Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 27
félagið. Það stundar vinnu á surnrin úti í þjóðfélaginu og tekur þátt í mannlífinu á sama hátt og aðrir sem standa utan við Háskólann." - Hver eru helstu baráttumál stúd- enta i dag? „Málin snúast unt það sama og þau snerust fyrir tuttugu árurn. í dag eru kannski aðrar forsendur fyrir baráttumálum stúdenta og öðrum aðferðum beitt. Það er ef til vill eðli- legt. Eðli sumra af baráttumálum stúdenta er þannig að þau hljóta að vera í stöðugri umfjöllun. Egget tek- ið dæmi af kennslumálum. Það eru mál sem hljóta að vera stöðugt um- ræðuefni. Samt fyllir þetta mann ákveðnum efasemdum um það starf sem unnið er hér. Maður fær stund- um á tilfmninguna að það sem maður gerir hér breyti ekki neinu." - En einhver ánægjuleg atvik hljóta að gerast hér á skrifstofunni, Eyjólfur? „Það versta við þau er það að þau tengjast öil ákveðnum mönnum hér í ráðinu og ég treysti mér ekki til að gera grín að samstarfsmönnum mín- um á opinberum vettvangi. Þó er það mér oft á tíðum aðhiátursefni hvað sumir ráðsliðar trúa því statt og stöð- ugt að þeir séu með fjöregg þjóðar- innar á milli handanna. Það gengur oft út í hreinar öfgar." körlum. Þó held ég að það hafi allt- af verið ákveðin tiihneiging að karlmennirnir fengju toppstöðurnar í ráðinu, alveg eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Innan Félags vinstrimanna hafa konur ekkert síður verið virkar en karlmenn. Ein ástæðan gæti verið sú að félagið var þannig uppbyggt að það var ekki kosinn neinn formaður heldur fimm manna framkvæmdaráð sem skipti með sér verkum. Konur eru oft hræddar við að taka að sér formlegar stöður. Önnur skýring á því af hverju konur hafa verið ijöl- mennari innan Félags vinstrimanna gæti verið sú að konur séu ívið vinstrisinnaðri en karlmenn. Skoð- anakannanir hafa bent til þess. Nú, svo gæti verið að þær hafi einfaldlega átt erfiðara uppdráttar innan Vöku." sagði Valgerður. „Annars fannst mér þessi tími, sent ég sat i Stúdentaráði. mjög skemmti- legur. Ég kynntist fjölmörgu góðu fólki. bæði úr Félagi vinstrimanna og úr öðrum fylkingum, og átti oft- ast gott samstarf við það. Þetta var líka góður skóli i ræðumettnsku, fundarsköpum og almennt i að koma skoðunum sínum á framfæri." Linda Rós Michaelsdóttir: ,,Fáar konur virkar44 Linda Rós Michaelsdóttir kennari var virk í baráttunni fyrir einunt ára- tug. Hún náði ekki kjöri í kosningum til Stúdentaráðs en sat flesta fundi ráðsins, ýmist fyrir hönd stjórnar Vöku eða sem varamaður í ráðinu. Ég spurði Lindu hvað hefði verið að gerast í stúdentapólitíkinni fyrir tíu árum. „Efst á baugi voru hagsmunamál stúdenta. Þar voru lánamálin númer eitt. Vaka hafði þá grundvallarstefnu að námslán brúuðu fjárþörf náms- manna að fullu. Við vildum að lánin yrðu borguð að fullu til baka, þó svo við teldum að þau ætlu að vera i flokki hagstæðustu lána hverju sinni. Það var hugmynd Félags vinstri manna að visilölutryggja námslán en við vorum mjög á móti því. Hug- myndir Félags vinstrimanna gengu út á það að jafna síðan félagslega aðstöðu námsmanna með því að fólk greiddi af námslánunum í hlutfalli við laun að loknu námi. Þá var haft í huga að láglaunahópar þyrftu lítið sem ekkert að borga til baka. Ég held að engu okkar hafi dottið í hug á þessum tíma að svo stutt væri í það að háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn yrðu láglaunahópur í þjóð- félaginu. En fleira var til umræðu, svo sem Hjónagarðarnir við Suðurgötu. Fé- lag vinstri manna var á móti þeim, taldi að ekki ætti að hrúga náms- mönnum saman á einn stað heldur ætti að dreifa þeim um bæinn. Ég tel þó að vinstrimenn haft fyrsl og fremst verið á móti Hjónagörðum á þeirri forsendu að Vaka átti frum- kvæðið að byggingu þeirra. Svo varendalaust rætt um rekstur- inn á Félagsstofnun stúdenla. Vaka vildi bjóða reksturinn út sem vinstri- menn voru alfarið á móti. En eins og ég sagði áðan voru lánamálin aðalásteytingarsteinninn og vísitölubinding lána, sem við vor- um mjög á móti." - Nú sat Vaka í stjórnarandstöðu, höfðuð þið mikil áhrif á gang mála? „Nei, það höfðum við ekki. Ef til- lögur frá okkur voru ekki felldar á stúdentaráðsfundum var þeim vísað i nefnd og þær þar með svæfðar." - Tóku konur mikinn þátt í stúd- entapólitík fyrir tíu árum? „Það voru fáar konur sem voru virkar. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í félagsmálum var ekki í neinu sam- ræmi við fjölda þeirra í Háskólan- um.“ - Eru þér einhver atvik minnis- stæðari en önnur frá þessum árum? „Já, eitl atvik er mér minnisstætt. Það var þegar Vaka yfirtók Stúd- entafélagið. Við söfnuðumst saman heima hjá Kjartani Gunnarssyni, núverandi framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, ætli við höfum ekki verið í kringum hundrað manns. Stúdentafélagið fundaði í Félags- stofnun stúdenta og þar höfðum við mann á okkar snærum sem lél okkur vita þegar fundurinn hafði verið sett- ur. Þá stormuðum við af stað og komum vinstri mönnum í opna skjöldu. Lögð var fram tillaga um að flýta kosningu og Kjartan var kosinn fundarstjóri. En vinstri mönnum var ekki rótl og hófu þeir nú að smala á fundinn, fóru á allar lesstofur til að ná í fólk. Lögð var fram tillaga um stjórnarkjör og var listi Vöku sjálfkjörinn. Alltaf fjölgaði á fundinum og voru orðnar nokkrar róstur á staðnum. Varð að fresta fundi af þessum sökum. Síðan boð- uðu vinstrimenn til annars aðalfund- ar Stúdentafélagsins sem Kjartan fékk lögbann á. Málið þæfðist síðan, þetta var iögbann á lögbann ofan. Ég held að þetta hafi orðið endalok Stúdentafélagsins." - Er það leiðin til frama í Sjálf- stæðisflokknum að hafa verið framarlega i Vöku? „Það held ég ekki. Fólki eru ekki faldar trúnaðarstöður hjá Sjálfstæð- isflokknum af þeirri ástæðu einni að það hafi verið framarlega í Vöku. En ef fólk heldur áfram að vera virkt í pólitisku starfi innan flokksins er ekkert óeðlilegt að það verði seinna meir kallað til trúnaðarstarfa. Þá hefur það bæði safnað þroska og reynslu. En þátttaka í stúdentapólitík er góður skóli fyrir þátttöku í félags- og stjórnmálastarfi seinna meir þrátt fyrir að þetta hafi oft á tíðum verið alger sandkassaleikur." 43. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.