Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 46
Mynd vikunnar
Köld spennumynd
FLÓTTALESTIN
(RUNAWAY TRAIN)
★★★
Leikstjóri: Andrei Konchalovsky.
Aðalleikarar: Jon Voight, Eric Roberts
og Rebecca DeMorney.
Sýningartimi: 105 min.
Andrei Konchalovsky hefur
greinilega aðlagast bandarískum lifs-
venjum nokkuð vel þvi Flóttalestin
er fyrst og fremst vel heppnuð
spennumynd á bandaríska vísu.
Horfinn er rómantíski blærinn sem
einkenndi Elskhuga Maríu (Maria's
Lovers) og gerði þá mynd rneira evr-
ópska. I staðinn er komin köld
spenna sem heltekur áhorfandann
allan þann tíma sem Flóttalestin tek-
ur í sýningu.
Flótlalestin gerist í Alaska. í
rammgerðu fangelsi situr Mannheim
(Jon Voight). fangi sem hafði verið
lokaður af í þrjú ár vegna stroktil-
rauna. Honum er, þvert gegn vilja
yfirmanns fangelsisins, hleypt úr
klefa sínum. Fangelsisstjórinn, sem
hatar Mannheim, egnir hann til
flótta. Hann gerir það með aðstoð
ungs fanga, Buck Logan (Eric Ro-
berts). Þeir ná að flýja úr fangelsinu
út í kuldann og halda til næstu járn-
brautarstöðvar. Þar velja þeir sér lest
lil að fiýja í. Svo illa vill til að stjórn-
andi lestarinnar deyr meðan lestin
er á fullri ferð og æðir nú lestin
stjórnlaus um auðnir Alaska og eyk-
ur jafnt og þétt hraðann. Reynt er
að stöðva lestina en allar tilraunir til
þess mistakast.
Þeir vita ekki í byrjun að þriðji
farþeginn er í lestinni. Það er ung
stúlka sem var aðstoðarmaður ekils-
ins. Allar tilraunir þeirra þriggja til
að stöðva lestina mistakast og virðist
ekkert nema dauðinn bíða þeirra...
Það verður að segjast eins og er
að Flóttalestin er mögnuð spennu-
mynd. Allt hjálpast að, frábær
kvikmyndataka þar sem kuldalegt
landslag Alaska nýtur sín, lestin er
ógnvekjandi og síðast en ekki síst
frábær leikur þeirra Jons Voight og
Erics Robertsí hlutverkumstórhættu-
legra glæpamanna sem bera enga
virðingu fyrir lífinu.
Jon Voight tekst ávallt að skapa
sterkar persónur i myndum sínum.
Hér hefur honum tekist að skapa
sérstaklega eftirminnilega persónu.
Mannheim er dýr á yfirborðinu,
maður sem hefur alla ævi lifað glæp-
samlegu lífi og er harður sem stál en
þótt langt sé í lilfinningarnar eru þær
fyrir hendi eins og kemur í Ijós í síð-
asta hluta myndarinnar. Þótt Eric
Roberts falli aðeins í skugga Jons
Voight tekst honum samt vel að lýsa
þessari einskis nýtu persónu sem
Logan er.
Andrei Konchalovsky er með
Flóttalestinni kominn nokkuð langt
frá uppruna sínum í rússneskri kvik-
myndagerð þar sem hann var talinn
meðal meistara. í staðinn hefur hon-
um tekist með tveimur fyrstu
myndum sínum i Bandaríkjunum að
skapa sér nafn og á örugglega eftir
að kveða mikið að honum í framtíð-
inni.
VEIÐIHÁR OG
BAUNIR
★★★
Leikstjórí: Gösta Ekrnan.
Aðalleikarar: Gösta Ekman,
Margaretha Krook og Lena
Nyntan.
Sýningartimi: 98 mín.
SJÁLFBOÐALIÐ-
ARNIR
★
Leikstjóri: Nicholas Meyer.
