Vikan - 15.01.1987, Síða 9
L
NAFN VIKUNNAR: HALLMAR SIGURÐSSON:
Ogrun er nauðsynleg
Nafn Vikunnar er að þessu sinni Hallmar
Sigurðsson, tilvonandi leikhússtjóri hjá Leik-
félagi Reykjavíkur. Hallmar hefur komið víða
við í íslensku leikhúslífi, unnið hjá flestöllum
leikhúsum landsins og stjórnað leiksýningum
vítt og breitl um landið, auk þess sem hann
hefur unnið mikið fyrir Ríkisútvarpið.
Hallmar er menntaður leikhúsfræðingur frá
Svíþjóð. En af hverju valdi hann Svíþjóð?
..Þetta var ekki mjög ígrundað val og þegar
ég héh til Svíþjóðar var ég að leita fyrir mér
og var reiðubúinn að halda annað ef mér lík-
aði ekki vistin.
Ég lærði leikhúsfræði í Stokkhólmsháskóla
og fór síðan í Dramatiska Institutet sem er
mjög sérstakur skóli þar sent eru gerðar mjög
miklar kröfur um undirbúning. Inn í Drama-
tiska Institutet er enginn tekinn nema hann
hafi aflað sé mjög haldgóðrar undirstöðu-
menntunarog reynslu afleikhússtarfmu. Þetta
er tveggja ára nám og mjög fáir sem komast
að. Á hverju ári eru einungis tekin inn tvö
leikstjóraefni, tveir leikritahöfundar, tveir
leikmyndahönnuðir og tveir framleiðendur
(producentar).
Námið þarna var að mestu fólgið í vinnu
þar sem hver nemandi vann á sinu sviði und-
ir leiðsögn kennara. Það sem gerði námið
IVábrugðið vinnunni í leikhúsunum var í fyrsta
lagi leiðsögn afbragðs kennara og í öðru lagi
það að þarna vorum við frjáls að prófa nýjar
leiðir í vinnubrögðum og tjáningu sem leik-
húsin geta ekki leyft sér vegna ráðandi
markaösafia."
Hvað varstu lengi í Svíþjóð?
..Ég var þar í sjö ár sex ár i skóla og svo
vann ég þar eitt ár. Ég vann við Riksteatcrn
og síðan var ég einn al'slofnendum Arbetar-
leatcrn. Fleira tók ég mér fyrir hendur. var
meðal annars forstöðumaður leikhúsdeildar
Mariebergs lýðháskóla."
Nú. og svo kemur þú heim, hvað ferðu
þá að gera?
„Ég hef svo til eingöngu unnið fyrir mér
sem lausráðinn leikstjóri."
Og halt mcira en nóg að gera?
,,Ég hef orðið l'yrir barðinu á þvi sama og
llestir eöa allir lausráðnir leikstjórar. Leikhús
hér á landi eru ekki mjög vel skipulögð og
áætlanir þeirra ganga oft illa upp. Oft verða
árekstrar milli verkefna þannig að tvö verk-
el'ni, sem áltu að vera með löngu millibili, eru
allt í einu farin að rekast á. Nú, og svo er
maður oftast kallaður til starfa með mjög
skömmum fyrirvara. Þetta er slaðreynd sem
Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir
hefur staðið listrænni þróun i leikhúsum okk-
ar mjög fyrir þrifum."
Nú er búið að ráða þig sem leikhússtjóra
i Iðnó?
„Já, en ég tek ekki formlega við fyrr en
næsta haust. þó svo að ég hafi hafið störf
núna í janúar. Ég tel ríjér mikinn akk í því
að sitja með Stefáni Baldurssyni, fráfarandi
leikhússtjóra, fram á næsta haust."
í hverju er starf leikhússtjóra fólgið?
Það felst í því að hafa yfirumsjón með
öllum rekstri leikhússins. Hann mótar listræna
stefnu þess í náinni samvinnu við leikhúsráð,
framkvæmdastjóra og stjórn leikfélagsins.
Leikfélag Reykjavíkur er ntjög Iýðræðisleg
stofnun og þar er mjög mikil valddreifing.
En leikhús er fyrirtæki sem er mjög flókið
i rekstri og margir lausir endar sem þarf að
hnýta. Ég held að það séu fáar stofnanir sem
stunda jafnáhættusaman rekstur og þau."
Hefur þú hugsað þér að breyta einhverju
varðandi reksturogval á léikverkum í Iðnó?
„Það er erfitt að gefa einhverja pólitíska
ylirlýsingu í þá átt hér og nú. Stefna leik-
hússtjóra kemur fram í vali á leikverkum og
listamönnum til að fiytja þau svo að stefnu
leikússtjóra er aldrei hægt að lesa fyrr en eftir
á.
