Vikan


Vikan - 23.10.1986, Page 35

Vikan - 23.10.1986, Page 35
er mikill fjöldi sem leggur þar hönd á plóginn. Þar eru fréttamenn þó ekki taldir upp og kvikmyndatöku- menn ekki heldur ef ég man rétt. Þessi fjöldi kemur ekki til af því að það sé verið að eyða peningunum. Einn maður vinnur tveggja manna starf þar ef mögu- legt er. Þegar maður veit þetta og kíkir á þá hluti, sem íslenska sjónvarpið hefur gert, er ekki annað hægt en að vera þokkalega ánægður með þá stofnun þótt auðvitað sé margt sem má betur fara. Þess hefur ekki verið getið að þetta viðtal fór að mestu fram innan veggja Danmarks Radio. Þennan dag var Bogi-að vinna frétt um danska samgöngu- málaráðherrann, Ame Melchior, sem þurfti að segja af sér síðsumars vegna íjármálaóreiðu. Bogi notaðist við myndir danska sjónvarpsins, talaði inn á þær og ætlaði loks að ræða við danskan blaðamann um sið- ferði í stjómmálum. „Ég efast um að íslenskur ráðherra hefði verið látinn segja af sér vegna svona máls,“ sagði Bogi og minntist þess fjaðrafoks sem varð í kringum fréttir íslenska sjónvarpsins af málefn- Bogi að starfi í húsnæöi danska sjónvarpsins. um þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar og Alberts Guðmundssonar. „Ég fékk minn hluta af skömmun- um er ég sagði frá frétt norrænu fréttastofunnar Ritzau af málinu. Það hefur hins vegar komið á daginn að flest sem Qölmiðlar hafa sagt um Hafskips- málið hefur staðist. Þetta er orðið eins og í gamla daga þegar þeir sem komu með slæmu fréttimar voru hálshöggnir." Hver er þín stærsta eða eftirminnilegasta frétt héð- an? „Því miður er því þannig farið að stærstu fréttim- ar em oftast lítið skemmtilegar og morðið á Palme er sjálfsagt stærsti og eftirminnilegasti atburðurinn sem ég hef lent í. Það var lika mjög erfitt að dekka það mál. Ég frétti af morðinu um miðja nótt og fór þá þegar að undirbúa mig, hringdi í sænska sjón- varpið, fékk tökulið og klippitíma. Ég fór svo með fyrstu vél til Stokkhólms um morguninn, var kominn þangað um ellefuleytið, fór strax upp á sjónvarp og Stœrstufréttirnar eru oftast lítið skemmtilegar og morðið á Palme er sjálfsagt stœrsti og eftirminnilegasti atburð- urinn sem ég hef lent í. fékk kvikmyndatökuliðið hjá þeim. Vélin, sem ég kom með, var svo að segja sneisafull af fréttamönn- um og það var búið að panta upp eiginlega allar línur með gervihnöttum frá Stokkhólmi eftir klukkan þijú um daginn. Það var allavega mjög knappur tími. Við fórum út að kvikmynda um tólfleytið og höfðum rúma tvo tíma til að kvikmynda, klippa efnið til og koma þvi í gegnum gervihnött til íslands - auk þess að bjarga því að fréttir sænska sjónvarpsins yrðu sendar um gervihnött til íslands. En það er ekki þetta sem er minnisstæðast heldur andinn í Stokkhólmi. Það var virkilegt sjokk í loft- inu, nokkuð sem maður getur ekki ímyndað sér með Svia, sérstaklega ekki með Palme þvi hann var mjög harkalega umdeildur maður. Hann var ekkert ást- sæli með sinni þjóð, eins og segja má um suma. Hluti þjóðarinnar dýrkaði hann en meðal andstæð- inga var hann næstum hataður. Hann var mjög óvæginn maður, alveg eiturskarpur en átti ekkert auðvelt með að umgangast þá sem voru honum ósammála eða höfðu lægri greindarvísitölu. Hann hafði enga þolinmæði við þá. Það vissu allir. Ekki sist vegna þess að þetta var svona umdeildur maður þá var virkilega skrítið að koma þama til Stokk- hólms. Kirkjuklukkum var hringt, fánar vom alls staðar í hálfa stöng og fólk var grátandi á götum úti. Á Ítalíu eða sunnar í Evrópu, þar sem fólk er ekki hrætt við að sýna tilfinningar sínar, þar hefði maður ekki orðið jafnhissa, en í Sviþjóð, þar sem menn eru ekki vanir að flíka tilfmningum sínum, kom þetta mjög á óvart - og var kannski þeim mun áhrifameira.