Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.10.1986, Side 51

Vikan - 23.10.1986, Side 51
P 0 S T U R VIK A N SKRÍTIÐ AÐ VERÐAEKKI ÓLÉTTAR Elsku besti Póstur. Þú verður að reyna að svara okkur eftir bestu getu því við eigum við svo mikil vand- ræði að stríða og þorum ekki að spyrja neinn annan. Ég og vinkona mín erum búnar að vera með sömu strákunum síðan í byrjun þessa árs. Við vorum báðar á pillunni þegar við byrjuðum með strákunum, svo hættum við á pillunni í byrjun apríl. Við höfum ekki tekið hana síðan. Við höfum haft samfarir eins og áður, meðan við vorum á pillunni. Pillan er eina getnaðarvörnin sem við höfum notað. Við höfum alltaf haft reglulegar blæðingar en síðast, þegar blæðingar áttu að byrja, fórum við fimm daga fram yfir. Þá héldum við að við værum óléttar en svo byrjuðum við sam- tímis á túr. Það er svolítið skrítið að við skulum byrja með blæðingar samtímis. Við töldum alveg rétt, 21 dag á milli blæðinga, og það hefur alltaf passað þar til núna, þá voru 26 dagar á milli blæðinga hjá okkur báðum. Okkur finnst svo skrítið að hvorug okkar skuli verða ólétt þegar við notum hvorki pilluna né aðrar getnaðarvarnir. Getur eitthvað verið að okkur eða getum við hreintekki orðið óléttar? Hvernig stendur eiginlega á þessu? Kæri Póstur, þú verður að svara okkur því við þorum ekki að leita til neins annars og alls ekki til læknis. Ekki þorum við heldur að segja neinum frá þessu því okkur finnst þetta svo hallærislegt umræðuefni. Það myndu áreiðanlega allir hlæja að okkur, því tölum við bara um þetta okkar á milli. Tvær átján ára. Jæja. Það er eitt sem þið gleymið alveg að taka fram og það er hvort þið ætlið ykkur að verða óléttar eða ekki. Að stunda sam- farir án getnaðarvarna er vísasta leiðin til þess. Pósturinn getur ekki svarað því hvort eitt- hvað er að ykkur eða ekki, það er læknis að skera úr um það. Hér á höfuðborgarsvæðinu er starfandi mikill fjöldi kvensjúkdómalækna. Einnig er starfrækt á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur kynfræðsludeild þar sem sér- menntað starfsfólk svarar spurningum um kynlíf og getnaðarvarnir. Kynfræðsludeildin er opin á mánudögum milli klukkan 16.15 og 18. En. stelpur-mínar, það er langt því frá að þetta sé hallærislegt umræðuefni. Þetta eru mál sem varða alla og fólk þarf að taka af- stöðu til. Pósturinn getur ennfremur fullviss- að ykkur um að það er sama hvort þið leitið ráða hjá kvensjúkdómalækni eða á Heilsu- verndarstöðinni, ykkur verður vel tekið. Þetta er fólk sem er sérmenntað á þessu sviði og allt af vilja gert til að leysa úr vandamálum á borð við ykkar. HJÁLPÁ BAÐABÓGA Ég les svo oft í Póstinum að ungar stúlkur eða konur, sem hafa orðið ófrískar svona óvart, geta ekki eða vilja ekki eiga barnið, sjá ekkert nema fóstureyðingu framundan. Viljið þið nú ekki, góðu kynsystur, eftirláta mér eitt eða tvö börn, annaðhvort til ættleið- ingar eða fósturs. Við erum ung hjón og búum úti á landi. Við erum bæði í góðri vinnu, reglufólk og mjög barngóð. Ef þið hafið áhuga skrifið þá Póstinum I Vikunni og merkið bréfið „Ein barngóð". Nína. Pósturinn vill taka það fram I upphafi, til að forðast allan misskilning, að samkvæmt landslögum erhonum hvorki heimilt að ann- ast milligöngu um ættleiðingar né að koma börnum I fóstur. Kæra Nina, þú mátt ekki gleyma því íþín- um eigin vanda að stúlkur eða konur, sem gangast undir fóstutoyðingu, gera það að vandlega hugsuðu máli. Þetta erstórákvörð- un fyrir þær og þær segja