Vikan - 15.01.1987, Page 44
Snjókarl
ogfhigur
Það er nú ekki mikið af flugum sem
angra okkur núna í vetrarkuldanum en
þegar fer að vora lifnar allt við, trén,
blómin, grasið og skorkvikindin. Það
eru til ótal tegundir flugna hér á landi
og mörgum sinnum fleiri í öðrum lönd-
um, sérstaklega í heitu löndunum. Þar
geta flugur verið mesta plága en hér eru
þær ósköp meinlausar þó að ekki liki
öllum við þær. Af öllum þessum flugna-
fjölda má nefna nokkrar sem allir
þekkja.
HIJSFLUGAN sækir inn um opna
glugga á húsum og sækir mjög í Ijós.
Hún er mjög frek að bjarga sér þegar
inn kemur, suðar mikið, sest jafnvel á
nefbroddinn á manni og í matinn okk-
ar. Hún er örskjót að fljúga upp ef
danglað er í hana en einnig fljót að setj-
ast aftur á fyrri stað. Hún getur aðeins
tekið til sín fljótandi fæðu en til að éta
molasykur og brauð spýtir hún í það
meltingarvökva og sýgur aftur upp.
Fyrir utan óþægindin af flugum hafa
þær verið fordæmdar sem smitberar.
FISKIFLUGAN er svört og blágljá-
andi. í sólarhita er hún fjörug og flögrar
um svo að dynur í vængjunum. Hún
sést oft vera að sjúga blóm en sækir
öllu meira í kjöt en fisk þrátt fyrir nafn-
ið.
Flest erum við hálfsmeyk við
RANDAFLUGURNAR og búumst
við stungum en þær eru alveg mein-
lausar. Þær sjúga blómasafa og frjóvga
blómin. Þær eru mest á svifi i sólskini
og hafa frábæra flughæfileika. Þær bera
vængina geysihratt og geta verið lengi
kyrrstæðar á lofti eins og þær þekki
ekkert þyngdarlögmál.
44 VIKAN 3. TBL