Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 16
NAFN VIKUNNAR: ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN
Hef ekkert að sækja út eins og er
Þorgils Óttar Mathiesen er orðinn gamalreynd-
ur leikmaður í íslenska handboltanum, þrátt fyrir
nokkuð ungan aldur, og einn af fáum „gömlum
jöxlum“ sem eftir eru í áhugamennskunni hér
heima. Hann byrjaði að æfa níu til tíu ára gam-
all og síðan hefur handboltinn verið hans aðal-
áhugamál. í byrjun keppnistímabils nú í haust
var hann svo skipaður fyrirliði íslenska landsliðs-
ins í handbolta. En hann er lika á endaspreltinum
í viðskiptafræðinámi - hvernig skyldi handboltan-
um og viðskiptafræðinni koma saman?
„Samkomulagið er nú svona og svona því
handboltinn hefur alltaf setið í fyrirrúmi. En með
góðum vilja hefur þetta gengið upp og nýjustu
fréttir herma að ég ljúki þeim prófum, sem eftir
eru, í janúar."
- Hvernig leggst í þig að vera orðinn fyrirliði
- og hvað þarf góður fyrirliði að hafa til að bera?
„Starfið leggst mjög vel í mig. Fyrirliði þarf
að hafa umsjón með ákveðnum hagsmunaatrið-
um leikmanna utan vallar og getu til að leysa
ýmis mál sem geta komið upp á. Hann þarf að
sýna gott fordæmi og vera það ákveðinn og stað-
fastur að menn fylgi því fordæmi. Og hann er
að sjálfsögðu síðasti maður til að gefast upp. Það
fer annars mikið eftir því hvernig hópurinn er hve
mikið reynir á fyrirliðann. Samstaðan ræður því
miklu. í mínu tilfelli kvíði ég engu, hópurinn er
samstilltur og hefur spilað mikið saman, þar af
leiðandi verður starfið mun auðveldara."
- Er þegar farið að æfa stíft fyrir ólympíuleik-
ana í Seoul ’88?
„Já, það er búið að skipuleggja allan undirbún-
ing og æfingar fyrir þau tvö ár sem eru til stefnu.
Síðara árið, sérstaklega sumarið fyrir leikana,
verða æfingar nánast fullt starf. Meirihluti gömlu
leikmannanna verður áfram í landsliðinu en þó
bætast nokkrir nýir i hópinn. Nokkuð ljóst er að
flestir „útlendingarnir" verða með í Seoul. Næstu
verkefnin eru tveir leikir við Austur-Þjóðverja nú
í lok október. Svo er keppnisferð til Hollands í
nóvemberbyrjun og eftir áramótin er Baltic-cup
og Flugleiðamótið. Um það leyti getur landsliðið
æft saman í um mánaðartíma, meðan Vestur-
Þjóðverjarnir eru að undirbúa B-keppnina og
fyrsta deiidin þeirra liggur niðri. Reynt er að haga
skipulagningunni samkvæmt því.
HSÍ hefur unnið mjög gott starf í sambandi
v'ið fjáröflun sem fyrirtæki og almenningur hafa
stutt vel. Nú er bara að vonast eftir sams konar
stuðningi og fyrir heimsmeistaramótið."
- Hvernig líst þér almennt á handboltaverliðina
sem í vændum er?
„Mér líst bara alveg Ijómandi vel á hana. Vetur-
inn verður spennandi og væntanlega skémmtilegur
þar eð búið er að fjölga liðum í fyrstu deildinni
úr átta í tíu. Liðin eru að verða mun jafnari getu-
lega séð og mikið af ungum og efnilegum leik-
ntönnum að koma inn. Það eru að verða viss
kynslóðaskipti. íslandsmótið er nýhafið og það
mætti segja mér að liðin verði mjög jöfn. þó erf-
ilt sé að spá einu eða neinu. Eins og er virðast
Stjarnan og Valur vera hvað sterkustu liðin."
- Hefur atvinnumennska í útlandinu ekkert
heillað þig?
„Ég hef í rauninni ekkerl að sækja út eins og
er. Takmarkið þrátt fyrir allt er auðvitað að klára
námið. Svo kann ég mjög vel við að spila hér
heima með landsliðinu og það fullnægir mínum
þörfum ennþá. Hvað maður gerir síðar meir er
aldrei að vita - en allavega ekkert á næstunni."
En ertu eitthvað að lauma þér í pólitíkina
varstu ekki í framboði til síðustu sveitarstjórnar-
kosninga?
„Jú, ég var á lista sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði. Það var mjög gaman og lærdómsríkt að
kynnast starfinu í kringum kosningar. Hvort ég
sé að lauma mér i pólitíkina veit ég ekki en ég
hef mjög gaman af stjórnmálum og það er ekkert
úlilokað að maður beini einhvern tíma kröftunum
þangað. En meðan ég er í handboltanum er hann
númer eitt, tvö og þrjú - allavega meðan maður
er í landsliðinu."
- Ein bráðnauðsynleg spurning að lokum, ertu
enn ólofaður?
,,No comment"
En þar sem ómögulega er liægt að sleppa fyrir-
liðanum út í stranga vertíðina með svo billegt
svar var reynt aftur... Ógiftur?
„Já, en ætli maður sé ekki alltaf að reyna að
gefa sér tíma fyrir vangaveltur í þá áltina."
Mynd: Helgi Friðjónsson
Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir