Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 13

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 13
 4. grein kemur í heimsókn aði akkerum ekki nema hálfan kílómetra undan baðströndinni. Ég hlýt nú að viðurkenna að þegar ég var í blóma gelgjuskeiðsins kom ég mér upp undarlegu áhugamáli þar sem voru herskip. Ég byrjaði á því að gerast sérfræðingur í þýska flotanum í seinni heimsstytjöld en færði fljótlega út kvíam- ar. Áður en ég vissi af var ég orðinn töluverður sérfræðingur í herskipamálum allt frá dögum Dreadnoughts, og nú ýki ég ekki einu sinni neitt að ráði. Þegar félagar mínir voru úti í fótbolta eða að gera eitthvað það sem strákar á gelgju- skeiði gera (ég komst náttúrlega aldrei að þvi hvað það var) þá sat ég inni og las þykka doðr- anta sem ég hafði fengið sagnfræðistofnun hennar hátignar Bretadrottningar til þess að senda mér eða blaðaði í Biblíu herskipafræðinga, Jane’s Fighting Ships. Ég hafði eytt næstum heilu sumar- kaupi í nýjustu útgáfuna af Jane’s og fullyrði að ég kunni svo gott sem utanbókar áður en lauk. Ég bar saman flota Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna og þótt ég vissi svo sem að amerísku skipin væru áreiðanlega fullkomnari og vopnin nákvæm- ari þá gat ég ekki annað en hrifist af stórfengleik sovésku skipanna. Sum þeirra voru ekki annað en einn stór eldflaugaskotpallur - mér fannst Krivak tundurspillamir, sem þá voru splunkuný- ir, sérstaklega áhrifamiklir - og það læddist að mér efi um að amerísku skipin hefðu mikið í þessi vopnabúr að gera. Spraance tundurspillar Ameríkumanna höfðu eina fallbyssu og einn eld- flaugapall og þó þeir væm líka splunkunýir fannst mér þeir ekki sérlega traustvekjandi. Mestar áhyggjur hafði ég þó af nýrri gerð amerískra frei- gátna sem þá vom enn á teikniborðinu og virtust næstum því vopnlausar fyrir pilt sem hafði hlotið sína „þjálfun" í herskipafræðum í seinni heims- styijöld þegar ormstuskipin bám marga tugi af risavöxnum byssum. Þessar freigátur voru af gerðinni Oliver Hazard Perry. í byijun september kom til íslands amerískt herskip sem hét og heitir enn USS Doyle. Það <. 43. TBL VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.