Aðalhlutverk: Tom Hanks
og John Candy.
Sýningartimi: 84min.
Oft er talað um að sænskar gamanmyndir séu
um leið vandamálamyndir og er nokkuð til i þvi.
Veiðihár og baunir cr blcssunarlega laus við allar
skoðanir. Hér er á ferðinni létt og virkilega
skemmtileg gamanmynd þar sent Gösta Ekman,
sem bæði er leikstjóri og aðalleikari. fer á kostum.
Hér leikur hann iðjuleysingja sem býr hjá ráð-
rikri móður sinni. Honum er nú ekki sérlega vel
við móður sína og gerir allt til að losna við hana,
um stundarsakjr allavega. Það mistekst honum á
spaugilegan hátt. Hann kynnist einstæðri móður
og verður hrifinn en meðfætt kjarklcysi gcrir hon-
um erfitt um vik að koma sér i mjúkinn hjá hcnni.
Veiðihár og baunir er algjörlega verk Gösta
Ekman þar sem hann er bæði leikstjóri og aðal-
leikari. Hann fær þó góða aðstoð frá kvenleikur-
um sínum. Margaretha Krook er leikur móður
hans og Lena Nyman sem hrífur hann upp úr
skónum. Með Veiðihárum og baunum tekst það
sem til stóð - að fá fólk til að hlæja.
Þeir sem scð hafa gamanmyndina Splash niuna
sjálfsagt eftir félögunum tveim, Tom Hanks og
John Candy, er fóru á kostum í þessari ágætu
mynd. Þeir eru nú mættir aftur saman i Sjálf-
boðaliðunum (Volunteers). Sú mynd íjallar um
sjálfboðaliða í friðarsveitum Bandaríkjanna sem
sendir eru til Thailands á þvi herrans ári 1962.
Eins og við má búast lenda þeir félagar i tuiklum
ævintýrum. Verkefni þcirra er að byggja brú fyrir
innfædda þorpsbúa. Þorpsbúarnir hafa engttti
áhuga á brúnni cn það hafa aftur á móti skæru-
liðallokkur og eiturlyljasmyglarar sem hugsa gott
til glóðarinnar og John Candy er meira að segja
heilaþveginn al' rauðliðutn.
Það vantar ekki viljann við að reyna að gera
hlægilega mynd en því miður mistekst ficst sem
rcynt cr. Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika lil gaman-
lciks hafa þeir Tom Hanks og John Candy ekki
crindi sem erfiði, til þess er handritið of villaust.
Útkoman er þvi mynd sem miklu púðri hefur
verið cytt í árangurslausl.
Þótt Steven Spielbcrg komi ckki nálægt Ex-
plorcrs sér maður hversu slyngur leikstjóri hann
er eftir að hafa séð þcssa niynd sem greinilega
hefur átt að beina að þeim áhorfendum scm
fiykktust til að sjá E.T. Þcir sem standa að Ex-
plorers ná nefnilega alls ekki þeirri ætlun sinni
að gcra skemmtilega barnamynd. Til þcss er hún
of þung i vöfum.
F.xplorers fjallar um þrjá drcngi sem komasl í
samband við verur úti i heimi. Mcð þeirra hjálp
tekst drengjunum að smíða geimfar og ætlunin
cr að hitta þessa vini sína. Það tekst þeim og
ævintýraheimurinn. sem þeir voru búnir að
ímynda sér. hrynur þegar þeir komast á leiðar-
enda. Geimfar veranna er að innan eins og
vélarrúm skips og gcimvcrurnar cru með því Ijót-
asta sem skapað hefur verið hingað til i kvikmynd-
um. Að skapa svo óaðlaðandi veröld er ekki
aðferðin til að fá geimþyrsta krakka á bió. Þar
fyrir utan er myndin allt of fiókin i allri upp-
byggingu og þrátt fyrir margar slórlenglegar senur
er Explorcs i heild ein allsherjar mistök.
46 VIKAN 43. TBL