þess að líta við og var svo ótta- sleginn að það var engu líkara en glæpamaðurinn, sem framið hafði þetta voðaverk, væri á hæl- unum á honum. Lögreglan í Bormerange fékk enga vísbendingu um hver sá myrti var þótt líkamsleifamar væru rannsakaðar. Bensíni hafði verið hellt yfir líkið og kveikt í og því var það óþekkjanlegt. Þrátt fyrir það komst lögreglan að raun um að hér var um mjög imga stúlku að ræða, jafnvel inn- an við tvítugt. Hún hafði verið lágvaxin og dökkhærð. Einnig fékkst staðfest að hún hafði verið klædd rauðum flauelsbuxum, rauðum skyrtubol með ljósum röndum, ljósgráum jakka og slét botna skóm. Goerens lögreglufulltrúi, sem hafði með mál þetta að gera, lét umsvifalaust birta allar stað- j reyndir um þennan hrollvekjancfi fund í blöðunum. Bormerange er.j mjög nálægt landamærum Frakk- lands og dagblaðið Républicaini» Lorrain í Moselle, sem er bær í |j| Frakklandi, skýrði einnig frá |9 málinu. m Morguninn sem dagblöðin I birtu frásögnina kom lítill og grannur maður inn á lögreglu- stöðina í Moselle. „Ég var um líkfundinn í Luxemburg. Ég óttast að þarna kunni að vera um dóttur mína að ræða. ísabella hvarf á föstudagskvöldið. Klæðn- aðurinn kemur heim og saman við þann sem dóttir mín klæddist þennan dag.“ Lögreglan þekkti Ives Airault. Hann bjó nærri lögreglustöðinni, á númer 12 við Cité Jardin, og oftar en einu sinni höfðu þeir rabbað saman, lögreglumennirnir og Ives Airault. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var rétt hjá Ives Airault. Líkaminn, sem hafði verið brenndur við skógarjaðarinn í Bormerange, hafði nú fengið nafn, en leyndardómurinn hvíldi þó enn yfir málinu. Hvað hafði orðið þess valdandi að lífi átján ára stúlku lauk á svo hörmulegan hátt? Eftir því sem rannsókn málsins hélt áfram virtust möguleikarnir á að upplýsa morðið og ástæður þess minnka. Ekki hafði verið um rán að ræða því skammt frá líkinu hafði fundist silfurkeðja með krossi sem ísabella Airault hafði borið um hálsinn. Henni hafði heldur ekki verið nauðgað. Hver gat þá ástæðan fyrir morðinu ver- ið? Með því að finna ástæðuna var opnuð leið til að finna glæpa- manninn. Það hlaut eitthvað dularfullt eða óeðlilegt að hafa komið fyrir stúlkuna á hennar stuttu ævi, eitthvað sem var vandlega dulið en gæti svipt hul- unni af þessari ráðgátu, fengist það upplýst. Æska Isabellu hafði verið frið- 52 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.