Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 28
Það vekur óneitanlega forvitni þegar fréttist að von er á nýrri ritsmíð frá hinum eldri og virt- ari rithöfundum þjóðarinnar. Forlagið Svart á hvítu sendir von bráðar frá sér bókina Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson og með þeirra góða leyfi gefst lesendum Vikunnar kostur á að glugga eilítið í efni bókarinnar á næstu síðum. En hvað hefur Thor sjálfur að segja um bókina og ritstörf sín yfirleitt? „Efni þessarar bókar hefur lengi leitað á mig. Ég byggi á vissum sögulegum atburðum og sum- part persónum sem verið hafa uppi. Nota þetta svo eins og mér hentar, að nokkru leyti sem efni- við sem ég tek mér frelsi til að vinna úr og ráðskast með. Það er óhætt að segja að þetta sé nær hefðbundinni skáldsögu en margt annað sem ég hef verið að gera. Og ég held að flestir ættu nú að geta ratað klakklaust í gegnum bókina, séð hvar hún byrjar og hvar hún endar... Reyndar vona ég að ekki sé allt búið þegar lestrinum lýk- ur. Ég hef engan áhuga á að búa til þannig bækur að ég geti lofað lesandanum upp á æru og trú að hann sé laus við mig um leið og hann hefur lokið bókinni. Þeir verða helst að snúa sér annað til að ná slíkum viðskiptum." - Hvernig hagarðu vinnu þinni við skriftirnar? „Ég hef skriffæri og pappír og svo skrifa ég þegar ég kemst í gang, ef ég kemst í gang. Mér finnst ég þurfa að skrifa á hverjum degi og helst á sama tíma. Það þýðir ekkerl að bíða eftir að maður verði sérstaklega upplagður - að andinn komi yfir mann, eins og sagt var á rómantísku skeiðunum. Hann kemur alltaf öðru hvoru sem betur fer. Ég held að þeim sem erindi eiga á þessu sviði lærist að vinna sig upp í það ástand sem má með nokkrum rétti kalla annarlegt - að and- inn komi yfir mann. Reyndar hafa ýmsir nöldur- seggir, jafnvel heilir hópar, gert það lortryggilegt, þetta með andann - hafa kannski verið eitthvað sniðgengnir sjálfir í þeim efnum. Ég handskrifa að mestu svona upp á gamla mátann. Mig vantar vélritunarhraðann. hugsa stundum of hralt fyrir ritvélina. Ég rissa eða punkta niður hugsanir mínar. En nú er ég hins vegar að komast í nýtt ævintýri á þessu sviði. Ég er að ánetjast tölvu sem ég sé fram á að eignast með tíð og tínra - ekki síst ef þjóðin lætur svo lítið að kaupa bókina mína. Ég er alveg heillaður af þeim nýju tækifærum sem tölva býður mér. Ritvélin mín var svo sem ágæt, en hún var alltaf að suða í mér og það truflaði mig. Tölvan þegir hins vegar og það kann ég að meta. Mér skilst að einhverjir kærir kollegar séu farnir að bölva tölvunni og á góðri leið með að skapa tísku í þá átt. Ég skal ekki verða til að taka undir þann söng. Skáldið er ekki sérlega lagvisst ef það lætur tölvu slá sig út af laginu.” - Hvernig tilfinning er það að setja lokapunkt- inn við ritverk? „Jóhannes Kjarval sagði einu sinni við mig að það væri mestur vandi að vita hvernær maður ætti að hætta. Ég get ekki neitað að það er tals- verður léttir að vera kominn á leiðarenda á þessu ferðalagi. Þetta er að ýmsu leyti torsótl leið. En nú held ég að ég sé búinn að ná áfanga sem er merkilegur fyrir mig sjálfan og vona að það geti skipl aðra máli líka að þessi ferð var farin. Mér finnst ég sitja í áfangastað og búinn að tjalda." Hvað annað hefurðu verið að fást við og hvað bíður tölvunnar? „Ég hef eiginlega verið að fást æ meir við Ijóð. Við Örn Þorsteinsson myndlistarmaður höfum átt skemmtilega samvinnu sem sér stað i ýmsu. Meðal annars unnum við tuttugu hiínútna verk fyrir sjónvarp, sem Svíar og Finnar hafa iiú keypt. Síðasti afraksturinn er mynd-ljóðverkið Spor í spori sem við höfum gefið út í sextíu tölu- settum og árituðum eintökum með lexla mínum hvort sem menn vilja á ensku eða íslensku. Einn- ig liggur fyrir að gefa út litla bók fyrir jólin, sem í eru Ijóð og myndir. Tilvalin sem möndlugjöf á jólunum! Það er margt sem bíður í ýmiss konar drögum, fyrir utan þ;ið sem gæti spunnist af því sem liggur fyrir nú. Ég er svo lánsamur að hafa alltaf eitt- hvað í handraðanum sem bíður þess að ég geli einbeitt mér að því. Leikhúsið freistar min. Kvik- myndirnar voru æskudraumar. Kannski er maður nógu gamall til að þeir fari að rætast nú, af þvi maður er svo ungur í sér. En spurningin snýst auðvitað um hver fær möndluna í ár og hvort keppt verður um ljóðabókina eða jafnvel skáld- söguna." Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir Mynd: Helgi Friðjónsson 28 VI KAN 43. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.