Vikan - 15.01.1987, Page 34
„Það er leitun að betri félaga en Einari
Þorvarðarsyni. Hann er afskapiega traustur
maður og ábyggilegur. Það má eiginlega segja
að Einar sé jafngóður markvörður og hann
er góður strákur. Hann vill allt fyrir alla gera.
Ég er búinn að þekkja marga handknattleiks-
menn í gegnum tíðina en fáir búa yfir slíkum
manni sem Einar.“
Þetta sagði kunningi minn við mig nýverið
er ég tjáði honum að ég ætlaði að fá Einar
Þorvarðarson, landsliðsmarkvörð í hand-
knattleik í viðtal. Og ég get að öllu leyti tekið
undir þessi orð vinar míns.
Einar leikur með spænska félaginu Tres de
Majo ásamt Sigurði Gunnarssyni en svo gæti
farið að þessi snjalli markvörður léki aftur
hér á Islandi áður en langur tími líður eins
lagi sem formaður HK í Kópavogi um árarað-
ir.
„Ég ev skapmikill
og gvimmuv“
„Ég er rólegur maður að eðlisfari en mjög
metnaðargjarn þótt kannski sé eitthvað djúpt
á metnaðinum um þesar mundir. Stundum
stend ég sjálfan mig að því að vera of góður
við sjálfan mig. í vinnu er ég mikill skorpu-
karl og næ yfirleitt að einbeita mér vel að því
verkefni sem ég er að vinna að í það og það
skiptið. Ég vil vinna hratt og hafa nóg að
gera. Engu að siður viðurkenni ég að mér
fmnst oft gott að slappa af. Ég held að ég sé
ekki montinn, ég var og er ef til vill með ró-
legri mönnum, segi lítið og það hefur kannski
lega það. Mig langar að biðja þig að lýsa
Spánverjum í fáum orðum ef það er þá hægt.
„Spánverjar eru geysilegt tilfinningafólk og
það er enginn vandi að fá Spánverja til að
gráta fyrir sig. Ég á marga góða vini á Spáni
og þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann.
Þeir koma vel fyrir, eru kurteisir, alúðlegir í
allri framkomu en kærulausir. Þá eru þeir
yfirleitt hægfara persónur og það má segja
þegar á heildina'er Jitið að þeir lifi á 45 snún-
inga hraða en við íslendingar á 78 snúninga
hraða. Hitinn er svo mikill og Spánverjar
verða því að lifa hægaren til dæmis Islending-
ar. Ef bilar ísskápur getur tekið rúmlega viku
að viðgerðarmaður láti sjá sig. Spánverjar eru
á margan hátt mjög taugaveiklaðir. Spán-
og fram kemur í viðtalinu. Einar hefur frá
mörgu skemmtilegu að segja, lífinu á Spáni,
tengdaföður sínum, Kristni Finnbogasyni,
sögulegum veiðitúr í Þverá í Borgarfirði og
mörgu fleiru.
Einar Þorvarðarson er 29 ára gamall og
giftur Arnrúnu Kristinsdóttur. Dóttir þeirra
hjóna heitir Margrét Rún. Foreldrar Éinars
eru Þorvarður Áki Einarsson og Margrét Ein-
arsdóttir. Þorvarður Áki er handknattleiks-
unnendum að góðu kunnur fyrir störf sín
kringum handknattleikinn, einkum og sér i
virkað á einhverja sem mont. Ég er skap-
mikill og get orðið mjög grimmur. Og það
hefur komið fyrir að ég hef sagt hluli sem ég
hef séð eftir. Ég hef geysilega mikið skap en
reyni alltaf að fara vel með það og beita því
á réttan hátt. Þó kemur fyrir að maður miss-
ir stjórn á sér en sem betur fer er það ekki
algengt."
„Spánvevjav evu mjög
tiljinningavíkiv ‘ ‘
Þú hefur dvalið á Spáni í eitt ár og rúm-
verjar eru alger andstæða við íslendinga. Þeir
eru mjög mikið á götum úti, á krátn og bör-
um. Þeir eru ekki mjög heimakærir eins og
við íslendingar. Ef ég á til dæmis að taka fé-
laga mína í handboltanum út úr þá vantar
alla grimmd og „karakter" í Spánverja, sem
við Islendingar höfum. Ef spánskur hand-
boltamaður leikur vel er það ekki vegna þess
að hann æfi eins og vitleysingur því það gera
Spánverjar ekki. Þetta er meira spurning um
hreina heppni."
34 VIKAN 3. TBL