Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 47

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 47
Nýjar kvikmyndir ræningjar Sjóræningjar er fyrsta kvikmynd Romans Pol- anski í fimm ár og ef marka má fyrstu viðtökur gagnrýnenda gæti hún orðið hans banabiti. Kostn- aður við gerð myndarinnar var gífurlegur eða 30 miiljónir dollara sem svarar til 1,2 milljarða ís- ienskra króna og það þarf ekki lítinn hóp áhorf- enda til að ná upp í kostnaðinn. Roman Polanski hefur gælt við þá hugmynd að gera sjóræningjamynd allar götur síðan 1975. Menn voru að vonum vantrúaðir á þá hugmynd enda eru mörg ár síðan Errol Flynn og Burt Lanc- aster gerðu garðinn frægan i slíkum myndum. Polanski er aftur á rnóti þekktur fyrir þrjósku og þrátt fyrir neikvæðar undirtektir hélt hann áfram tilraunum sínum við að láta drauminn rætast. Loks var það kvikmyndajöfurinn frá Túnis. Tarak Ben Ammar, sem lagði til megnið af peningunum með því skilyrði að myndin yrði gerð í Túnis. Frá þvi fyrsta hafði Polanski hugsað sér Jack Nicholson i aðalhlutverkið, Rauð kaftein. Nichol- son hafði ekki áhuga og leitaði hann þá til Walters Matthau sem i fyrstu hafði heldur engan áhuga. Aftur á móti hafði sonur hans, Charlie, áhuga á að faðir hans léki Rauð kaftein og Matthau lét undan. Strax urðu miklir erfiðleikar við gerð myndar- innar. Versti vetur varð einmitt i Túnis þann vetur sem kvikmyndatökur fóru þar fram og allur kostn- aður jókst. Sérstaklega varð sjóræningjaskipið, er Polanski lét smiða, dýrt. Kostaði það litlar 8 millj- ónir dollara eða 320 milljónir íslenskar og samsvarar það skuttogaraverði; dýrt skip sem aðeins er notað í eina kvikmynd. Það tók níu mánuði að kvikmynda Sjóræningj- ana og voru það samkvæmt sögn allra sem komu nálægt kvikmyndatökunni níu erfiðir mánuðir. Nú er árangurinn kominn í ljós og efasemdirnar orðnar að raunverujeika. Þó of snemmt sé að spá um hvort allt það fé, sem lagt var í mvndina, sé glatað er því ekki að neita að hrifningin er litil yfir þessum óð Romans Polanski til gömlu sjóræn- ingjamyndanna. Roman Polanski innan um sjóræningja sina. Á innfelldu myndinni er Walter Matthau i hlut- verki Rauðs kafteins. 9 . ? k A 'mmstíh. ,, mk i i Að sjálfsögðu er ung hefðarkona til staðar i Sjóræningjum. Hana leikur Walter Matthau ásamt ungum og efnilegum sjóræningja sem leikinn er Charlotte Lewis. af Cris Campion. 43. TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.