Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 50
D R A U M A R MAÐURSEM REYNDIVIÐ MIG Kæri draumráðandi. Mig dreymdi um daginn mann sem reyndi einu sinni við mig og heitir X. Ég er nú ekki að hugsa um hann frá degi til dags svo mér fannst þetta skrýtið. í draumnum vorum við eitthvað að tala saman og mér fannst fara vel á með okk- ur, það kom mér bara á óvart að dreyma þennan mann. Kæri draumráðandi, viltu segja mér hvort þetta er eitthvað merki- legur draumur. Með fyrirfram þökk. S.K. Nafn þessa manns er það eina sem er merkilegt við drauminn og það merkir að þú munir vinna sig- ur. En mundu að það er því aðeins táknrænt fyrir þig að þessi maður hafi lítið komið upp i huga þinn og um það verður þú auðvitað að eiga við undirmeðvitund þína. VATNI SPRAUTAÐ Kæri draumráðandi. Vonandi getur þú hjálpað mér við þennan draum. Þetta skeði á afmælishátíð Reykjavíkur, að kvöldi. Ég var að labba með tvær kók, aðra í pappa- glasi. Þegar ég var að því kallaði fullur maður til mín: Hvernig væri að gefa mér kók? Þá henti ég glas- inu í hann. Svo heyrði ég hann sötra kókið. Eftir þetta elti maður- inn, sem við skulum kalla Jóa, mig. Ég hljóp til vinkonu minnar og sagði: Fljót, hlauptu, það er kall að elta mig. En hún sagði bara: Hvað er að þér? Það er eng- inn. Samt hljóp ég en komst lítið áfram. Þá sá ég allt í einu strákinn sem ég er hrifin af, ég sá hann og nokkra af vinum hans. Ég hljóp til þeirra og sagði: Fljótir, felið mig, þið getið það alveg, þið eruð fjór- ir. Þeir sögðu mér að halda kjafti og að ég væri rugluð, svo fóru þeir. Allt í einu var ég komin heim. Ég sat inni I eldhúsi og heyrði allt í einu í póstinum. Ég fór fram en þá var þetta Jói að reyna að sprauta vatni í gegnum lúguna. Ég varð svo hrædd að ég hljóp inn í eldhús til mömmu, pabba, ömmu og afa. Þar settist ég niður og sagði þeim að Jói væri á eftir mér. Síðan settist ég niður milli ömmu og afa og faldi mig. Pabbi fór fram en Jói kom á eftir honum og sagði að þetta væri allt I lagi, hann væri farinn. Svo fór pabbi að fikta eitthvað I símanum og Jói kom í eldhúsdyrnar. Þá stóð ég upp og sagði: Hvernig væri að láta mig í friði? Eftir það settist ég niður. Þá fór Jói inn í stofu. Þá kallaði amma: Sjáið þið, það blikk- aði rautt Ijós í stofunni. Þá komumst við að því að ég var eina manneskjan sem sá Jóa. Hann var þá draugur. Þannig lauk þessum draumi. Ég man að allan tímann, á með- an mig dreymdi þennan draum, grét ég. Spurningar: Hvað táknar þessi draumur um strákinn sem ég er hrifin af? Á ég eftir að sjá svona draug? Vonandi getur þú hjálpað mér með þennan draum. Guðrún. / fyrsta lagi er rétt að taka fram að draumurinn varðar strákinn ekkert sérstaklega og hann er ekki fyrirboði þess að þú sjáir draug. Hins vegar máttu líta á þennan draum sem ábendingu um að láta ekki hafa þig út í eitthvað sem er andstætt þinni eigin dómgreind og vilja. Hann getur líka bent til að þú sért óörugg með þig og mættir við því að hafa meira sjálfs- traust. SKÓROG BRÉF Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða stuttan og skrýtinn draum. En fyrst ætla ég að segja þér svolítið. Ég skuldaði skó og fór svo I annan þæ í sumar en svo hringdi mamma og sagði mér það. Þegar ég fékk útborgað sendi ég peningana til vinkonu minnar því að hún á heima rétt hjá þessari búð. Síðan dreymdi mig að stelpa, sem vinnur í búðinni, kæmi og heimsækti mig. Ég spurði hana hvort vinkona mín væri ekki búin að borga skóna. Hún játaði því en það gat ekki staðist því að það var bara einn dagur síðan ég sendi bréfið. Ég bið þig að ráða þennan draum því ég er oft búin að senda drauma en þeir hafa aldrei verið birtir. Bæ, bæ. 3854-2484. P.S. Ég spyr einnar spurningar að lokum: Er nauðsynlegt að skrifa nafnið sitt undir bréfið? Þá meina ég líka undir bréf til Póstsins. / fyrsta lagi birta hvorki Póstur- inn né draumráðandi nafnlaus bréf. Það er lágmark að skrifa und- ir bréf en draumráðandi hefur það fyrir reglu að birta drauma ekki undir nafni, þó ekki sé beðið um nafnleynd, og sömu sögu er sennilega að segja um Póstinn. Það er varla von að þú hafir fengið nafnlausa drauma birta. Við fáum nóg af draumum frá fólki sem skrifar undir fullu nafni. En við virðum sem sagt nafnleynd. Draumurinn þinn er ekki eigin- legur tákndraumur heldur virðist hann afleiðing hugsana þinna I vöku og sennilega hefur þú hugs- að meira um þessa skó en þú heldur sjálf. SVARTUR KÖTTUR Kæri draumráðandi! Mig er búið að dreyma nokkra fremur skrýtna drauma og mig langar til að biðja þig um að ráða fram úr þessum draumi. Þannig er mál með vexti að ég sá sætan strák sem er sautján ára og mig dreymdi hann líka áður en ég sá hann. Draumurinn er þannig: Ég var að dansa við þennan strák. Svo hættum við og fórum út að labba. Þá sáum við svartan kött sem hljóp fyrir framan okkur. Við þekktum bæði þennan kött og fórum að tala eitthvað um hann. Mig hefur oft dreymt þennan strák og þá hefur svartri kötturinn oftast verið I draumnum. Mig langar mikið til að vita hvað þessir draumar merkja og af hverju þessi svarti köttur er alltaf I draum- unum? P.S. Ég þakka fyrir æðislega gott blað. Bæ, bæ. Ein rugluð. Fyrst svarti kötturinn fylgir alltaf þessum draumum um strákinn verð ég að hryggja þig með þvi að hann er ekki fýsilegur kostur fyrirþig, sennilega á hann létt með að svikja I ástamálum. Það er megininntak draumsins. 50 VIKAN 43. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.