Vikan


Vikan - 15.01.1987, Page 50

Vikan - 15.01.1987, Page 50
D R A U M A R KAA LYKILLOG FLEIRA Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig nokkra drauma sem mig dreymdi fyrir nokkru. Ég hef oft verið að hugsa um hvað þessir draumar tákna. Ég vona að þú getir hjálpað mér. Fyrsti var þannig að mér fannst ég vera að ganga á háum, steypt- um vegkanti (eins og er oft meðfram götum og gangstéttum) og ég var að sveifla lykli í bandi. Þessi vegkantur var samt ekki hjá neinum vegi heldur var hann við sjóinn. Það var engin fjara og sjór- inn var mjög djúpur þarna strax. Svo gekk ég bara og sveiflaði lykl- inum og allt í einu missti ég lykil- inn í sjóinn. Þá teygði ég mig í hann og aetlaði að ná honum en rann til og datt niður í sjóinn. Ég man að þetta var mjög mikilvægur lykill en ég man þara ekki að hverju hann gekk. Ég fann lykilinn í kafi en þegar ég reyndi svo að synda upp var eins og eitthvað ýtti mér bara lengra niður og ég sökk alltaf lengra og lengra. Ég barðist um í kafi og spriklaði eins og brjálæðingur. Ég var mjög hrædd við að drukkna. Svo fannst mér að liði yfir mig og þá varð allt svart og ég vaknaði. Annar draumurinn var þannig að mér fannst ég vera einhvers staðar úti (um sumar). Þá fékk ég allt í einu skot i höfuðið, fyrir ofan gagnaugað. Ég átti alls ekki von á þessu og sá ekki þann sem skaut en vissi að hann var nálægt mér. Það sem mér fannst skrýtnast við þennan draum var að ég fann alls engan sársauka við skotið. En ég fann blóðið fossa niður og nokkr- um sekúndum seinna kom annað skot og þriðja skotið kom líka. Og öll hittu þau í höfuðið. Ég hugsaði á meðan á draumnum stóð að nú hlyti ég að deyja. En ég dó ekki og fann aldrei neinn sársauka og það fannst mér mjög skrýtið. Ég stóð meira að segja uppréttl! En ég fann greinilega í draumnum að þessi manneskja var að reyna að drepa mig. Þriðji draumurinn var þannig að það var ein fluga sem var alltaf að angra mig með því að fljúga í andlitið á mér og þannig. Og ég gat ómögulega losnað við hana. Svo tókst mér að slá með annarri hendinni í hana og þá loksins fór hún. En þá vissi ég ekki fyrr en kominn var stór hópur af flugum, frekar stórum eins og húsflugum, og þær ráðast á mig, setjast í and- litið á mér. Ég reyndi að slá þær af með höndunum en það gagn- aði ekkert. Það var eins og þær væru alveg fastar við mig. Ég gat næstum því ekki andað fyrir þeim, þær voru svo margar. Þá kom vin- kona mín og virtist ekki taka eftir neinu. Þá sagði ég við hana: Sjáðu! og benti á andlitið á mér. Þá starði hún á mig verulega undr- andi. Svo var draumurinn búinn. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. María. Og svo þetta vanalega: Flvað lestu úr skriftinni? Og hvernig passa saman bogmaður og sporð- dreki? Best að byrja á að ítreka að draumráðandi ies ekki úr skrift og hefur lítið meira vit á stjörnuspeki en hver annar áhugamaður úti i bæ. En það er hægt að skrifa stjörnuspekingum á öðrum blöð- um til að fá betri svör en hér væri hægt að gefa. Svo eru líka til stjörnumerkjabækur sem upplýsa allt svona og stundum hefur Vikan birt upplýsingar um hvernig stjörnumerki passa saman. En þá eru það draumarnirsjálfir: Fyrsti draumurinn er tákn um tækifæri sem þú glatar: gloprar úr höndunum á þér, þó kannski ekki beint þvi allt eins er víst að það sem kemur I veg fyrir að þú getir notað þér tækifærið sé ófyrirsjáan- legt og óviðráðanlegt, svo sem veikindi eða annað slíkt. Þú reynir og reynir að fá annað tækifæri í sama máli en það mun bara valda þér auknum erfiðleikum. Þú átt mjög erfitt með að sætta þig við orðinn hlu! en neyðist til þess. Þótt undarlegt megi virðast er annar draumurinn öllu gæfulegri, það er eins og þú verðir fyrir happi þrisvar í röð, óvæntu en ósköp notalegu. Þessi draumur getur bent til átaka og þá sigurs I þrem- ur áföngum en sennilegra þó að allt sé með kyrrum kjörum i lifi þinu þegar þessir óvæntu atburðir gerast. Þriðji draumurinn er skýr og skilmerkilegur eins og hinir tveir og bendir til þess að eitthvað sem þú vildir heldur láta liggja i þagn- argildi verði grafið upp og þér núið þvi um nasir. Þú reynir áreið- anlega að koma þér út úr vandan- um, ef til vill með þvi að reyna að redda þér með ósannsögli en það gerir þara illt