Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.07.1986, Side 53

Vikan - 17.07.1986, Side 53
SAKAMÁL söm, ánægjuleg, án erfiðleika og mjög áþekk æsku annarra lítilla stúlkna í hennar byggðarlagi. í skólanum stóð hún sig vel í með- allagi. Eftir að hafa lokið skyldu- námi valdi hún sér skóla þar sem kennd var heimilisfræði, matar- tilbúningur og saumaskapur. Og þegar tillit var tekið til áhuga- mála hennar kom í ljós að hún var ósköp venjuleg stúlka sem unni heimili sínu og íjölskyldu. Hún var geðgóð og brosmild, hafði unun af tónlist og naut þess að fara út að dansa öðru hverju. Vinahópurinn var traustur og ásamt honum fór hún á diskótek og aðra skemmtistaði. Svo átti hún kærasta, eða að minnsta kosti mjög góðan vin, sem var á sama aldri og hún. Fjölskylda hennar bjó við Cité Jardin, eins og fyrr segir, í þægi- legu raðhúsi. Systkinin voru þrjú og hún var í miðið. Allt var eðli- legt. Stundum kastaðist í kekki á milli systkinanna, eins og gengur, en þeim þótti samt vænt hverju um annað og voru góðir vinir. Þar til þessi hræðilegi atburður gerðist hafði heimili þeirra verið eins og flest önnur góðborgaraheimili. Hinn 23. mars, daginn sem ísa- bella hvarf, leið morguninn án þess að nokkuð sérstakt bæri til tíðinda. Síminn var bilaður og um áttaleytið um kvöldið, þegar kvöldverði var nýlokið, stóð Isa- bella skyndilega á fætur, eins og hún hefði munað eftir einhverju, og sagði: „Ég verð að hringja í vinkonu mína, ég fer bara út í símaklefa. Kem strax aftur.“ Tíminn leið án þess að ísabella léti sjá sig, en til að byrja með þótti foreldrum hennar það ekk- ert undarlegt. Kannski hafði hún heimsótt einhverja vinkonu sína og gist hjá henni eins og stundum hafði komið fyrir. Að vísu var ísabella vön að hringja og láta vita um sig en nú var síminn bil- aður svo... Það var ekki fyrr en næsta dag að þau gerðust áhyggjufull því ekkert hafði heyrst frá ísabellu og það var ekki eðlilegt. Sunnu- dagurinn leið án tíðinda frá henni. Það var ekki fyrr en með fréttunum í mánudagsblaðinu að hinn hræðilegi sannleikur kom í Ijós. Frá þeirri stundu varð dauði ísabellu að ráðgátu. Hún hafði ekki neytt eiturlyfja, hún drakk ekki, var ekki í slæmum félags- skap, betlaði sér ekki far með ókunnugum né gaf sig á tal við þá - hvemig í ósköpunum hafði þá stúlka eins og hún orðið fórn- arlamb svo hörmulegra örlaga? Tíminn leið og nafn ísabellu var á góðri leið með að hverfa í gleymskunnar dá eins og nöfn annarra ungra stúlkna sem létu lífið undir svipuðum kringum- stæðum. En því miður var hvarfið og morðið á ísabellu ekkert eins- dæmi. Hinn 19. mars 1982 höfðu fund- ist mannabein og skartgripir innan um mnnagróður í Moselle, heimabæ Airault fjölskyldunnar. Þær líkamsleifar vom af stúlku nokkurri sem enn var í skóla og hét Catherine Witwicky. Hún hafði horfið sporlaust sumarið áður. Það var 19. ágúst 1983 sem lík Silviu Gambalonga, sautján ára gamallar stúlku, fannst á maísakri. Hún hafði verið kyrkt. Það var vissulega hægt að finna sameiginleg einkenni með þessum þremur morðum. Allar bjuggu þær á svipuðum slóðum, þær vom álíka háar, aldurinn næstum því hinn sami og líkamsbyggingin mjög lík: grannar, dökkar, hár- prúðar og með ennistopp. Ef til vill var hér um tilviljanir að ræða en lögreglan áleit að hér væri að verki maður, truflaður á geði, sem teldi sig sífellt vera að myrða sömu konuna. Á bak við þessi villimannslegu morð, sem virtust framin algjörlega að til- efnislausu, lá kannski átakanleg ástarsaga þar sem vonleysið brenglaði hugsun þess sem ekki fékk ást sína endurgoldna eða þrám sínum fullnægt. Vel mátti hugsa sér að ofbeldismaðurinn fengi útrás fyrir sjúkar tilfinning- ar sínar með því að myrða og limlesta saklausar, ungar stúlkur sem hann jafnvel þekkti ekki og áttu enga sök á biturleikanum sem nagaði hjarta hans. Auðvitað eru þetta getgátur en líklegar þó. Mannshugurinn er nefmlega stundum stærsta ráð- gátan. 29. TBL VIKAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.