Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 36
mann sem er nefndur Göngu-
Geiri. Um svipað leyti voru heit-
ustu málin í þjóðfélaginu
okurmálið, Hafskipsmálið og
fleiri. Geiri hefur h'tið unnið um
dagana en ég hafði spurnir af því
að einhvern tíma hefði hann ver-
ið vinnumaður í sveit og spurði
hvernig honum hefði líkað sú
vinna. Hann svaraði því ekki
heldur sagði: Það er alltaf verið
að segja við mig að ég eigi að
vera eins og maður. En mér
finnst öðrum ekki ganga of vel
með það, eins og háu herrunum
í þjóðfélaginu. Svona einföld
voru rökin hans Geira.
A erfiðasta tíma ævi minnar í
óreglunni gekk mér illa að haga
mér eins og maður og það voru
margir sem ýjuðu að því að illa
gengi þetta hjá mér
Mínar hugmyndir um hvernig
er að vera MAÐUR eru meðal
annars þær að menn standi við
það sem þeir segja. Þessi níu eða
tíu ár, sem ég hef verið ódrukk-
inn úti í samfélaginu, verð ég
bara alls ekki var að menn standi
við það sem þeir segja og hagi
sér eftir mínum skilningi eins og
menn.
Ég er búinn að vera á sama
vinnustað í tæpan áratug, í
Karnabæ hjá bróður mínum,
Gulla. Framkoma Gulla bróður
við mig þegar ég kom heim af
Freeport verður seint eða aldrei
fullþökkuð, en þetta er útúrdúr.
Ég var að tala um pliktina.
Tvisvar sinnum hef ég ekki
getað opnað þá ágætu verslun
sem ég vinni í og bæði skiptin
hef ég verið á slysadeildinni, í
annað skiptið vegna þess að ég
stakk mér í sundlaugina og hún
var tóm, ég var ekki drukkinn
en það vantaði vatn í laugina.
Já, mér finnst að það vanti í upp-
eldið að fólki sé kennt að standa
Biskupssonum þótti sniöugast aö breyta Steinsson í Bergmann.
f////// |L 1/7/]]]
BWStv ''pz:
X/ið eigum óskaplega
góöa unglinga og börn.
En við eyðileggjum
þau. X^iðtökum
ábyrgðina frá þeim.
við orð sín og standa sína plikt.
Þá komum við að því hverjir eigi
að ala upp.
Líttu á síðustu dæmin í þjóð-
félaginu. Við fengum kveðju frá
Húsnæðisstofnun ríkisins um að
sú ágæta stofnun hefði ofreiknað
vexti hjá fólki. Síðan fengum við
smákveðju frá bönkunum um að
þeir hefðu gert eitt og hið sama.
Síðan fer guðfaðir okkar allra,
Þorsteinn Pálsson, og ofreiknar
á okkur skattana og engum dett-
ur í hug að biðjast afsökunar.
Ekki einum einasta manni. Þó
var einum þingmanni eitthvað
misboðið og hann sagði í dag-
blaði að siðferðið í skattaálögun-
um væri brotið og að það ætti
að endurgreiða fólkinu því álög-
urnar væru of miklar. En honum
var kippt dagstund í bíltúr norð-
ur á Sauðárkrók og þar fauk
siðferðið út um gluggann.
Mér finnst þetta mótsagna-
kennt miðað við það sem mér var
kennt í mínum uppvexti. Það var
að vera duglegur, standa sína
plikt í vinnu, mæta, standa í skil-
um og að það ætti að vera að
marka það sem maður segði. Hér
er allt laust í reipunum. Við
reynum að kenna ungu fólki að
standa sig en það er komið aftan
að því. Ungt fólk, sem nú er til
dæmis að stofna heimili, fær bak-
reikning frá Húsnæðisstofnun,
bönkunum og skattinum.
Við stingum alltaf hausnum í
sandinn. Börnin gera eins og við.
Ef við göngum rétt um götur og
keyrum rétt ætti allt að vera í
lagi. Ég á góða bók og í henni
stendur: Eina sem þú getur gefið
næsta manni er gott fordæmi.
Alveg sama hvað þú segir og
tautar sem uppalandi, það hefur
ekkert að segja. Ef næsti maður
getur séð eitthvað eftirsóknar-
vert í fari þínu er hann vís með
að líkja eftir þér. Þetta er eins
og tískan. Fólk fer eftir tískunni
og þá eftir því sem það sér en
ekki eftir því sem það heyrir.
Fyrirmyndir, já, ég er búinn
að eiga þær margar. Sú fyrsta
var Tarzan. Svo þegar ég fór að
hafa smákynhvatir, eins og hinir
krakkarnir, þá var fyrirmyndin
Clark Gable. Fyrirmyndirnar
fara eftir þroska. Nei, ég á enga
fyrirmynd í dag, ég er kominn
af Gablestiginu. Ég er í dag, og
hef verið síðastliðin níu ár, að
leita að sjálfum mér. Ég hélt satt
að segja um tíma að ég væri
mesta úrhrak og úrþvætti sem til
væri en hef komist að því að það
er vel búandi með mér. Jú, auð-
vitað á þrautseigja konunnar
sinn þátt í því. Við höfum haldið
saman í ein tuttugu og sex ár.“
Grétar hefur talað þrumandi
röddu og margoft hef ég reynt
að komast að, skjóta því að hon-
um að hann sé að predika yfir
hausamótunum á mér og öllum
hinum. Hann vísar slíku á bug
enn og aftur.
„Ég starfa í SÁÁ en það segir
ekki endilega að ég sé að reyna
að breyta einstaklingum eða
þjóðfélaginu, ekki nema það sé á
þann hátt að þjóðfélagið komi
auga á eitthvað í mínu fari sem
það telji eftirsóknarvert eða til
eftirbreytni, sem ég tel afar
ósennilegt.
Ég þyki grimmur og segi það
sem mér finnst um menn og mál-
efni. Ég byrgi aldrei neitt inni í
mér, sem er óskaplega þægilegt.
Ef mér líkar ekki eitthvað segi
ég það.
Ég hef ekki alltaf gert þetta.
Hér áður byrgði ég allt inni í
mér árum saman og var kominn
með svo signar augabrýr og gró-
inn fýlusvip að ég er ekki búinn
að ná honum af mér ennþá.
Ég þykist skilja hvert þú ert
að fara, það er fyrirbyggjandi
starfið sem oft er talað um. Eina
fyrirbyggjandi starfið, sem ég sé
að geti verið jákvætt, er starf
íþróttahreyfingarinnar. Heimur-
inn er allur að snúast í átt til
heilbrigðis, fólk er einfaldlega
orðið leitt á óreglu og eiturlyíj-
um víðast hvar í heiminum.
Hve lengi þetta verður tísku-
fyrirbrigði og hvað þetta fer vel