verra þannig að úr getur orðið röð af misskilningi ef ekki er varlega farið. Sennilega er hreinskilni og æðruleysi og sátt við fyrri heimskupör (ef einhver eru) langbesta ráðið til að losna við þann ófögnuð sem illt umtal getur verið. Það tekur kannski á taugarnar en margborgar sig þeg- ar fram i sækir. BREMSULAUS Kæri draumráðandi. Mig langar að fá ráðningu á tveimur draumum, að mestu sam- hljóða. Mér fannst ég vera á ferð í bíl og var að velta fyrir mér vega- lengdinni sem þyrfti til að stöðva bílinn. Þá reyndist bíllinn bremsu- laus og rann stjórnlaust áfram. í öðrum draumnum að minnsta kosti var ég ekki við stýrið heldur karlmaður, svo fullur að þegar dyrnar voru opnaðar valt hann út. í öðrum draumnum lentum við á skjannahvítum sendiferðabíl en hann skemmdist ekkert nema toppgrindin. Ég man að konurnar, sem áttu bílinn, voru að velta fyrir sér hvort þær ættu nokkuð að fá sér bleika grind í staðinn. Flvað merkir að fara með vinnufélaga sínum upp í lyftu, stórri með gluggum, og hann færir sig að glugganum svo konan hans sjái hann, að því er hann segir. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. V.V. Lyftudraumurinn er sennilega merkingarlaus, það er að segja ef þú umgengst vinnufélaga þinn mikið og hann er giftur. Annars merkir hann tilfinningaátök. Það þykir þó betra að fara upp en nið- ur í draumi. Bíladraumarnir gætu verið tákn- rænir. Þeir merkja ótviræðar og óvenjulegar breytingar, að þvi er virðist á þann veg að þú getur ekkert sagt um hvernig þær verða, fyrst bíllinn var bremsulaus í báð- um tilfellum. Þú ræður ekki atburðarásinni og hún mun valda breytingum hjá fleiri en þér. SJÓROGSITT- HVAÐ FLEIRA Kæri draumráðandi. Mig langar til þess að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig Mér fannst ég vera að veiða og ég var að veiða hval en það var býsna erfitt þvi hvalur þessi vissi svo margt. Flann sagði mér - þeg- ar ég spurði hann einhvers sem ég man ekki hvað var að hann hefði lesið alfræðibækurnar. Og einhvern veginn tókst hvalnum að koma mér í sjóinn og var að reyna að drekkja mér. Ég reyndi að tefja hann og spurði hvernig meltingar- færi fiska og öndunarfæri þeirra væru. Flann sagði mér það en ekki man ég hvað ég sagði. Ég bað hann um að gá að einhverju niðri í fötu sem hékk í kaðli frá bátnum og lengst niður í sjó. Þá fór hvalur- inn og reyndi ég þá að komast í bátinn en hvalurinn kom og beit mig í löppina en ég reyndi að kitla hann með puttanum og það reyndist duga. Svo sagði hvalur- inn mér að færi ég strax núna upp í bát og gerði ekkerí til að hægja á ferðinni fengi ég að lifa. Ég var akki sein að stökkva inn um einn gluggann og ég stökk í bleytu með dauðum þorski í, hauslausum og slægðum, og hugsaði að þetta væri eini fiskurinn sem eftir væri. Ætlaði ég að henda honum til hvalsins en sá hann hvergi. Þá ætlaði ég að grípa einhverja slá og hægja á ferðinni en mundi hvað hvalurinn sagði og svo sá ég svona loftnetsstöng bogna eða svigna frá bátnum og hélt að þetta væri sjóleið sem báturinn myndi sjálfur rata. Ég sá þá að ég var að verða komin i höfn og hljóp af stað út í stýrishús en það var í hinum enda skipsins. Ég sá að við ætluðum að stima á stórt skip en það var eins og bátnum væri fjar- stýrt og fór hann fram hjá skipinu, i stað þess sá ég þessi tvö hval- skip sem var sökkt og voru þau i kafi. Rétt áður en ég hélt að bátur- inn myndi rekast á hvalveiðiskipin stökk ég og greip í bryggjubrúnina því ég vildi ekki meiða mig með því að stökkva á bryggjuna en ég veit ekkert hvaó varð af bátnum. Ég vaknaói einu sinni einhvers staðar í miðjum draumnum en sofnaði aftur og hélt áfram að dreyma sama drauminn. Ein á hvalveiðum. Ekki verður þessi draumur talinn tákndraumur i Ijósi þeirra atburða sem nýlega gerðust i hvalamálum. En draumurinn lýsir frjóu og skemmtilegu imyndunarafli og þú ert ágætis sögumanneskja, þó ekki væri nú nema að dreyma svona ekta spuna út frá atburðun- um i hvalveiðimálunum. En þar sem draumráðandi taldi að þú myndir hafa áhyggjur af draumnum taldi hann rétt að birta hann og þessi draumur er lika óvenju gott tákn um skemmtilega delludrauma sem spinnast út frá atburðum í þjóðfélaginu eða i kringum þá. 50 VIKAN 3. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.