Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.10.1986, Side 7

Vikan - 23.10.1986, Side 7
Innsett melódía: Hópar af léttum gagnsæjum formum mynda hring á gólfi. Ofan frá, úr miðju hringsins, heyrist hljóð eins og verið sé að höggva til steina. Lögun hinna þríviðu forma er mismunandi og tilheyrir hvert form einni tónhæð og eru þannig eins konar þögult mót af hljómum. | afskaplega skemmtilegt. Eins er al- veg rétt hjá Aðalsteini þegar hann segir að ég sé í essinu mínu þegar mér tekst að gera hið ósýnilega sýni- legt. Ég hef alltaf haft áhuga á menntun. Reyndar er ég menntaður barnakennari. Ég fór í Kennó áður en ég fékk verulegan áhuga á mynd- listinni." En hvað kom þá-til að þú fórst út i myndlistina? „Líklega hef ég verið í of miklu návígi við Mynd- lista- og handíðaskólann því ég er alin upp í næsta nágrenni við skól- ann. Eftir Kennaraskólann fór ég til Frakklands og lagði stund á það sem þeir kölluðu menntunarvísindi og er nátengt uppeldisfræði. Ég las mikið um sálarfræði og hef reyndar alltaf haft mikinn áhuga á sálar- fræði og menntun yfirleitt. Þegar ég kom heim frá Frakklandi tók ég inntökuprófið í Myndlista- og Handiðaskólann. Eiginlega ætlaði ég bara að sjá hvort þetta væru ranghugmyndir hjá mér, að ég gæti í raun og veru teiknað. En ég náði. Svo ég ákvað að sitja eitt ár. Þau urðu tvö og ég kláraði skólann. Eftir það var ég tvö ár hér heima, vann á sjónvarpinu á sumrin og við myndlist á veturna. Síðan lá leiðin til Hollands, til Maastricht, í aka- demíuna þar. Þetta er lítil borg, á stærð við Reykjavík. Maastricht er mjög gömul borg. Afskaplega róleg. Þar gerist ekkert hraðar en á göngu- rytma. Ég kann mjög vel við mig þama því ég þarf mikla ró til að vinna. Á akadenúunni var ég í tvö ár, fékk reyndar styrk í eitt ár. En ég hef nú ekki hugsað mér að vera þarna til eilífðar. En í framhaldi af því sem ég sagði áðan varðandi menntunina þá er sýningin menntun fyrir mér. Það sem gladdi mig mest var að mér fannst sýningin virka. Skilurðu, mér fannst það sem ég var að hugsa komast í gegn til áhorfandans. Verkin sköpuðu tengsl milli mín og áhorfandans. Og það hafði ekkert með það að gera hvort fólk var menntað í myndlist eða ekki. Það skiptir svo miklu máli að fólki líði vel þegar það gengur um salina og skoðar 43. TBL VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.