Vikan

Útgáva

Vikan - 18.09.1986, Síða 59

Vikan - 18.09.1986, Síða 59
heldur. í glugga búðarinnar spegl- uðust vegfarendur sem staldrað höfðu við til að horfa á, leikurinn var ekki nægjanlega sannfærandi og þar að auki hafði bíll ekið fram- hjá og hljóðið í honum var of áberandi. Myndskeið 563, taka tvö. Nei, smábið, birtan var of lítil. Og enn var eitthvað athugavert. „Þú stoppaðir of lengi í dyragættinni og svo varstu of þreytuleg. Sara er nýkomin til landsins og er að reyna að bera sig vel.“ Myndskeið 563, taka þrjú og loksins gekk allt eins og í sögu. En myndatakan á þess- ari einföldu atburðarás var ekki nema hálfnuð. I stað þess að láta áhorfendur horfa á eftir Söru ganga af stað úr búðinni var kvik- myndavélinni fundinn nýr staður. Sara gekk þá í áttina að vélinni með töskuna sína og bjórinn. Enn voru vandræði vegna skýjafarsins og þar sem þetta var um verslunar- mannahelgi vantaði tilfinnanlega vegfarendur á leið Söru. Einn af aðstandendum myndarinnar dró því blaðamann Vikunnar með sér inn í myndina, þau gengu á móti Söru og léku venjulegt fólk á bæj- arrölti. Ákaflega vandasöm hlut- verk. Þetta setti Söru hins vegar út af laginu. „Hvað eruð þið að gera hér?“ spurði hún og hikaði og fyrir bragðið varð að taka atrið- ið upp á nýtt. Þá fór allt að óskum og aðstandendur myndarinnar hafa fyrir bragðið tryggt sér einn nýjan áhorfanda sem er staðráðinn í að sjá bakið á sér þær 6 sekúndur sem það kemur fyrir á breiðtjald- inu. Aftur voru tækin öll flutt inn í hús. Taka átti upp nokkur atriði inni á lítilli skrifstofu sem varla er stærri en tveir metrar á breidd og fjórir á lengd. Fyrst var tekin mynd inn um dyr skrifstofunnar en seinna var myndavélinni komið fyrir inni í henni. Leikarinn sat við skrifborð og þegar best lét voru ásamt honum í þessari litlu skonsu kvikmyndatökumaður og aðstoð- armaður hans, hljóðmaður, leik- stjóri og loks ljósmyndari Vikunnar. I atriðinu verður hins vegar ekki annað séð en leikarinn sé þarna aleinn. Fyrir utan dyrnar var svo annar hljóðmaður að störf- um, myndstjóri, skrifta og farðari en allt í allt höfðu 18 manns verið ræstir út fyrir tökur dagsins. Sólin lét engan bilbug á sér finna svo nauðsynlegt var að hengja dul- ur fyrir utan gluggann á skrifstof- unni svo ekki glampaði um of innandyra. „Maðurinn? Hvænær maðurinn kemur? Hann kemur með Kaupmannahafnarvélinni klukkan fjögur. Það var ekkert að þakka. Mín var ánægjan, frú Stella." Búðarstrákurinn er að tala í símann við frú Stellu. Þetta virt- ist liggja beint fyrir en það var ekki fyrr en eftir 5 tökur að allir gátu fellt sig við árangurinn. Svo virtist sem taka 4 yrði tekin góð og gild en leikarinn lét axlirnar falla og sagði: „Þetta er hallæris- legt, Þórhildur." „Já.“ „Eigum við ekki að gera þetta aftur?“ Og þá voru loksins þagnirnar milli setn- inga hæfilega langar, birtan rétt, hljóðið viðunandi og allt semsagt í sómanum. 15 sekúndur í höfn. Vikan fór heim í kvöldmat um sjöleytið og kvaddi kvikmynda- fólkið. Því hafði reyndar verið lofað matarhléi á þessum tíma en hlutirnir gerðu ekki meira en að mjakast. „Við förum ekki í mat fyrr en klukkan níu.“ Áfram var tekið og að loknu dagsverki voru á filmu bútar sem taka um tvær mínútur í sýningu. Áður en að henni kemur á þó eftir að klippa, hljóðblanda og fullvinna myndina. Áhorfendur eiga samt líklega eftir að horfa nokkuð áhyggjulausir um forsöguna og snæða poppkornið sitt rétt eins og myndin hefði orðið til svo að segja af sjálfu sér. 8 L— 38. TBL VIKAN 59

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.