oft að þær gætu aldrei hugsað sér að ganga með barn og gefa það siðan. Þetta er ekki siður sárt en að geta ekki átt barn. Samkvæmt þeim uppiýsingum, sem Póst- urinn hefur aflað sér. ættir þú . tð snúa þér strax til barnaverndarnefndar og leggja inn umsókn um að fá barn til fósturs\eða ættleið- ingar. Barnaverndarnefnd h'pfur siðan samband við ykkur. Þið fáið héimsókn frá fulltrúa nefndarinnar, hann ræóir við ykkur og athugar heimilisaðstæður. En þið hjónin ættuð að hafa augun opin og fylgjast með þvi i gegnum vini og kunningja hvort eitt- hvert barn kynni að þarfnast ykkar. Það er oft sem stálpuð börn þurfa á aðstoð að haida vegna veikinda foreldra, sk/lnaðar og af ótal f/eiri ástæðum. Langi ykkur virkilega til að fá barn ættuð þið að hafa samband við barnaverndarnefnd strax því biðtiminn getur verið langur. En eins og Pósturinn sagði áðan skuluð þið hafa augun opin og fylgj- ast með þvi hvort eitthvert barn þarfá ykkur að halda til lengri eða skemmri tíma. Hafið hugfast að það er sama á hvaða aldri barn er, það þarfnast alltaf ástar og hlýju. ÁÉGAÐ GLEYMA HONUM Kæri Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður en nú er svo komið að ég tél mig þurfa á góðri ráðlegg- ingu að halda. Fyrir nokkru fór ég á ball og varð dauðástfangin af strák sem horfði á mig svo til stanslaust allt kvöldið. Hann var í hljómsveitinni sem lék fyrir dansi svo ég gat hvorki talað við hann né dansað við hann. Þegar ballið var búið fór hann af staðnum. Ég gat ekki hætt að hugsa um hann svo ég settist niður og skrifaði honum bréf þar sem ég bað hann um að hringja í mig. En hann hringdi aldrei. Þá reyndi ég að gleyma honum en án árangurs. Síðan gerðist það að ég datt í það. Þá hringdi ég í strákinn þangað sem ég vissi að hann var að spila. Við spjölluðum saman I tæpan klukkutíma. Hann sagðist muna eftir mér og líka bréfinu sem ég hafði skrifað honum. Hann var dálítið fullur svo ég tók ekki mark á öllu sem hann sagði. Daginn eftir hringdi ég svo aftur í hann en þá töluðum við stutt saman. Spurningin er: Hvað á ég að gera? Á ég að halda áfram að hringja í hann? Á ég að fara til Reykjavíkur til að reyna að hitta hann eða kannski bara að reyna að gleyma hon- um? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein ástfangin. Póstinum finnst þetta fremur erfitt mál úrlausnar en ræður það samt sem áður af bréfi þínu að strákurinn sé nú kannski ekk- ert ofsalega spenntur. Honum finnst skrítið, ef strákurinn er hrifinn af þér á sama hátt og þú af honum. að hann skuli ekki hringja i þig. En skýringin á þvi er kannski sú að hann sé feiminn. Það er nokkuð sem þú átt betra með að meta en Pósturinn þar sem þú hefur talað við hann. Efþú ert enn spennt fyrir honum, þegar þú lest þetta i Póstinum, ættir þú að hafa samband við strákinn og athuga hvort hann er til i að hitta þig. Póstur- inn ráðleggur þér samt sem áður ekki að fara að leggja í ferðalag alla leið til Reykjavík- ur til þess eins að hitta piltinn. Þú ættir frekar að gera það ef hann er að spila einhvers staðarí nágrenni viðþinn heimabæ. Efþetta gengur eftir átt þú áreiðanlega ekki í neinum vandræðum með að meta stöðuna þegar þetta er afstaðið. Ef þú sérð fram á að hann hafi ekki neinn áhuga á að hitta þig eða gefur þér engin svör um hvernig hann myndi vilja haga kunningsskap ykkar I framtíðinni er svo sem ekkert sem þú getur gert annað en gleyma honum og leita á önnur mið. 43. TBL VI KAN 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.