En lönó er fyrst og fremst leikhús Reykvík-
inga og mér finnst að þau verk sem við setjum
upp verði að koma Reykvíkingum við og
snerta líf þeirra á einhvern hátt. hér og nú."
Ætlar þú þá eingöngu að taka til sýninga
leikrit sem gerast hér í Reykjavik?
„Nei, síður en svo, ég á einungis við það
að leikritin verða að snerta fólkið, hér og nú.
á einhvern hátt með tilliti til þess sem er að
gerast í sögunni. Þetta á jafnt við um alvar-
legri verk og þau sem eru af léttara taginu.
Mörg verka gömlu meistaranna eiga til dæm-
is rikt erindi við okkur i dag og eru þannig
sígild.
Afstaða mannsins til lista mótast af því sem
er að gerast i hans eigin líli og umhverfi hans.
Þess vegna er listamanninum nauðsynlegt að
skoða og taka afstöðu til eigin samtíðar."
En er eitthvert hlutverk sem þig langar
sjálfan að lcika?
„Ekki sem tilvonandi leikhússtjóra langar
lil að koma upp um. Að leika hlutverk leik-
hússtjóru á komandi árum verður fullnægj-
andi hlutverk fyrir mig. Draumahlutverkið er
að vera leikhússtjóri í leikhúsi sem er í stöð-
ugri framför."
Nú hefur þú fengist við nánast allt sem
tengist leikhúsum, er mikill ntunur á áhuga-
mannaleikhúsum og stofnanaleikhúsum?
„Það eru tveir ólíkir heimar. Það er sá
grundvallarmunur þar á að atvinnufólkið er
að vinna sína vinnu af þeirri alvöru og ábyrgð
sem því fylgir að vera atvinnumaður en
áhugamenn af þeim áhuga sem fylgir því að
vera áhugamenn. Hvort tveggja hefur
ákveðna kosti og jákvæðar hliðar."
- Útvarpið, hvað með það?
„Það fer aldrei hjá því að leiklist, í hvaða
mynd sent hún er stunduð, fylgi ákveðnum
grundvallarlögmálum sem eru þau sömu hver
sem miðillinn er. Það er alltof mikið gert úr
sérstöðu ákveðinna þátta, til dæmis kvik-
myndanna. Það er ekki langt síðan íslenskir
kvikmyndaleikstjórar vildu svo til eingöngu
nota áhugaleikara í verk sín. Nú hefur það
sem betur fer breyst.
Alls staðar þar sem leiklist er stunduð er
um santvinnu mjög margra aðila að ræða en
það vill stundum gleymast að miðjan er leikar-
inn og að honum og því sem hann gerir verða
allir að beina kröftum sínum. Þeir sem stjórna
verða að sýna starfi hans ákveðna virðingu,
annars ná þeir aldrei árangri. Til þess að vinna
með áhugaleikurum verður þessi skilnigur
bara að vera meiri. Ef litið er um öxl og horft
yfir síðastliðinn áratug hefur starfi leikarans
verið sýndur alltof lítill sómi. Leikhúsið hefur
gengið í gegnum tímabil leikstjóra og leik-
myndahönnuða þar sem hafa verið gerðar
mjög margar skemmtilegar tilraunir á þessum
árum en stundum finnst manni að starf leikar-
ans hafi gleymst í öllum látunum.
En öllu fólki er nauðsynlegt að takast á við
ögranir. Ef listamenn eru alltaf að takast á
við það sem þeir kunna nákvæntlega standa
þeir ekki einungis í stað heldur hljóta þeir að
missa lystina á því sem þeir eru að gera og
þá fer þeim aftur. Þvi er ákveðin ögrun nauð-
synleg."
Áttu þér einhver 'fieiri áhugamál en leik-
húsið?
„Já, sem betur fer. Ef maður vinnur í leik-
húsi er nauðsynlegt að eiga sér önnur
áhugamál, annað gengur ekki upp til lengdar.
Leikhúsmaðurinn verður að afia sér næringar
og hugmynda utan leikhússins. Leiksýningar
okkar eiga að vera eins konar speglar sem við
bregðum upp fyrir áhorfendur okkar. Til að
geta þetta verðum við ekki bara að gjör-
þekkja sarntíð okkar og sögu heldur einnig
að hafa ákveðna afstöðu sem gerir spegil
okkar að forvitnilegum spéspegli."
Mynd: Valdís Úskarsdóttir
3. TBL VIKAN 9