Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 39
Næsta hljómsveit Pauls hét Q-Tips. Hún var
skipuð átta mönnum og spilaði þá músík sem var
í uppáhaldi hjá honum. Sú hljómsveit lifði í þrjú
ár, gaf út tvær breiðskífur og hélt fjölda hljóm-
leika en náði aldrei nægilegum vinsældum til að
bera sig. Eftir að Q-Tips hætti störfum bauðst
Paul samningur sem sólósöngvari hjá CBS. Hann
ákvað að slá til og hóf ásamt vini sínum úr Q-
Tips, hljómborðsleikaranum Ian Kewley, að safna
efni á breiðskífu. Hann réðst ekki á garðinn þar
sem hann var lægstur heidur tók ýmsar gamlar
perlur og endurútsetti, ásamt frumsömdum lögum
þeirra Ians.
Fyrst gáfu þeir út lagið Love of the Common
People en ekkerl gekk. Næst kom Iron Out the
Rough Spots. hún náði heldurengum vinsældum.
Þá var öllum hætt að lítast á blikuna. Þeir gerðu
þó lokatilraunina, gáfu út gamla Marvin Gay
lagið Wherever I Lay My Hat (That's My Home)
og það rataði rétta leið í efsta sæti breska listans.
Vinir Marvins hafa sagt að hann hafi orðið yfir
sig ánægður þegar hann frétti þetta. Farið var
að tala um Paul Young sem besta karlsöngvara
breska poppsins og svo framvegis. Það er heldur
enginn vafi á því að hann hefur mjög góða rödd
sem nýtur sín einmitt mjög vel í þessu lagi.
Næsta skífa innihélt lagið Come Back and Stay.
Hún fór í fjórða sæti breska listans. Þá ákváðu
þeir að prófa að endurútgefa lagið Love of the
Common People og sjá til. Það fór inn á topp tíu
í Bretlandi.
Breiðskífan hans, sem innihélt öll þessi lög,
No Parlez, varð ein sú söluhæsta í Bretlandi. svo
og hér heima. Framtíð hans var nær tryggð. Nú
ætlaði hann að fylgja vinsældunum eftir með
hljómleikaferðalagi en tókst ekki að Ijúka vegna
þess að raddböndin sviku hann.
Þegar það varð opinbert að Paul Young yrði
að taka sér frí frá söngnum vegna tónleikahalds
var ekki ktust við að það hlakkaði í sumum vegna
þess hve röddinni í honum hafði verið hampað.
En Paul notaði tímann til að hvíla sig. semja lög
og lærði raddbeitingu hjá söngkennara.
Önnur platan, The Seerel of Associalion. kom
síðan út í apríl 1985. Hún fór beinustu leið á topp
breska vinsældalistans yfir breiðskífur en áður
hafði lagið Everything Musl Change komist ofar-
lega á lista i Bretlandi i desember 1984 og
Everytime You Go Away í mars 1985. Þessi plata
náði þó ekki þeim vinsældum sem No Parlez
naut því Paul hafði ekki brugðið á sama ráð og
margir aðrir tónlistarmenn hafa gert eftir jafn-
vinsælar plötur og No Parlez. að gefa út pottþétta
söluplötu. heldur var The Secret of Association
mun metnaðarfyllri og ekki eins mikið um smelli
á henni.
Eins og áður sagði hefur Paul Young tekið
nokkrar perlur upp á sína arma og endurúlsetl.
Fyrst er auðvitað að nefna Marvin Gay lagið
Wherever I Lay My Hat, Love of The Common
People, Come Back and Stay og lag Joy Divisi-
on, Love Will Tear Us Apart. Þessi voru öll á
No Parlez en á annarri breiðskífunni má nefna
Everytime You Go Away eftir Daryl Hall sem
komst á toppinn í Bandaríkjunum. Soilders
Things og tleiri. Svo virðist sem honum leyfist
margt sem aðra dreymir varla um að gera.
Nú er þriðja breiðskifan að koma út. Þegar
þetta er skrifað er ekki búið að gefa upp hvað
hún kemur til með að heita en búið er að gefa
út eitt lag af henni og það heitir Wonderland.
Á tónleikum leggur Paul Young meira upp úr
flutningi laganna en sviðsframkomu. Þegar verið
var að dæma tónleika hjá honum í bresku popp-
blaði sagði gagnrýnandinn að þar sem hann hefði
verið svo óheppinn að fá sæti aftarlega í salnum
hefði Paul í fjarlægðinni litið út eins og eldspýta
í flokki Ian Kewley sem hefur fylgt Paul frá Q-
Tips. Upphaflega voru tvær baksöngkonuren þær
hættu til að hefja sólóferil og í staðinn komu þrír
svertingjar.
Við skulum enda þessa grein á lýsingu á honum
úr bandarísku poppblaði. Þar segir: „Þegar þessi
á sviðinu en það hefði ekkert gert til því hann
hefði gagntekið alla með söngnum.
Paul er virtur í poppbransanum fyrir góða
söngrödd og tók til dæmis þátt í Band Áid laginu
Do They Know It's Christmas. Þegar Midge Ure
var spurður að því hvort ekki hefðu komið upp
nein vandamál við upptökuna svaraði hann að
erfiðast hefði verið að biðja jafngóða söngvara
og Paul um að endurtaka sönginn því þetta hefði
ekki verið alveg nógu áhrifamikið.
Á Live Aid tónleikunum tók hann lagið That's
the Way That Love Is ásamt Alison Moyet. Það
lag hefur þvi miður ekki verið gefið út á plötu.
Eitt sinn stóð til að fá Paul Young hingað til
lands til tónleikahalds. Úr því varð þó ekki vegna
raddbandaverkfallsins en í viðtali við breskt popp-
blað lætur hann þess getið að hann hafi ekki
komið til íslands ENNÞÁ en langi lil að fara
hingað.
Hljómsveitin. sem fylgir honum, heitir því tign-
arlega nafni The Royal Family. Þar er fremstur
maður opnar munninn og syngur leggur fólk við
hlustir."
AÐDÁENDAKLÚBBUR:
Paul Young
P.O. Box 140
London WC2H 8PB
England
NAFN: Paul Anthony Young.
FÆDDUR: 17. janúar 1956.
HÁRALITUR: brúnn.
AUGNLITUR: móleitur.
HÆÐ: 184 sm.
HLJÓDFÆRI: söngur, píanó, gítar.
AÐALÁHUGAMÁL: að safna plötum.
Ókvæntur.
BREIÐSKÍFUR: No Parlez og The Secret of
Association (þriðja breiðskífan kemur út innan
skamms, nafn hcnnar er ekki vitað).
43. TBL VIKAN 39