Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 34
Það hefur margl gerst síðan en nú er komið að
tímamótum. Bogi Ágústsson, fæddur og uppalinn
Reykvíkingur, er á leið heim en Ögmundur Jónas-
son, fréttamaður sjónvarpsins, leysir hann af hólmi.
Vikan fékk Boga hins vegar til að leysa frá skjóð-
unni um reynslu síðustu tveggja ára, sjónvarp, Dani,
sögufolsun og sitthvað fleira þegar hún hitti hann
að máli fyrir skömmu, vitanlega í Kaupmannahöfn.
„Margir héldu að ég væri héma í námi, þegar frétt-
ir fóru að berast frá mér héðan," sagði Bogi um
fyrstu vikumar ytra. „íslendingar em mjög vanir þvi
að fólk sé í lausamennsku hjá Qölmiðlum meðan það
er í námi erlendis og þegar ég kom hingað fyrst var
mjög algengt að væri spurt eins og þegar ég var að
byija á sjónvarpinu: Og hvað gerir þú svo? Þennan
tíma hefur þetta hins vegar verið fullt starf og meira
en það. MáUð er að fólk gerir sér sjaldnast grein
fyrir þeirri gifurlegu vinnu sem fer í að búa tU sjón-
varpsefni.
Það gerði mér líka að vissu leyti erfitt fyrir að
vera fyrsti fasti fréttamaður sjónvarpsins erlendis.
Þetta starf var meira og minna ómótað þannig að
það féll í minn hlut að móta það og skilgreina hvaða
kröfur á að gera til fréttamannsins. Það hefur Uka
falUð á mínar herðar að réttlæta þetta. Þetta kostar
náttúrlega heilmikið af peningum og mér hefur fund-
ist ég þurfa að réttlæta þessi útgjöld með því að vinna
eins og bavíani. Hins vegar hefur jDetta verið mjög
gaman og tekist vonum framar. í upphafi gerðum
við ráð fyrir að fá út úr þessu í hæsta lagi tvö innslög
á viku. Innslag er þegar fréttamaður sést eða heyrist
Þetta kostar náttúrlega heil-
mikið afpeningum og mér
hefurfundist ég þurfa að
réttlœta þessi útgjöld með því
að vinna eins og bavíani.
og gengur sjálfur frá fréttinni. Raunin hefur verið sú
að í fyrra var ég með innslag annan hvem dag sem
þýðir þrisvar í viku og í ár hefur það verið nær því
að vera tvo daga af hveijum þremur. Við erum af-
skaplega hamingjusamir með þennan árangur.“
Hvað varð til þess að ákveðið var að hafa fastan
fréttamann í Kaupmannahöfn?
„Það var sú staðreynd að með öðmm hætti var
og er illmögulegt að fiytja almennilegar fréttir frá
Norðurlöndum. Fréttastofa sjónvarpsins hafði bara
línur frá Reuter, AP og þessum stóru fréttastofum
sem hafa ekki rassgat áhuga á þessu svæði enda fáum
við sáralítið af fréttum frá þeim. Við töldum að
Kaupmannahöfn væri rétti staðurinn fyrir íslenskan
fréttamann þar sem hingað koma tuttugu þúsund
íslendingar á ári auk þess sem þúsundir búa eða
hafa búið héma. í raun gátum við ekki fengið al-
mennilegar fréttir héðan nema hafa mann. En þótt
ég hafi verið staðsettur hér í Kaupmannahöfn þá er
mitt fréttasvæði öll Skandinavia og ég hef gert tölu-
vert að því að ferðast á milli."
H
nTjgHPl Viðtal og myndtr:
mm/WV ' Jón Karl Helgason
Og er alltaf nóg að gerast sem er fréttnæmt fyrir
íslendinga?
„Nú Utast maður alltaf af því umhverfi sem mað-
ur er í þannig að mitt fréttamat er að mörgu leyti
orðið danskt eða norrænt frekar en íslenskt. En það
hefur allavega ekki verið kvartað neitt stórkostlega
yfir þvi að ég sé með fréttir sem engu máli skipta.
