Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.09.1986, Side 56

Vikan - 18.09.1986, Side 56
STJÖRNUSPÁ Á SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 18.-24. SEPTEMBER HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Þú veltir mikið fyrir þér múli sem í þínum augum er mikilsvert og þér sámar að aðrir skuli láta sér fátt um finnast. Reyndu að finna út hvað hentar þér best og síðan ætt- irðu endilega að trúa einhverjum fyrir því sem þér liggur á hjarta og afla þér stuðnings. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Hristu af þér slenið og reyndu að koma einhverju skipulagi á daglegt líf þitt. Það ergir þig að láta reka á reiðanum til lengdar og auk þess máttu búast við að þurfa að hlusta á endalausar aðfinnslur. Þú mátt treysta því að ekkert er óyfirstígan- legt í þessum sökum. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Einhverra breytinga er að vænta á högum þínum. Það hefur átt að- draganda en með þeim hætti þó að þú hefur ekki veitt því athygli og því kemur ýmislegt nokkuð flatt upp á þig núna. Kvíddu engu, þegar fram líða stundir verður þetta til þess að staða þín styrkist til muna. VOGIN 24. sept.-23. okt. Þú lendir í töluverðum vanda og satt að segja sýnist þér í fyrstu ekki margra kosta völ. Sitt sýnist hverj- um og þeir sem þú leitar ráða hjá eru síður en svo á sama máli. Flan- aðu ekki að neinu, hugleiddu málið heldur af rósemi því að lausnin er einfaldari en þig grunar. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Láttu ekki á þig fá þótt þú lendir í orðaskaki og þér finnist þú fara halloka. Það þarf ekki endilega að þýða að þú verðir undir þótt ein- hver annar eigi síðasta orðið. Þér berst óvæntur liðsauki þegar þú ert um það bil að gefast upp og það skiptir sköpum um framhaldið. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Sýndu lipurð og samstarfsvilja ef upp koma ágreiningsmál í fjölskyld- unni. Það er um að gera að allir sem hlut eiga að máli fái tækifæri til að útskýra sjónarmið sín og sennilega kemur í ljós að ekki ber eins mikið í milli og í fljótu bragði kann að virðast. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þér gengur venju fremur vel að koma hugðarefnum þínum á fram- færi og sjálfsagt fyrir þig að notfæra þér það svo lengi sem þú gengur ekki á rétt annarra. Líkur eru á að þú fáir gott tækifæri til að leggja lítilmagna lið og það verður geymt en ekki gleymt. KRABBINN 22. júní-23. júlí Framkoma þeirra sem þú umgengst mest kemur þér á óvart og það ruglar þig í ríminu að fólk virðist hreint ekki vera sjálfu sér sam- kvæmt. Það borgar sig ekki fyrir þig að velta of mikið vöngum yfir þessu því oft á tíðum liggur ekkert að baki annað en hugsunarleysi. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Þú hefur lengi verið að basla við að leiða einhverjum fyrir sjónir að hann sé á rangri braut en hefur satt að segja ekki haft erindi sem erfiði. Ekki er endilega víst að öll- um henti það sama og það sem er gott fyrir þig þarf síður en svo að vera öðrum nauðsynlegt. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Loksins færðu tækifæri til að kynn- ast persónu sem þú hefur lengi dáðst að úr fjarlægð. Látir þú til skarar skríða verðurðu ekki fyrir vonbrigðum og líkur eru á að kynni ykkar verði upphafið að öðru meira og báðum til heilla. Gleymdu samt ekki gömlu vinunum. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Þér hættir til að mikla hlutina fyrir þér og þessa dagana fmnurðu fyrir óvenjumikilli verkkvíðni. Þú getur sparað þér þessar áhyggjur því að heppnin er með þér og auk þess eru ýmsir góðviljaðir reiðubúnir að leggja hönd á plóginn. Það skaltu ekki hika við að þiggja. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Freistingarnar sækja að og ekki eru allar til þess að falla fyrir þeim þótt af og til sé í góðu lagi að sletta dálítið úr klaufunum. Annars væri skynsamlegt fyrir þig að lifa sem reglubundnustu lífi nú um sinn og reyna að hafa hemil á óróanum. Gættu þess umfram allt að sofa nóg. Að þessu sinni beinum við athyglinni að börnum í meyjar- merkinu. Þau eru venjulega þroskaleg sem ungbörn og fljót til máls, fá gjarnan þá einkunn að þau séu afskaplega skýr. Fljótt virðast þau hafa ákveðnar meiningar um hlutina og til dæmis er þýðingarlaust að ætla að láta þau borða eitt- hvað sem þeim hugnast ekki og eins líklegt að þá fari allt í bál og brand. Þau eru athugul og gera oft snjallar athuga- semdir varðandi það sem fyrir augu ber. Þessi börn þarfnast meiri blíðu en þau láta í ljós og þeim er afar mikilvægt að njóta velþóknunar. Langt fram eftir aldri hafa þau ekkert á móti því að þeim séu sýnd blíðuhót og helst þarf að muna eftir að hrósa þeim í hvert sinn sem þau standa sig vel. Þau eiga auðvelt með að laga sig að aðstæðum, eru skemmtileg og umgengnisgóð og enginn ætti að þurfa að hafa áhyggjur af að þau týni eigum sínum. í skóla eru þetta góðir og þægi- legir nemendur, áhugasamir en eiga það til að tefja tímann vegna þess að alltaf þarf að ganga úr skugga um staðreynd- ir og rökstyðja hvaðeina. Varlega þarf að fara í aðfinnslur við þessi börn, þau eru auðsærð, taka mistök yfirleitt afar nærri sér og þola öllum börnum verr að skopast sé að þeim. Þau reyna að geðjast kennara sínum og eru boðin og búin að aðstoða hann ef á þarf að halda enda vel til þess fallin, samviskusöm og vandvirk. Hlaupi aftur á móti snurða á þráð- inn á milli meyjarbarnsins og kennarans getur tekið tímana tvo að bæta úr því. 56 VIKAN 38. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.