Vikan


Vikan - 15.01.1987, Qupperneq 18

Vikan - 15.01.1987, Qupperneq 18
Fjárhagsstaða aldraðra í síðasta þætti var vikið að könnun Jóns Björnssonar á vinnugetu og atvinnumöguleik- um aldraðra í Reykjavík frá árinu 1974. Þar voru meðal annars athuguð viðhorf þeirra sem unnu þrátt fyrir að þeir hefðu náð ellilífeyr- isaldri og þar með heimild samfélagsins til að hætta störfum. Hjá þessum hópi var það gildi vinnunnar sem skipti mestu. Vinnan sjálf var mikilvægust, þá vitundin um eigin nytsemd og gagnsemi, síðan launin og síðast félags- skapurinn og samveran við vinnufélagana. Það virðist því ekki vera íjárhagsleg nauðsyn sem í öllum tilvikum knýr aldraða til atvinnu- þátttöku eftir að eftirlaunaaldri hefur verið náð. í framhaldi af þessu er rétt að fara nokkrum orðum um íjárhagsstöðu aldraðra. Tvíþætt lífeyriskerfi Það lífeyriskerfi, sem við búum við, er tví- þætt. Annars vegar er grunntrygging al- mannatrygginga sem miðast við búsetutíma á Íslandi án tillits til þátttöku í atvinnulífinu. Hins vegar er viðbótartrygging lífeyrissjóða sem miðast við réttindi sem vinnast með greiðslu iðgjalda af atvinnutekjum. Auk þess má nefna tímabundnar ráðstafanir, fyrst og fremst lög um eftirlaun til aldraðra og - að minnsta kosti að hluta til - lög um tekjutrygg- ingu almannatrygginga. Þær upplýsingar um íslenskt lífeyriskerfi, sem hér koma fram, eru meðal annars byggðar á ítarlegri skýrslu end- urskoðunarnefndar lífeyriskerfis frá því í maí 1985. Þróun ellilífeyris og almannatrygginga í lok síðustu aldar voru sett lög um styrktar- sjóð handa alþýðufólki. Samkvæmt þeim átti að stofna styrktarsjóð í hverjum kaupstað og hreppi landsins handa heilsubiluðu og elli- hrumu alþýðufólki. í sjóðinn skyldi hvert hjú, karlar og konur fullra tuttugu ára og ekki eldri en sextíu ára, svo og þeir sem unnu fyr- ir sér í lausamennsku, greiða ákveðið gjald á ári hverju. Sjóðurinn átti að standa óhreyfður á vöxtum í tíu ár en síðan skyldu bæjarstjórn- ir og hreppsnefndir úthluta hálfum vöxtum og hálfu árgjaldinu heilsulitlum eða ellihrum- um fátæklingum sem eigi þáðu sveitarstyrk enda væru þeir eða hefðu verið í þeim stéttum sem gjaldskyldar voru í sjóðinn. Árið 1909 voru sett lög um almennan elli- styrk. Samkvæmt þeim skyldi stofna sjóð í hverjum hreppi og kaupstað til styrktar elli- hrumu alþýðufólki. Styrktarsjóðir handa alþýðufólki runnu í þessa nýju sjóði. Nú urðu miklu fleiri gjaldskyldir og árgjaldið hækk- aði. Þá skyldi Landssjóður og leggja ákveðna upphæð til sjóðsins fyrir hvern gjaldskyldan mann. Húsbændur áttu að greiða gjaldið fyr- ir hjú sín og annað þjónustufólk. Við úthlutun styrksins skyldi einkum haft fyrir augum hve brýn þörf umsækjanda var og hvort hann væri reglusamur og vandaður. Stærsta skref í átt almannatrygginga var stigið með setningu laga um alþýðutryggingar árið 1937. Með þeim komst á almenn trygg- ingaskylda fyrir alla íslenska ríkisborgara frá og með sextán ára aldri til fullnaðs sextíu og sjö ára aldurs. Stofnaður var sjóður sem nefndist Lífeyrissjóður íslands. Samkvæmt reglum laganna var tryggður réttur allra sem eldri voru en 67 ára til árlegs lífeyris. Mikii- vægast við þessa lagasetningu var að fram- vegis átti ekki að beita mati á þörf heldur var lögleiddur ótvíræður réttur til lífeyris. En ákvæði þessara laga um ellilífeyri náði aldrei að koma til framkvæmda. Áður en til þess kom voru sett lög um almannatryggingar vorið 