Þeir tala alveg niðrí sér,
maður heyrir ekki nein orð
heldur hljómar þetta eins og
klikk og smell tungumál í
Afríku.
Það er líka oft þannig að smáir atburðir geta veitt
okkur innsýn í þjóðfélögin frekar en þeir stóm;
morð, kosningar og annað slíkt. Allavega hefur allt-
af verið frá nógu að segja og ég hefði getað sagt frá
margfalt fieiri hlutum ef það hefði verið meiri tími,
bæði hjá mér og íslenska sjónvarpinu."
Hvemig gekk þér að ná tökum á dönskunni?
„Ætli ég hafi ekki talað svipaða dönsku og flestir
sem hafa lært dönsku á íslandi í gagnfræðaskóla og
menntaskóla. Ég hafði oft komið hingað en aldrei
verið neitt lengi. Það var svolítið áfall þegar maður
kom hingað að hér var fullt af fólki sem maður
skildi ekki orð hjá. Fyrstu vikumar þurfti ég að ein-
beita mér mjög mikið, einbeita mér að því að hlusta
og skilja en eftir svona þijár, Qórar vikur var þetta
komið.
Hvað um hin Norðurlöndin, talar þú dönsku þar?
Nei, nei. Ég tala dönsku hér, allavega það sem
við skulum kalla dönsku, mína dönsku, svo tala ég
einhvers konar skandinavísku á hinum stöðunum.
Ég er orðinn slarkfær í sænsku líka. Ég horfi mikið
á sænska sjónvarpið, sérstaklega fréttimar og svo les
maður á þessum tungumálum öllum, nema finnsku
að sjálfsögðu. Þetta er svo sem ekkert vandamál.
Norðmenn og Svíar skilja hveijir aðra og ef maður
talar dönskuna skýrt þá skilja þeir mann ljómandi
vel. Það er alvöm danska með dönskum framburði
sem Norðmenn og Svíar skilja verr. Það er til dæm-
is nánast útilokað að skilja þá sem em verstir á
Vestur-Jótlandi og það sem meira er; ég held að
margir Kaupmannahafnarbúar eigi ekkert auðvelt
með að skilja þá heldur. Þeir tala alveg niðri sér,
maður heyrir ekki nein orð heldur hljómar þetta eins
og klikk og smell tungumál í Afriku.“
Svo við snúum okkur aftur að starfmu, hvað felst
þá í þinni vinnu við hversdagslega frétt?
„Ein frétt verður þannig til að það er eitthvað frétt-
næmt í gangi sem ég hef áhuga á að sinna. Þá hef
ég samband við danska sjónvarpið og fæ lánað hjá
því kvikmyndatökulið ef þeir geta séð af því. Ef
um er að ræða viðtal forum við á staðinn til að
kvikmynda og tala við menn. Áður en þetta er gert
þarf undirbúning við lestur, maður þarf að vera
búinn að skrifa handrit og gera sér grein fyrir því
hveiju maður ætlar að koma til skila. Stundum þarf
maður að fara á staðinn áður til að undirbúa við-
talið, sjá hvað hægt er að gera.
Danskir kvikmyndatökumenn em á margan hátt
ákaflega ólíkir íslenskum kvikmyndatökumönnum.
í fréttunum heima hefur lengst af verið eitt lið til að
sinna öllum fréttunum. Það er með allt að tíu innslög
í hveijum fréttatíma. Þetta væri af og frá héma. Hér
hafa þeir fimm og upp í átta kvikmyndatökulið fyr-
ir hvem fréttatíma og reglan er sú að hvert lið tekur
ekki meira en eina frétt á dag. Min reynsla er þvi sú
að það er ekki hægt að reikna með að geta gert
meira en tvö innsiög á einum tökudegj. Við bætist
að borgin er miklu stærri en Reykjavik, það tekur
lengri tima að koma sér milli staða og svo getur
verið erfitt að fá ýmsa daglega hluti, eins og bara
bílastæði. Aðstæðumar héma em allt aðrar en heima.
