Vikan

Útgáva

Vikan - 17.07.1986, Síða 56

Vikan - 17.07.1986, Síða 56
VIKAN STJÖRNUSPÁ SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 17.-23. JÚLÍ HRÚTURINN 21. mars -20. apríl Hlauptu ekki úr einu í annað ef þig langar að láta eitthvað sjást eftir þig. Hikaðu ekki við að hafna því sem þig langar ekki til að gera og láttu aðra ekki ráðstafa þér að þér forspurðum. Vanræktu samt ekki kunningjana, með þeim geturðu átt góðar stundir sem lengi verða í minnum hafðar. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Ekki skortir hugmyndaflugið, ann- að er að hrinda áformunum í framkvæmd. Þú skalt vera við því búinn að ýmsir reyni að leggja stein í götu þína en áður en þú lætur úrtölur hafa áhrif á þig skaltu íhuga hvort þær kunni að vera sprottnar af einskærri öfund. Varastu að eyða um efni fram. LJÓNIÐ 24. júlí-24. ágúst Það verður allt á ferð og flugi í kringum þig og ýmislegt skemmti- legt kemur upp á. Þótt fyrirætlanir þínar fari forgörðum er vel þess virði að fórna einhverju til að taka þátt í ýmsu af þessu. Athugaðu hvort þú getur ekki liðsinnt öldruð- um ættingja þínum sem ekki biður um aðstoð. VOGIN 24.-23. okt. Það standa á þér öll spjót og til þess að ná áttum verðurðu að gera upp við þig hvað þú vilt í raun og veru sjálfur. Það er ófært að hlaupa til í hvert sinn sem einhver kallar og þú gerir meira gagn ef þú tekur ákveðna afstöðu í stað þess að vaða úr einu í annað án þess að ljúka nokkru. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Allt gengur að óskum í máli sem lengi hefur verið að bögglast fyrir þér og þú sérð að þú hefur miklað fyrir þér. Nú áttu sannarlega skilið að slaka á, njóta lífsins og sletta úr klaufunum eins og þér er lagið. Þú átt ánægjulegt tímabil í vændum og ættir að einbeita þér að því að njóta þess. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Þér vinnst vel ef þú lætur ekki sí- fellt trufla þig með smámUnum. Nú er tilvalið fyrir þig að bregða undir þig betri fætinum og fara í ferðalag. Hvernig væri að hóa saman mann- skap og skreppa í útilegu, þó ekki væri nema um helgina? Þú hefur nefnilega vanrækt vini þína upp á síðkastið. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þú verður að láta hendur standa fram úr ermum ef þér á að takast allt það sem þú hefur hug á. Þótt eitthvað kunni að fara úrskeiðis til að byrja með áttu góða möguleika á að ná markmiðum þínum og sæk- ir í þig veðrið er líða tekur á vikuna. Komdu efasemdamönnum í skilning um að þú sért einfær. KRABBINN 22. júní-23. júlí Láttu heimiliserjur ekki setja þig úr jafnvægi. Taktu á málunum með festu og sanngirni og mundu að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þér er hollast að leit- ast við að umgangast sem mest það fólk sem þér fellur vel við en hikaðu ekki við að sniðganga þá sem þér leiðist. MEYJAN 25. ágúst-23. sept. Nú er ekki réttur tími til að taka fjárhagslega áhættu þótt freistandi kunni að virðast. Þér hættir til að leita langt yfir skammt og ættir að hafa hugfast að hafa má sanna gleði af ýmsu því sem er við bæjardyrnar og ekki þarf endilega að kosta miklu til. Gefðu mataræðinu góðan gaum. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þú lendir í útistöðum við einhvern sem miklu skiptir að halda góðu sambandi við. Þetta er þó tíma- bundið og ef þú gætir þess að erfa ekki við þann hinn sama þótt hann hlaupi á sig ætti allt að falla í ljúfa löð fyrr en varir. Helgin bregst varla þeim sem eru á höttunum eft- ir skemmtilegum félagsskap. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Þú hefur mörg tækifæri til að láta gott af þér leiða og sérð ekki eftir að nýta þau. Þeir sem til þín leita fara varla bónleiðir til búðar og þér kemur vel að eiga hönk upp í bakið á vinum þínum. Þegar þar að kemur skaltu alls ekki hika við að notfæra þér það. Gættu hófs í mat og drykk á næstunni. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Þér berast fréttir úr fjarlægð og þær gleðja þig mjög. Reyndu að vera ekki óþarflega afundinn við þá sem ekkert hafa gert á hluta þinn. Það verður til þess að fólk fær alrangar hugmyndir um þig og að þyí kemur að þú geldur þess illilega. Á sunnu- daginn lánast þér nánast hvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar að því kemur að velja sér lífsförunaut er hyggilegt fyrir krabbann að vanda sig. Ekki svo að skilja að þetta eigi ekki við um alla en krabbinn er viðkvæmur, auðsærð- ur og lengi að jafna sig verði hann fyrir vonbrigðum eða finnist honum sér misboðið. Krabbinn er vinmargur en tengslum hans við vinina er oftar en ekki þannig háttað að það eru þeir sem sækja til hans uppörvun og styrk þeg- ar á þarf að halda en krabbinn er dulur og ósýnt um að láta tilfinningar sínar í ljósi. Krabbanum hættir sömuleið- is til vanmetakenndar og skiptir engu hversu mikið hann hefur til brunns að bera, það er að hans mati yfirleitt aldr- ei nægilegt. Af þessu leiðir að miklu skiptir að krabbinn njóti skilnings makans og að hann átti sig á því að þegar krabbinn dregur sig í hlé er ekki ævinlega allt sem sýnist. Makinn þyrfti líka helst að geta orðið krabbanum að liði við að hemja áhyggjur og kvíða sem sífellt sækir að krabb- anum og hann þarf að hafa lag á að leiða hjá sér nöldrið og smámunasemina sem einatt gengur úr hófi. Krabbar eru varir um sig varðandi tilfinningaleg samskipti en tryggir þar sem þeir taka því og kosta yfirleitt kapps um að rækta sambandið við makann. Þeir eru afar umhyggjusamir for- eldrar en mega gæta þess að foreldraástin gangi ekki svo langt að makinn falli í skuggann fyrir börnunum. 56 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.