“ Þegar nafn Palme ber á góma hvarflar hugurinn ósjálfrátt að norrænni samvinnu. Bogi er jákvæður í hennar garð. „Menn hafa oft verið að hnýta í þetta samstarf. Þing Norðurlandaráðs fer ekki fram öðru- vísi en birtar séu myndir í blöðun af háum pappírs- stöflum og svo framvegis. Staðreyndin er vitaskuld sú að auðvitað verður ekki komist hjá pappírsflóði. Öll skjöl og annað em prentuð á allt að fimm tungu- málum, þama er einnig talsvert bákn en að mínu mati er samstarfið áhrifaríkt. Það er kannski langt síðan eitthvað mikið hefur áunnist en það sem hefur unnist er flest af hinu góða. Á undanfomum ámm hefur gengið illa að stíga stór skref í norrænni sam- vinnu, alveg síðan samstarf um norrænan sjónvarps- gervilinött fór út um þúfur. Kannski urðu þáttaskil þegar ekki tókst að mynda norrænt efnahagsbanda- lag fyrir fimmtán ámm en fram að þeim tíma vom stór skref stigin að jafnaði árlega. Engu að síður em alltaf að koma nýir og nýir hlutir inn. Við skulum líka athuga það að þetta er einsdæmi í veröldinni; að hjá þjóðum sem em ekki saman í efnahags- bandalagi skuli þegnamir hafa sama rétt hver í annars landi. Það em svona hlutir sem fólk hugsar ekki út í dags daglega. Þetta em hlutir sem em svo sjálfsagðir. Það er hins vegar ekkert sjálfsagt að geta farið milli landa án þess að hafa vegabréf með sér eða geta slegið sér formálalaust niður þar sem manni sýnist án þess einu sinni að sækja um atvinnufeyfi, svo dæmi séu nefnd. Það er ekkert sjálfsagt að þú njótir sama réttar, fyrir utan að mega ekki kjósa, og fólk sem er þegnar þess lands. Þetta em hinir stóm þættir í norrænni samvinnu sem snerta almenn- ing. Síðan er annar þáttur í norrænni samvinnu sem fólk hugsar sjaldnar út í og það er það fordæmi sem Norðurlönd em annars staðar í heiminum. Ég held að maður geti sagt að Norðurlönd búi við skástu þjóðfélög sem mannkynið hefur ennþá fundið. Þetta em friðsamar þjóðir sem lifa í þjóðfélögum réttarör- yggis og talsverðs jafnaðar. Þær em fordæmi fyrir önnur ríki í heiminum. Af þessu leiðir að það er tekið mark á norrænum stjómmálamönnum langtum meira en efnahagsleg eða hemaðarleg staða þessa heimshluta gefur tilefni til. Mórölsk staða Norður- landa er mjög sterk. Annars staðar í heiminum vita menn af þessu einstæða samstarfi fimm sjálfstæðra ríkja og finnst merkilegt. Annars er eins með Norðurlöndin og grísku borg- ríkin. Grikkir til foma áttuðu sig ekki alltaf á því að þeir vom af sömu þjóð fyrr en þeir komu út fyr- ir Grikkland. Þeir vom Spartveijar eða Aþenubúar og það var ekki fyrr en þeir vom komnir til ítalíu eða eitthvað annað að þeir áttuðu sig á hvað þeir áttu sameiginlegt. Þannig er þetta dálítið með Norð- urlönd. Meðan maður er innan þeirra sér maður að það er mikill munur á þessum þjóðfélögum. Um leið og komið er til Frakklands sér maður hvað þessi þjóðfélög eiga mikið sameiginlegt, að þau em í gmndvallaratriðum mjög lík. Þjóðimar sjálfar em hins vegar ólíkar, að mörgu leyti alveg ótrúlega ólík- ar. Munurinn á dönsku og íslensku þjóðfélagi er til dæmis miklu meiri en ég hafði búist við. íslenska þjóðfélagið er að vissu leyti ákveðin spegilmynd af hinu danska. Við vomm hluti af Danmörku þangað til fyrir tæpum sjötiu ámm og tengslin héldust í raun 43. TBL VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.