Vikan


Vikan - 23.10.1986, Page 5

Vikan - 23.10.1986, Page 5
Texti: Unnur Úlfarsdóttir - % •! 'Í Myndir: Helgi Friðjónsson nýjustu og fullkomnustu tækjum, eins og ljósabúnaði, hátalarakerfi og aðstöðu fyrir túlka og mynd- bandstækjum. í Kristalssalnum eru tveir fullkomnir tækjaklefar. Fyrir utan ráðstefnusalina eru þrírsalir, Víkingasalur, Kristals- salur og Leifsbúð, sem leigðir eru út fyrir stærri eða smærri einka- samkvæmi. Veitingasalur hótels- ins, Blómasalurinn, rúmar um það bil hundrað og tíu manns í sæti. í hótelinu er einnig bar, sem ber, eins og svo margt annað á staðn- um, nafn úr Eiríks sögu rauða og heitir Vínlandsbar. Ekkintá gleyma veitingabúðinni sem nýlega hefur öll verið endurnýjuð. Opn- unartími veitingabúðarinnarer miðaður við brottfarartíma flug- vélanna. í kjallara hótelsinser sundlaug og í tengslum við hana gufuþað, ljós og nudd. Laugin er opin fyrir almenning en hótelgestir fá frían aðgang. Einnig er þar að finna hárgreiðslu- og snyrtistofu. Á næstunni verður opnaður þjón- ustubanki í kjallaranum og verður opnunartími hafður í samræmi við ferðir flugvéla, auk þess sem bank- inn verður opinn um helgar og á kvöldin. En Hótel Loftleiðir hefur alltaf verið meira en venjulegt hót- el. Þar hefur alla tíð verið.brott- fararstöð fyrir flugfarþega. Svo til allir útlendingar, sem koma til landsins, fara fyrst um Hótel Loft- , leiðir. í anddyri hótelsins er því meira líf en gengur og gerist á slík- um stöðum. Auk sjálfrar gesta- móttökunnar er þar að finna bækistöðvar ferðaskrifstofunnar Kynnisferða sem skipuleggur dagsferðir fyir útlendinga. I kjall- ara er minjagripaverslun þar sem útlendingum í tímaþröng gefst tækifæri til að versla og er opnun- artími miðaður við komu- og brottfarartíma flugvélanna. I and- Þórunn Siguröardóttir, yfirmatreiðslumaóur, stendur Vínlandsbarinn. hér hjá hinu vinsæla víkingahlaðborði. Sundlaugin er opin almenningi. Fundarsalurinn Auditorium. Svítan, horft úr setustofunni. dyrinu geta svo flugfarþegar drepið tímann við að horfa á kynn- ingarmyndir frá íslandi af mynd- böpdum. í hinu fullkomna eldhúsi hótels- ins er auk allrar eldamennsku fyrir hótelið sjálft séð um afgreiðslu á mat fyrir Grænlands- og Færeyja- flug Flugleiða og allt einkaflug sem um völlinn fer. Bakaríið sér um baká tur fyrir bæði Flugleiðahótel- in, fcsju og Loftleiðir. Auk þess er í hótelinu mjög fullkomið þvotta- hús sem sömuleiðis þjónar báðum hótelunum. Fyrir þá sem hyggja á dvöl á Hótel Loftleiðum sakar ekki að minnast aðeins á verð á herbergj- um. Eins manns herbergi kostar með morgunverði 2910 krónur en tveggja manna herbergi kostar, einnigmeðmorgunverði,4141 kr. 43. TBL VI KAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.