Vikan - 23.10.1986, Page 13
4. grein
kemur í heimsókn
aði akkerum ekki nema hálfan kílómetra undan
baðströndinni.
Ég hlýt nú að viðurkenna að þegar ég var í
blóma gelgjuskeiðsins kom ég mér upp undarlegu
áhugamáli þar sem voru herskip. Ég byrjaði á
því að gerast sérfræðingur í þýska flotanum í
seinni heimsstytjöld en færði fljótlega út kvíam-
ar. Áður en ég vissi af var ég orðinn töluverður
sérfræðingur í herskipamálum allt frá dögum
Dreadnoughts, og nú ýki ég ekki einu sinni neitt
að ráði. Þegar félagar mínir voru úti í fótbolta
eða að gera eitthvað það sem strákar á gelgju-
skeiði gera (ég komst náttúrlega aldrei að þvi
hvað það var) þá sat ég inni og las þykka doðr-
anta sem ég hafði fengið sagnfræðistofnun hennar
hátignar Bretadrottningar til þess að senda mér
eða blaðaði í Biblíu herskipafræðinga, Jane’s
Fighting Ships. Ég hafði eytt næstum heilu sumar-
kaupi í nýjustu útgáfuna af Jane’s og fullyrði að
ég kunni svo gott sem utanbókar áður en lauk.
Ég bar saman flota Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna og þótt ég vissi svo sem að amerísku skipin
væru áreiðanlega fullkomnari og vopnin nákvæm-
ari þá gat ég ekki annað en hrifist af stórfengleik
sovésku skipanna. Sum þeirra voru ekki annað
en einn stór eldflaugaskotpallur - mér fannst
Krivak tundurspillamir, sem þá voru splunkuný-
ir, sérstaklega áhrifamiklir - og það læddist að
mér efi um að amerísku skipin hefðu mikið í
þessi vopnabúr að gera. Spraance tundurspillar
Ameríkumanna höfðu eina fallbyssu og einn eld-
flaugapall og þó þeir væm líka splunkunýir fannst
mér þeir ekki sérlega traustvekjandi. Mestar
áhyggjur hafði ég þó af nýrri gerð amerískra frei-
gátna sem þá vom enn á teikniborðinu og virtust
næstum því vopnlausar fyrir pilt sem hafði hlotið
sína „þjálfun" í herskipafræðum í seinni heims-
styijöld þegar ormstuskipin bám marga tugi af
risavöxnum byssum. Þessar freigátur voru af
gerðinni Oliver Hazard Perry.
í byijun september kom til íslands amerískt
herskip sem hét og heitir enn USS Doyle. Það
<.
43. TBL VIKAN 13