Vikan

Útgáva

Vikan - 18.09.1986, Síða 61

Vikan - 18.09.1986, Síða 61
Heilleg gata í Ostíu, kölluö hús Diönu. Á neðstu hæðinni voru krár og verslanir. um. Commodus lét hefja stækkun leikhússins og þeir Septimus Severus og Caracalla luku því verki og endurbyggðu líka torgið bak við leikhúsið. Frá þriðju öld eru einnig margar og glæsilegar byggingar, þá voru byggð mörg Mí- þrasarhof en hins vegar varð samdráttur í byggingu húsa, tengdra verslun og viðskiptum. Þó var unnið að endurbótum og lagfæringum á eldri byggingum. Þetta bendir óneitanlega til þess að stöðnun hafi verið komin í atvinnulifið þótt enn sem komið var hafi ekki verið um að ræða verulegan samdrátt. Ýmsir keisarar prýddu þó borgina með glæsilegum opinberum byggingum. Það er eins og til að staðfesta við- gang og velmegun þessarar blómlegu verslun- arborgar að á hana er sjaldan minnst í sagnfræðiritum. Það var hamingja borgarbúa að stjórnmálasaga varð ekki til á þessum slóð- um. Það var því ekki hernaður heldur almenn hnignun atvinnuveganna í vestrómverska rík- inu sem eyddi Ostíu en það bætti ekki úr skák að Konstantínus mikli svipti borgina borgar- réttindum og fékk í hendur Ostíuhöfn og nefndi Civitas Constantiniana. Alla íjórðu öld var að smádraga mátt úr Ostíu. íbúunum fækkaði og byggingar stóðu auðar eftir. Marmarinn var rifinn af þeim og tekinn til annars brúks og leikhúsið var notað sem grafreitur. Heilagur Ágústínus kom til Ostíu í lok fjórðu aldar og móðir hans, heilög Moníka, dó á hót- eli í borginni. Grafskrift hennar fannst fyrir ekki margt löngu í kirkju í grenndinni, þá virð- ist borgin hafa verið á seinasta snúningi. Nokkru síðar segir skáld nokkurt frá því að af Ostíu sé nú ekkert eftir nema frægð Eneas- ar. Á sjöttu öld er sagt frá því að Via Ostiensis sé orðinn grasi gróinn og bátar sigli ekki leng- ur upp og niður Tíber. Borgarrústirnar fylltust smám saman af mold sem varðveitti neðsta hluta húsanna en þar fyrir ofan urðu þau veðr- un að bráð. En moldin varðveitti líka fjöldann allan af listaverkum, höggmyndum, mósaík- myndum og jafnvel freskum. Á miðöldum fluttist borgarstæði Ostíu til og er hennar getið í sambandi við ránsferðir og hernað og varð borgin nokkrum sinnum fyrir barðinu á ræningjalýð. Á tólftu öld kom lítils háttar fjörkippur í efnahagslíf borgarinnar vegna saltvinnslunnar sem þar fór fram en þeg- ar Fiumicinoskipaskurðurinn var opnaður eftir 1613 dró hann til sfn saltverslunina. Á síðari hluta miðalda var reistur kastali í Ostíu. Hann hlaut frægð í umsátri hertogans af Alba 1556 en síðar breyttist rennsli Tíber og þá minnkaði varnargildi hans. Fyrstu fornleifarannsóknirnar voru gerðar í Ostfu á síðari hluta nítjándu aldar að frum- kvæði páfanna Píusar 8. og 9. en kerfisbundinn uppgröftur hófst ekki fyrr en 1909 og hefur stað- ið nær látlaust síðan. Nú er búið að grafa upp og rannsaka nær 82 ekrur lands eða um helm- ing borgarstæðisins og þann mikilvægasta. Uppgrefti verður sjálfsagt haldið áfram um ókomin ár en ekki er búist við að neitt það eigi eftir að finnast sem til stórtíðinda getur talist. Nú er rétt að víkja nánar að rústunum sjálf- um. Tilsýndar er borgarstæðið ákaflega fallegt. Mikill gróður, tré og runnar og grös af margvís- legum tegundum vaxa inn á milli múrsteins- veggja og súlnabrota. Mósaíkgólf, sem mokað I Thermopolium - skenkurinn I hinum vel varð- veitta skyndibitastað. hefur verið ofan af, eru oftar en ekki umvafin blómskrúði í öllum regnbogans litum. Víða er enn eftir marmari á neðsta hluta veggjabrot- anna en þau eru annars úr rauðsteini sem klæddur hefur verið með marmaraplötum. Marmarinn er oftast ljós en önnur afbrigði finnast einnig. Ef ekki væri fyrir gróðurinn og blómin væru rústimar í Ostíu heldur óyndisleg- ar, rómverskar byggingar hafa nefnilega ekki þann sjálfgefna glæsileik sem klassískar grísk- ar byggingar hafa og gerir þær viðkunnanlegar og aðlaðandi, jafiivel á hinum eyðilegustu stöð- um. Flestar þeirra rústa, sem nú sjást í Ostíu, eru, eins og áður sagði, frá keisaratímanum, byggðar úr rauðsteini og klæddar með marm- ara. Eldri byggingar frá lýðveldistímanum eru venjulega hlaðnar úr tilhöggnu setbergi, oft mynduðu úr eldfjallaösku og öðrum gosefnum og eru því dökkleitar að lit. Elstu borgarvegg- irnir eru einmitt úr þessum steini en þeir sjást enn þann dag í dag á nokkrum stöðum. Það er ekki vinnandi vegur að greina frá öllu því sem er að sjá í rústum Ostíu Anticu í svona stuttum pistli. Ég mun því fylgja aðalgöt- unni, Decumanus Maximus, en við hana og í næsta nágrenni eru flestar merkustu byggingar í Ostíu. Það er reyndar ekki alveg vandalaust fyrir hinn almenna ferðamann að komast til Ostíu. Ferðaskrifstofur í Róm bjóða upp á ferðir þang- að en þær eru dýrar, að minnsta kosti miðað við kostnað við að fara á eigin vegum. Ein- faldast er að taka lestina sem gengur milli Lido di Ostía og Rómar. Ef heppnin er með stoppar lestin á brautarstöðinni í Ostíu Anticu en það- an er örskotsleið til rústanna. Að öðrum kosti en ekki um annað að ræða en halda áfram til aðalstöðvarinnar í Lido di Ostía, ganga yfir torgið fyrir framan stöðina og taka strætis- vagninn sem fer til Ostíu Anticu og nágrennis. Eitt er þó rétt að hafa í huga áður en haldið er af stað. Það er nefnilega óðs manns æði að fara til Ostíu Anticu á þennan hátt um helgar að sumarlagi því þá þyrpast unglingar Rómaborg- ar á baðströndina við Lido og allar lestir eru svo troðfullar af dansandi diskóliði að venjuleg- ur ferðamaður er í stórri hættu með að vera troðinn undir fimum fótum unglinganna. En það er ekki mikill ferðamannastraumur til Ostíu. Einstöku hópar koma þó við þar en fyrst og fremst koma þangað ferðalangar sem eru þarna gagngert til að skoða borgina. Ostfa Antica er því ekki alveg dæmigerður ferða- mannastaður eins og til dæmis Foro Romano.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.