1946. Með þessum lögum var grund- velii ellitrygginga gjörbreytt. Horíið var frá þvi að safna í sjóð er síðan skyldi standa straum af framfærslu aldraðra. í stað þess var ákveðið að framlög og iðgjald hvers árs skyldu notuð til lífeyrisgreiðslna þess árs. Með lögun- um var ákveðið að allir ættu rétt á sama ellilífeyri frá sextíu og sjö ára aldri. Ákvæðið skyldi þó ekki taka gildi til fulls fyrr en eftir fimm ár. Þangað til skyldi lífeyririnn skertur væru aðrar tekjur hlutaðeigandi hærri en full- ur ellilífeyrir. Skerðingarákvæði þetta var síðan sífellt framlengt allt til ársloka 1960. Síðan eiga allir íslenskir ríkisborgarar, sextíu og sjö ára og eldri, rétt á óskertum ellilífeyri frá almannatryggingum án tillits til annarra tekna. Með gildistöku almannatrygginganna urðu þáttaskil í sögu íslensku þjóðarinnar. í raun varð stökkbreyting á högum aldraðra. Áður nutu einungis eignamenn fjárhagslegs öryggis, svo og þeir sem voru vel ernir og gátu unnið launuð störf. Allir aðrir voru háðir efnahags- legri getu barna sinna eða náð og miskunn sveitar- og bæjarfélaga. Lífeyristrygging almannatrygginga Þriðja heiidarendurskoðun laga um al- mannatryggingar fór fram árin 1970-1971. Helstu nýmælin á sviði lífeyristrygginga voru þau að í lögin voru sett ákvæði um svonefnda tekjutryggingu og að ellilífeyrir skyldi greidd- ur í hlutfalli við búsetutíma á íslandi á gjaldskyldualdri (40 ára búseta eða meira skyldi veita full réttindi) en vera óháður ríkis- borgararétti og því hvar hlutaðeigandi væri búsettur er hann tæki lífeyri. Breytingar á almannatryggingalögunum frá 1971 hafa verið tíðar. Meðal annars hefur ákvæðum laganna um tekjutryggingu marg- sinnis verið breytt. Samkvæmt upprunalegum ákvæðum laganna var hér um að ræða tiltölu- lega lága uppbót sem ætluð var þeim ellilífeyr- isþegum er engar eða nær engar tekjur höfðu aðrar en ellilífeyri. Áður en lögin komu til framkvæmda, 1. janúar 1972, var tekjutrygg- ingarfjárhæðin hækkuð verulega og síðan hefur hún farið hækkandi bæði í hlutfalli við almennan ellilífeyri og algenga launataxta. Á sama tíma hefur fjárhæð ellilífeyris heldur dregist aftur úr launatöxtum. í fyrstu höfðu aðrar tekjur lífeyrisþega í för með sér fulla skerðingu tekjutryggingaren auk lífeyris almannatrygginga voru undanskildar skattfrjálsar vaxtatekjur ásamt reiknuðum tekjum af eigin húsnæði. Síðar voru tekin upp ákvæði um tiltekna fjárhæð er ekki skyldi valda skerðingu, svokallað frítekjumark. Tekjur umfram það mark skyldu hins vegar hafa í för með sér skerðingu tekjutryggingar- innar. En víkjum nú að þeim lífeyrisgreiðslum sem aldraðir fá frá almannatryggingunum. Rétt til ellilifeyris eiga þeir sem cru sextíu og sjö ára eða eldri og átt hafa lögheimili hér á landi að minnsta kosti þrjú almanaksár frá sextán til sextíu og sjö ára aldurs. Fullur elli- lifeyrir greiðist þeim sem átt hafa lögheimili hér á landi að minnsta kosti fjörutíu alman- aksár frá sextán til sextíu og sjö ára aldurs. Sé um skemmri tíma að ræða greiðist ellilífeyr- ir i hlutfalli við lögheimilistímann. Ellilífeyrir hjóna, sem bæði fá lífeyri, nemur níutíu af hundraði ellilífeyris tveggja einstaklinga. Þó fá hjón, sem bæði dveljast á dvalarheimili aldraðra, f'ullan lífeyri hvort um sig. Fullur ellilífeyrir, sem tekinn er við sextíu og sjö ára aldur, var I. september 1986 6.169 krónur á 18 VIKAN 3. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.