Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 24

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 24
Stúdentapólitík Sverrir Hermæmsson menntamálaráðherra: „Við vorum hógværari en stúdentar eru í dag“ Sverrir Hermannsson hefur setið beggja vegna borðsins. Hann sat í Stúdentaráði á árum áður en nú fer hann með yfirstjórn menntamála í landinu. Þrátt fyrir mikið annríki gaf Sverr- ir sér litla stund til að ræða við Vikuna um málefni sem tengjast stúdentum fyrr og síðar. Sverrir sagðist allar götur hafa haft mikinn áhuga á félagsmálum og því hefði það ekki verið óeðlilegt að hann hefði einnig tengst þeim á háskólaárum sínum. Afskipti Sverris af stúdentapólitík hófust með því að hann fór að ritstýra Stúdentablaðinu á öðru námsári sínu í Háskólanum. Síðan varð hann formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1953-1954 en þegar hann lét af því starfi fór hann í framboð til Stúd- entaráðs og náði kjöri. „Ég man að þar sat ég með Ragnhildi Helgadótt- ur, núverandi heilbrigðisráðherra, Jónasi Hallgrimssyni, prófessor og lækni, séra Ingólfi Guðmundssyni, Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi og fleirum. Þetta var allt öðruvísi þá, miklu smærra í sniðurn en nú er. Ég held að við höfum ekki haft ýkja mikil áhrif á stjórnvöld vegna hags- muna námsmanna á þessum árum. Við vorum líka miklu hógværari en stúdentar eru i dag. Starfandi stjórn- málaflokkar í landinu höfðu sína menn inni í ráðinu og þótti það gott. En að öðru leyti sinntu þeir þessu ekki að neinu ráði. Það hefur losnað um þessi tengsl flokkanna við Stúd- entaráð. Þó held ég að Vaka sé tengdari Sjálfstæðisflokknum en hin- ir flokkarnir sem sitja í Stúdenta- ráði.“ - Er það leiðin til frama í Sjálf- stæðisflokknum að hafa verið framarlega í Vöku? „Ég veit það nú ekki en hinu ber ekki að neita að menn marka sína braut oft snemma á lífsleiðinni og það spillir áreiðanlega ekki fyrir þeim að hafa verið framarlega þar. En hvort þessi leið flýtir eitthvað frekar fyrir en að hafa starfað í öðrum ung- liðahreyfingum á vegum Sjálfstæðis- fiokksins skal ég ekkert segja um." - Vilt þú hafa golt samband við námsmannahreyfingarnar sem starf- andi eru í dag? „Það vil ég. Það hafa orðið harka- legir árekstrar á milli mín og for- svarsmanna námsmanna og það er ekki siglt fyrir öll sker í þeim efnum. Ég geri mér ekki háar vonir um að þeir vilji samþykkja mín prógrömm varðandi lánasjóðinn. En þetta er myndarlegt fólk og það er sennilega uppburðarmeira gagnvart stjórn- völdum en við vorum á minni tið. Það er af hinu góða. Þetta er frjálst fólk og fullburða en það er sjálfsagt frekara til fjárins en við vorum. Það er heldur enginn vafi á að það er hægt að veita því meira en hægt var að veita okkur. Við áttum ekki ann- arra kosta völ en strita fyrir þessu námi okkar. Ég man þó að ég fékk á síðasta námsári mínu tvisvar sinn- um 3500 krónur sem þótti þónokkurt fé þá." - Baráttuaðferðir námsmanna hafa breyst á undanförnum árum ... „Auðvitað hefur margl breyst. Við munum stúdentabyltinguna sem varð í kringum 1970. Þá breyttist baráttan í mikinn trumbuslátt sem okkur hefði nú ekki dottið í hug að beita. Það eru aðrir tímar og við því er ekkert að segja. En mér hefur þótt gáman að hitta þetta unga fólk. Til dæmis þótti mér gaman að hitta það á mótmælafund- inum sem haldinn var í Háskólabíói síðastliðinn vetur. Þar var þéttskip- að, hafa sjálfsagt verið rúmlega 1000 manns. Unga fólkið í dag er hvorki offorsfullt né hávaðasamt en það er grimmt í afstöðu sinni en samt manneskjulegt." - Hver yrðu viðbrögð þín ef stúd- entar hertækju menntamálaráðu- neytið? „Ég myndi taka öllu með ró og reyna að ræða málin." - Myndi það milda þínar aðgerð- ir? „Ég held að það myndi engin áhrif hafa á mig nema stúdentar gætu fært haldgóð rök fyrir sínum málstað. Annars læt ég slikar aðgerðir engin áhrif hafa á mig. Þó er ég alltaf til- búinn að ræða við þetta fólk og er 24 VIKAN 43. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.