Vikan - 18.09.1986, Page 7
I ;
í*
Texti Sigrún Á. Markúsdóttir
Myndir: Ragnar Th.
.. .og aðstoðarmaður hans kom öllu I Land-
Roverinn.
Heljarmennið Gissur að störfum.
Nokkrir al þeim tvö hundruð hamborgurum sem
Gissur steikti á innan við klukkutima.
um 200 borgara á þessari einu vél? Gissur
lét þó ekki deigan síga. Hann batt á sig
svuntu, skellti tveimur pönnum á plötumar
og hóf að steikja kjötið. Svo skipaði hann
okkur Ragnari að koma kokkteilsósunni í
bolla og djúpsteikja frönskurnar. Kristjana
birtist eins og frelsandi engill með djúpsteik-
ingarpotta, feitinni var dembt í og allt sett
á fullt. En ólánið elti okkur. Skyndilega
varð allt rafmagnslaust. Hvað áttum við nú
að gera? Ekkert bólaði á Jónasi og brauðun-
um. Klukkan var langt gengin tólf og
Grímseyingar farnir að flykkjast að. Var
ekki best að gefa allt fyrirtækið upp á bát-
inn? Ónei, Ragnar reyndist hafa ráð undir
rifi hverju. Rafinagnið hafði ekki þolað álag-
ið. Hann dreifði bara pottunum um félags-
heimilið og þannig tókst að jafna strauminn.
Aðfarirnar við steikinguna voru því vægast
sagt kostulegar. Við hlupum milli pottanna
með hvem skammtinn af frönskum kartöfl-
um á fætur öðrum.
Á slaginu tólf birtist Jónas með brauðin.
Við vörpuðum öndinni léttar og nú var bara
að hafa hraðan á við skurðinn. Loks var
allt tilbúið. Fólkið streymdi að og við byrjuð-
um að útbýta borgurunum. Þetta gekk allt
uns og flugum með Flugfélagi Norðurlands
út í Grímsey. Á síðustu stundu kom babb í
bátinn. Jónas og Gissur höfðu að sjálfsögðu
flutt allt hráefni með sér frá Reykjavík.
Stuttu fyrir brottför uppgötvaði Jónas nokk-
uð hroðalegt. Hamborgarabrauðin höfðu
gleymst í Reykjavík. Og hamborgari er ekki
Tommaborgari nema í brauði sé. Jónas á-
kvað á seinustu stundu að verða eftir og
leita að góðhjörtuðum bakara sem gæti út-
vegað honum nægilegt magn af brauði. Við
hin héldum af stað.
f Grímsey tók á móti okkur Kristjana
Bjamadóttir sem er formaður kvenfélagsins
á staðnum. Hún fylgdi okkur í félagsheimil-
ið. Okkur Ragnari ljósmyndara féllust
hendur þegar við komum inn í eldhús félags-
heimilisins. Þetta var prýðiseldhús, en þar
var bara ein eldavél. Átti virkilega að steikja