Þegar búið er að kvikmynda er auðvitað eftir að
klippa fréttina og tala inn á hana. Með venjulega
frétt tekur það aldrei minna en hálfan annan tíma.
Það stendur þannig á að dönsku tæknimennimir, sem
klippa, hijóðsetja og annað, koma ekki til vinnu fyrr
en um hádegi en það þýðir að ég get ekki byijað
að klippa fyrr en þá. Um tvöleytið fara svo íslensku
flugvélamar í loftið frá Kastmp. Fyrir bragðið hef
ég oftast knappan tima, sérstaklega með tilliti til þess
að það er hálftíma akstur frá danska sjónvarpinu út
á flugvöll. En það tekst oft. Oftast. Starfsmenn Flug-
leiða úti á Kastmp em mjög vingjamlegjr og þeir
hafa oft tekið við spólunum frá mér um það bil sem
þeir em að loka dymnum á vélinni.“
Þú færð afnot af tækjum danska sjónvarpsins við
þessa vinnu. Er einhver samningur danska og ís-
lenska sjónvarpsins um þessi afnot?
„Já. Það er að segja að aUar Norðurlandaþjóðim-
ar em í samtökum sem heita Nordvision og samning-
ar samtakanna hljóða upp á að við getum gengið í
tækniaðstöðu og tæknihjálp hver hjá öðmm svo lengi
sem stöðvamar geta séð af mönnum og tima. Án
þess að fá þessa ókeypis aðstoð væri gjörsamlega
ómögulegt að hafa mann hér. Það væri aUavega
margfalt dýrara. Oft fæ ég líka að fijóta með dönsku
fréttastofunni og vinn mikið úr myndum hennar.
Þeir em einstaklega indælir hér á danska sjónvarpinu
og það sama má reyndar segja um þá sem hafa
aðstoðað mig á sjónvarpsstöðvum hinna Norður-
landaþjóðanna. Ég hef tU dæmis oft fengið lánað
kvikmyndatökulið í Malmö og gert marga hluti þar.“
Hvemig hefur þér fundist íslenska sjónvarpið í
samanburði við það danska?
„Munurinn liggur fyrst og fremst í því að danska
þjóðfélagið er tuttugu sinnum stærra þjóðfélag en
Jjað íslenska og afnotagjöldin hér em ívið hærri en
heima. Tekjur danska sjónvarpsins em því kannski
tuttugu sinnum meiri en þess íslenska þannig að það
væri ekkert óeðlUegt þó að það hefði tuttugu sinnum
fleiri starfsmenn. Fjöldinn er samt ekki alveg svo
mikill enda borga Danir sínu starfsfóUd hærri laun
en greidd em heima. En vinnuálagið hér er mUdu
minna. Hér þekkist ekki yfirvinna. Éins er geysUegur
Þetta er orðið eins og í
gamla daga þegar þeir sem
komu með slœmufréttirnar
voru hálshöggnir.
munur á vinnuaðstöðunni. En auðvitað er þetta aUt
saman afstætt. Danimir horfa til dæmis öfundaraug-
um til þýsku sjónvarpsstöðvanna, stöðin í Hamborg
er ennþá stærri en Danmarks Radio.
Af þeim samanburði, sem ég hef fengið, hefur
mér virst að það sé merkilega mikU framleiðni hjá
sjónvarpinu heima. Mér reiknast tU að hún sé sex
til átta sinnum meiri en hjá Danmarks Radio, en
hér er bara verið að mæla tíma, ekki gæði. AlUr sem
eitthvað þekkja til sjónvarpsreksturs hljóta að taka
undir það því það er óskaplega tímafrekt að búa til
sjónvarpsefni. Maður sér það bara á titlunum á eftir
hveijum fréttatíma í íslenska sjónvarpinu hvað það
34 VIKAN 43. TBL