Vikan


Vikan - 23.10.1986, Page 22

Vikan - 23.10.1986, Page 22
Myndbandið 7. þáttur Leiðbeinandi: Marteinn Sigurgeirsson Myndataka Lýsing - Þarf nokkur aukaljós þar sem þessar nýju vídeómyndavélar eru svo ljósnæmar? Vissulega þurfa þessar nýju myndavéiar minni birtu en eldri vélar, þegar myndað er inni. Ef lýs- ingin er ekki mikil vilja víðar myndir verða óskarpar og kornóttar. Þetla á einnig við í of lít- illi birtu. Best er að hafa sem mesta og besta lýsingu, þá verður myndin skarpari og þéttari. Lýsing á mynd er þáttur sem oft vill gleymast. Eins og kunnugt er hefur sjónvarpsskjárinn aðeins tvær víddir en hin þriðja, dýpt, 'ræðst mjög af lýsingunni sem einnig hefur áhrif á áhorfandann hvað varðar stemmningu í myndinni. - Hver er besta lýsingin? Líklega er besta lýsingin fyrir myndbandið þeg- ar vel er bjart úti og skýjað. Skuggar eru þá fáir og birtan jöfn. í miklu sólskini verða oft of mikl- ar andstæður (contrast). Skuggar verða of dökkir og þeir hlutir, sem sólin skín á, verða of ljósir eða gefa of mikið endurkast og geta skilið eftir sig slikju í hliðarhreyfingum. Við innilýsingu reynum við ávallt að líkja eftir sólarljósinu, sem er náttúru- leg birta sem endurvarpast frá öllum þeim hlutum sem hún fellur á. - Hvernig er best að lýsa inni? Stundum er hægt að hagræða þeim Ijósum sem fyrir eru, láta kastara lýsa á vegg og fá óbeina lýsingu. Oft á tíðum er hægt að nota birtu utan frá, til dæmis ef eru stórir suðurgluggar. Þá á ekki að hafa kveikt inni því tvær eða fleiri gerðir ljósa fara ekki vel saman. Það verður að muna að stilla á réttan úti/inni filter og taka litastillingu með því að láta birtuna, sem notuð er, falla á hvitan flöt sem linsunni er beint að á meðan ýtt er á WB takkann, eins og áður hefur verið minnst á. Grunnlýsing inni er oft með Ijóskösturum. Aðalljósið (key iight) er haft til hliðar við mynda- vélina og ofar. Það er oft innan við eða um 20° á hugsaðri augnlínu þess sem myndaður er ef um persónu er að ræða. Hæð ijóssins er einnig mikil- væg. Ef það er of langt frá verða áhrifin kynleg, augnabrýr, kinnbein og haka verða ýkt sem getur verið ágætt í hryllingsmyndum. Ef ljósið er of hátt hverfa augun í skugga sem getur náð niður á varir. Besta staða fyrir aðalljós er oftast í 40° fyrir ofan hugsaða augnlínu sem líkist nokkuð hæð sólar og verða þeir skuggar, sem myndast við þetta, nokkuð eðlilegir. Úl frá aðalljósinu er öðrum ljósum stillt upp. Fylliljós (fill lights) er notað til þess að dreifa skuggum sem koma frá aðalljósinu en það er oft helmingi daufara en aðalljósið. Það má dempa með þunnum pappír (tracin paper) og einnig aðal- ljósið ef birtan er full sterk. Ef fyrirmyndin horfir beint í myndavélina er fylliljós haft þeim megin við myndavélina sem aðalljósið er ekki. Fylliljós er oft haft nær myndavélinni og neðar en aðalljós. Þriðja ljósið er bakljós (back light). Það er notað til þess að aðskilja fyrirmyndina frá bak- grunninum og til þess að skerpa útlínur, einnig til þess að fá ljós á axlir og gljáa á hár. Það er bakgrunninn, eyðir skuggum og gefur myndinni staðsett aftan og ofan við fyrirmyndina, til dæm- dýpt. Ef aðeins er tiltækt eitt kvikmyndaljós er is 50°. Bakljós má ekki lýsa á linsu tökuvélarinnar hægt að láta það lýsa á Ijósan flöt, til dæmis loft. eða vera hættulega nálægt fyrirmyndinni. Stund- og þannig næst óbein lýsing sem gefur oft ágæta um er bætt við fjórða Ijósinu. Það lýsir upp sjálfan raun. Þegar myndað er á móti Ijósi, til dæmis gluggum, verða fyrirmyndirnar undirlýstar ef Ijósmæiirinn í myndavélinni er sjálfvirkur. Þetta má oft laga með því að handstilla Ijósopið eða fara nær myndefninu svo að gluggarnir hverfi að mestu. Hér má sjá nokkrar gerðir ijósa: a) Halogenljós. b) Ljósapera i skermi c) Halogenljós með kæl- ingu (1000 w). d) Ljós með stillilegum geisla. Hver eru helstu lýsingarvandamálin? Þau eru aðallega tvö, ófullnægjandi lýsing, sem ráða verður ból á með aukaljósum eins og greint hefur verið frá, og mótljóslýsing sem dregur hið sjálfvirka Ijósop myndavélarinnar niður þegar myndað er á móti sterkri birtu, svo sem sól eða stórum, björtum glugga. Fyrirmyndin verður þá of dökk því Ijósmælirinn tekur meðaltal af mynd- fletinum. Stundum er hægt að lýsa fyrirmyndina með aukaljósi eða endurskinsfleti sem birtan fell- ur á og endurkastast á fyrirmyndina, sem lýsist upp. Ef þessu verður ekki við komið verður myndatökumaðurinn að færa sig og mynda und- an birtunni ef það er hægt. Einnig er hægt að stjórna ljósopinu á sumum vélum. Þá er hægt að stækka Ijósopið svo fyrirmyndin fái næga lýsingu en þá verður bakgrunnurinn yfirlýstur en það gerir minna til ef hann er aukaatriði. Mynd- bandið þolir ekki sterka lýsingu með stórum, dökkum flötum. Reynið að deyfa alla lýsingu með því að beina sterkum Ijósum að veggjum eða lofti svo hún verði jöfn. I lýsingunni felast oft ákveðin áhrif sem ekki nást með orðum. Það kemur með æfingunni. 22 VIKAN 43. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.